Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2025 09:30 Erika Kirk, ekkja Charlie Kirk, fagnar J.D. Vance á ráðstefnu Turning Point USA í gær. AP/Jon Cherry Bandaríski varaforsetinn sagði gestum á ráðstefnu ungra íhaldsmanna um helgina að hvítt fólk þyrfti ekki lengur að skammast sín fyrir kynþátt sinn á sama tíma og hann neitaði að fordæma rasista innan hreyfingarinnar. Deilur um hvort að samtökin Turning Point USA ættu að útiloka yfirlýsta rasista eins og Nick Fuentes settu svip sinn á ráðstefnu þeirra um helgina. Fuentes þessi hefur verið bannaður af öllum helstu samfélagsmiðlum heims fyrir hatursorðræðu, meðal annars gegn gyðingum, og fyrir að mæra Adolf Hitler. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, gaf lítið fyrir slíkt í ræðu sinni á ráðstefnunni. Þar sagðist hann að hreyfing íhaldsmanna ætti að vera opin öllum og eina skilyrðið væri að þeir „elskuðu Bandaríkin“. „Við höfum mun mikilvægari hnöppum að hneppa en að slaufa hver öðrum,“ sagði varaforsetinn. Hvít og kristin Stærði Vance sig af árangri ríkisstjórnar hans og Donalds Trump, sérstaklega í að binda endi á aðgerðir sem áttu að auka fjölbreytni, jafnræði og inngildingu. „Í Bandaríkjunum þurfið þið ekki lengur að biðjast afsökunar á að vera hvít,“ sagði Vance. Hélt varaforsetinn því ennfremur fram að Bandaríkjamenn yrðu alltaf kristin þjóð og að kristni hefði verið trú landsins frá bandaríska frelsisstríðinu. Stjórnskipan Bandaríkjanna hefur þrátt fyrir það byggst á veraldlegum gildum frá stofnun. Skotin flugu á milli andstæðra fylkinga Valdabarátta er nú sögð í uppsiglingu innan íhaldshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hún býr sig undir framtíð án Trump. Stjórnarskráin bannar honum að bjóða sig fram aftur til forseta eftir þrjú ár en jafnvel þótt hann gerði það, sem hann hefur ítrekað talað um, er Trump 79 ára gamall og hefur sýnt augljós merki um vitsmunalega og líkamlega hnignun á undanförnum mánuðum. Erika Kirk, ekkja Charlie Kirk sem stofnaði Turning Point USA, hefur sagst ætla að berjast fyrir að Vance verði arftaki Trump. Ungir íhaldsmenn komu saman á AmericaFest 2025 á vegum Turning Point USA í gær. Fylgismenn hreyfingarinnar eru ekki á einu máli um hvernig eigi að taka á rasistum innan hennar.AP/Jon Cherry Eitt af ágreiningsmálunum er hvort að repúblikanar eigi að úthýsa öfgafyllstu röddunum úr hreyfingunni eins og Fuentes og Candace Owens sem bæði eru á meðal vinsælustu hlaðvarpsstjórnenda hennar. Bæði Fuentes og Owens hafa dreift samsæriskenningum gegn gyðingum á sama tíma og Trump-stjórnin hefur notað meint gyðingahatur í háskólum sem átyllu til þess að reka erlenda námsmenn úr landi. Ben Shapiro, ein háværasta röddin á hægri vængnum í Bandaríkjunum undanfarin ár, notaði sína ræðu á ráðstefnunni til þess að skjóta fast á Tucker Carlson, fyrrverandi Fox-sjónvarpsmanninn og núverandi samfélagsmiðlaáhrifavaldinn, fyrir að bjóða Fuentes í þátt sinn fyrr á þessu ári. „Þetta fólk er svikahrappar og eiginhagsmunaseggir sem eiga ekki tíma okkar skilinn,“ sagði Shapiro um samsæriskenningavæng hreyfingarinnar. Carlson svaraði Shapiro fullum hálsi í sinni ræðu og vísaði því á bug að einhvers konar borgarastríð ætti sér stað innan Repúblikanaflokksins. „Það er