Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar 19. desember 2025 11:03 Við Íslendingar erum fljót að tileinka okkur nýja tækni. Við greiðum með símanum okkar, notumst við rafræna undirritun, stundum bankaviðskipti á netinu og pöntum næstum því allt, eins og föt og jólagjafir, án þess að fara nokkurn tímann út. Ef eitthvað er hægt að gera stafrænt veljum við það yfirleitt fram yfir hitt. Nýlegir tilboðsdagar eins og Svartur föstudagur og rafrænn mánudagur hafa heldur betur fest sig í sessi. Nema þegar matvara er annars vegar, matvöruverslun er á undarlegan hátt föst í fortíðinni á tímum þar sem næstum allir þættir daglegs lífs hafa færst á netið. Annar valkostur stendur loks til boða Íslenskar verslanir hafa í auknum mæli farið að senda matvörur heim. Fyrir íslensk heimili þýðir þetta að þau geta fengið nauðsynjar, snarl, gos, súkkulaði, skógjafir og jafnvel hluti eins og gjafapappír sent heim að dyrum á innan við klukkutíma. Þetta er einnig hluti af stærri viðsnúningi á Norðurlöndunum þar sem leiðandi matvörukeðjur eins og Meny í Noregi og Danmörku, ICA í Svíþjóð og K-Market í Finnlandi eru komnar með sínar vörur í heimsendingarþjónustu. Um er að ræða hryggjarstykkið í norrænni matvöruverslun en það sem hefur breyst er einfaldlega hvernig hægt er að nálgast þær. Þrátt fyrir þessa þróun eru Norðurlöndin engu að síður eftir á þegar kemur að matarinnkaupum á netinu. Í Noregi eru aðeins tvö prósent matvöru keypt á netinu. Tvö prósent í einu þróaðasta stafræna samfélagi heims! Ástandið er svipað á Íslandi, þrátt fyrir alla sína tækni. En af hverju orsakast þetta? Í fyrsta lagi telja margir að heimsendingar með matvöru séu dýrari. Einstaklingur greiðir vissulega kostnað vegna heimsendingar en ef dæmið er reiknað til enda þá er hægt að færa sterk rök fyrir því heimsending sé í raun ódýrari. Hér þarf að taka með í reikninginn hluti eins og tímasparnað, kostnað vegna eldsneytis og skyndikaup (hlutir sem læðast með í körfuna þína í búðinni en gera það síður á rafrænu formi). Aðrir gera ráð fyrir að úrvalið sé takmarkað eða að afurðirnar verði ekki eins ferskar, en þetta eru í langflestum tilfellum mýtur og ef þú ert ósáttur við gæði vörunnar þá er einfaldlega hægt að koma á framfæri athugasemdum og fá endurgreiðslu án mikillar fyrirhafnar. Desember er mánuðurinn þegar tíminn verður okkar sjaldgæfasta auðlind. Milli jólatónleika, baksturs, gjafapökkunar, skólaviðburða, vinnuskila og alls þess sem fyllir íslenska hátíðardagatalið þá gæti heimsending á mat létt þér lífið þegar þú þarft mest á því að halda. Norðurlöndin hafa leitt heiminn í stafrænum innleiðingum í mörg ár. Heimsending á matvöru er næsta stig og breytingin hefur þegar hafist. Spurningin er ekki hvort að heimsending á matvöru á netinu sé tilbúin, heldur hvort við séum loksins tilbúin til að gera okkur lífið auðveldara, sérstaklega á annasamasta tíma ársins? Ég held að Íslendingar séu það og þegar við stígum skrefið munum við velta fyrir okkur hvers vegna við biðum svona lengi. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum fljót að tileinka okkur nýja tækni. Við greiðum með símanum okkar, notumst við rafræna undirritun, stundum bankaviðskipti á netinu og pöntum næstum því allt, eins og föt og jólagjafir, án þess að fara nokkurn tímann út. Ef eitthvað er hægt að gera stafrænt veljum við það yfirleitt fram yfir hitt. Nýlegir tilboðsdagar eins og Svartur föstudagur og rafrænn mánudagur hafa heldur betur fest sig í sessi. Nema þegar matvara er annars vegar, matvöruverslun er á undarlegan hátt föst í fortíðinni á tímum þar sem næstum allir þættir daglegs lífs hafa færst á netið. Annar valkostur stendur loks til boða Íslenskar verslanir hafa í auknum mæli farið að senda matvörur heim. Fyrir íslensk heimili þýðir þetta að þau geta fengið nauðsynjar, snarl, gos, súkkulaði, skógjafir og jafnvel hluti eins og gjafapappír sent heim að dyrum á innan við klukkutíma. Þetta er einnig hluti af stærri viðsnúningi á Norðurlöndunum þar sem leiðandi matvörukeðjur eins og Meny í Noregi og Danmörku, ICA í Svíþjóð og K-Market í Finnlandi eru komnar með sínar vörur í heimsendingarþjónustu. Um er að ræða hryggjarstykkið í norrænni matvöruverslun en það sem hefur breyst er einfaldlega hvernig hægt er að nálgast þær. Þrátt fyrir þessa þróun eru Norðurlöndin engu að síður eftir á þegar kemur að matarinnkaupum á netinu. Í Noregi eru aðeins tvö prósent matvöru keypt á netinu. Tvö prósent í einu þróaðasta stafræna samfélagi heims! Ástandið er svipað á Íslandi, þrátt fyrir alla sína tækni. En af hverju orsakast þetta? Í fyrsta lagi telja margir að heimsendingar með matvöru séu dýrari. Einstaklingur greiðir vissulega kostnað vegna heimsendingar en ef dæmið er reiknað til enda þá er hægt að færa sterk rök fyrir því heimsending sé í raun ódýrari. Hér þarf að taka með í reikninginn hluti eins og tímasparnað, kostnað vegna eldsneytis og skyndikaup (hlutir sem læðast með í körfuna þína í búðinni en gera það síður á rafrænu formi). Aðrir gera ráð fyrir að úrvalið sé takmarkað eða að afurðirnar verði ekki eins ferskar, en þetta eru í langflestum tilfellum mýtur og ef þú ert ósáttur við gæði vörunnar þá er einfaldlega hægt að koma á framfæri athugasemdum og fá endurgreiðslu án mikillar fyrirhafnar. Desember er mánuðurinn þegar tíminn verður okkar sjaldgæfasta auðlind. Milli jólatónleika, baksturs, gjafapökkunar, skólaviðburða, vinnuskila og alls þess sem fyllir íslenska hátíðardagatalið þá gæti heimsending á mat létt þér lífið þegar þú þarft mest á því að halda. Norðurlöndin hafa leitt heiminn í stafrænum innleiðingum í mörg ár. Heimsending á matvöru er næsta stig og breytingin hefur þegar hafist. Spurningin er ekki hvort að heimsending á matvöru á netinu sé tilbúin, heldur hvort við séum loksins tilbúin til að gera okkur lífið auðveldara, sérstaklega á annasamasta tíma ársins? Ég held að Íslendingar séu það og þegar við stígum skrefið munum við velta fyrir okkur hvers vegna við biðum svona lengi. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar