Erlent

TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri

Agnar Már Másson skrifar
Útvarpsmastrið í Teisko.
Útvarpsmastrið í Teisko. Wikipedia Commons

Finnskur unglingur er látinn eftir að hafa fallið af ríflega þrjú hundruð metra háu útvarpsmastri þar sem hann hafði verið að taka upp myndskeið fyrir TikTok-áskorun. 

Slysið varð í bænum Teisku, norður af Tampere, hinn 20. desember, að sögn Helsinki Times. 

Miðillinn hefur eftir lögreglunni að þrír ungir drengir, allir yngri en átján ára, hafi klifrað upp í mastrið til þess að taka upp myndskeið sem þeir hyggðust svokallaða TikTok-áskorun. Drengirnir hafi aftur á móti ekki streymt ferðina upp mastrið. sem er 325 metra hátt.

Lögregla útskýrir að einn af táningunum hafi misst fótfestu á leiðinni upp og fallið niður, þar sem hann beið bana af. Litlu hafi munað að hann hefði fallið á hina drengina og tekið þá með sér niður.

Fyrstu vísbendingar benda til þess að drengirnir hafi farið ólöglega inn á lokað svæði. Samkvæmt finnskum lögum getur slíkt brot varðað sektum eða allt að sex mánaða fangelsi.

„Þó hægt sé að klifra upp mastrið þýðir það ekki að það sé leyfilegt,“ hefur Helsinki Times eftir Panu Rautio rannsóknarlögreglumanni, sem brýndi fyrir foreldrum að mæla gegn slíku athæfi við börn sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×