fólk sem er reitt út í J.D. Vance og það reynir að kynda undir þessu til þess að tryggja að hann hljóti ekki útnefninguna,“ sagði Carlson Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Deilur um hvort að samtökin Turning Point USA ættu að útiloka yfirlýsta rasista eins og Nick Fuentes settu svip sinn á ráðstefnu þeirra um helgina. Fuentes þessi hefur verið bannaður af öllum helstu samfélagsmiðlum heims fyrir hatursorðræðu, meðal annars gegn gyðingum, og fyrir að mæra Adolf Hitler. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, gaf lítið fyrir slíkt í ræðu sinni á ráðstefnunni. Þar sagðist hann að hreyfing íhaldsmanna ætti að vera opin öllum og eina skilyrðið væri að þeir „elskuðu Bandaríkin“. „Við höfum mun mikilvægari hnöppum að hneppa en að slaufa hver öðrum,“ sagði varaforsetinn. Hvít og kristin Stærði Vance sig af árangri ríkisstjórnar hans og Donalds Trump, sérstaklega í að binda endi á aðgerðir sem áttu að auka fjölbreytni, jafnræði og inngildingu. „Í Bandaríkjunum þurfið þið ekki lengur að biðjast afsökunar á að vera hvít,“ sagði Vance. Hélt varaforsetinn því ennfremur fram að Bandaríkjamenn yrðu alltaf kristin þjóð og að kristni hefði verið trú landsins frá bandaríska frelsisstríðinu. Stjórnskipan Bandaríkjanna hefur þrátt fyrir það byggst á veraldlegum gildum frá stofnun. Skotin flugu á milli andstæðra fylkinga Valdabarátta er nú sögð í uppsiglingu innan íhaldshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hún býr sig undir framtíð án Trump. Stjórnarskráin bannar honum að bjóða sig fram aftur til forseta eftir þrjú ár en jafnvel þótt hann gerði það, sem hann hefur ítrekað talað um, er Trump 79 ára gamall og hefur sýnt augljós merki um vitsmunalega og líkamlega hnignun á undanförnum mánuðum. Erika Kirk, ekkja Charlie Kirk sem stofnaði Turning Point USA, hefur sagst ætla að berjast fyrir að Vance verði arftaki Trump. Ungir íhaldsmenn komu saman á AmericaFest 2025 á vegum Turning Point USA í gær. Fylgismenn hreyfingarinnar eru ekki á einu máli um hvernig eigi að taka á rasistum innan hennar.AP/Jon Cherry Eitt af ágreiningsmálunum er hvort að repúblikanar eigi að úthýsa öfgafyllstu röddunum úr hreyfingunni eins og Fuentes og Candace Owens sem bæði eru á meðal vinsælustu hlaðvarpsstjórnenda hennar. Bæði Fuentes og Owens hafa dreift samsæriskenningum gegn gyðingum á sama tíma og Trump-stjórnin hefur notað meint gyðingahatur í háskólum sem átyllu til þess að reka erlenda námsmenn úr landi. Ben Shapiro, ein háværasta röddin á hægri vængnum í Bandaríkjunum undanfarin ár, notaði sína ræðu á ráðstefnunni til þess að skjóta fast á Tucker Carlson, fyrrverandi Fox-sjónvarpsmanninn og núverandi samfélagsmiðlaáhrifavaldinn, fyrir að bjóða Fuentes í þátt sinn fyrr á þessu ári. „Þetta fólk er svikahrappar og eiginhagsmunaseggir sem eiga ekki tíma okkar skilinn,“ sagði Shapiro um samsæriskenningavæng hreyfingarinnar. Carlson svaraði Shapiro fullum hálsi í sinni ræðu og vísaði því á bug að einhvers konar borgarastríð ætti sér stað innan Repúblikanaflokksins. „Það er fólk sem er reitt út í J.D. Vance og það reynir að kynda undir þessu til þess að tryggja að hann hljóti ekki útnefninguna,“ sagði Carlson
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira