Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. janúar 2026 20:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn og nefndum Hveragerðisbæjar hafa unnið statt og stöðugt að því að tryggja íbúum framúrskarandi þjónustu og lífsgæði í bæjarfélaginu. Rík áhersla hefur verið á fjölskylduvænt samfélag sem mótar að mörgu leyti meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Unniðhefur verið markvisst að því að gera þessar áherslur að veruleika á kjörtímabilinu með margvíslegum stuðningi við fjölskyldur, börn og ungmenni. Okkar Hveragerði leggur áherslu á að tekið verði betur utan um ungmennin okkar. Á kjörtímabilinu var loks komið á fót virku ungmennaráði sem er bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Hveragerði. Frístundamiðstöðin Bungubrekka fer með stuðning og utanumhald ráðsins og er þeim til halds og trausts. Seta í ungmennaráði er launuð, líkt og önnur nefndarseta á vegum bæjarfélagsins, ólíkt því sem verið hefur við fyrri árangurslausar tilraunir til starfrækslu virks ungmennaráðs á vegum bæjarfélagsins. Það er afar mikilvægt að unga fólkið okkar hafi tækifæri til að láta rödd sína heyrast um þau málefni sem þau varða, og hafi tækifæri til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeim er veitt og umhverfi sitt að öðru leyti. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá hversu öflugt starf er nú farið af stað hjá nýju ungmennaráði Hveragerðisbæjar og það verður spennandi að vinna með þeim að bættum hag barna og unglinga í bæjarfélaginu. Hveragerðisbær státar af afar metnaðarfullu starfi Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku. Innan Bungubrekku er starfrækt öflug félagsmiðstöð þar sem ungmenni á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Þar fer fram faglegt starf með áherslu á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Félagsmiðstöðvar eru einkar mikilvægur stuðningur við ungmenni á þessum aldri og hafa það hlutverk að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Engin félagsmiðstöð er þó starfrækt fyrir ungmenni eldri en 16 ára, þó að þörfin fyrir sambærilegan stuðning sé ekki síður mikilvægur á þeim mikilvægu mótunarárum þegar einstaklingar ganga í gegnum miklar breytingar með tilfærslum á milli skólastiga, oft breyttrar búsetu og umtalsverðra breytinga á félagslegu umhverfi. Í þessu ljósi hefur ákall verið um úrræði til að taka betur utan um ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Það ákall var sérstaklega áréttað á fundi ungmennaráðs nýverið þar sem ræddir voru möguleikar á opnun ungmennahúss á yfirstandandi vetri. Var þar ákveðið að halda opið ungmennahússkvöld í samráði við Bungubrekku. Í ljósi framangreinds hefur meirihluti bæjarstjórnar haft til skoðunar að koma á fót með formlegum hætti ungmennahúsi fyrir einstaklinga á aldrinum 16-20 ára í Hveragerði þar sem hægt verður að veita áframhaldandi stuðning við ungmenni eftir 16 ára aldur og félagslegan vettvang fyrir samkomur og samveru ungmenna á þessum aldri. Okkar Hveragerði leggur ríka áherslu á að slíkt ungmennahús verði opnað á yfirstandandi vetri í góðri samvinnu og samtali við Bungubrekku og ungmennaráð. Okkar Hveragerði heldur áfram að leita leiða til að styðja enn betur við barnafjölskyldur í Hveragerði og hvetur ungmenni til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í samtali um leiðir til að skapa gæðaríkari þjónustu og umhverfi ungmenna í bæjarfélaginu. Við hlökkum til samtalsins og samvinnunnar! Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis og varaformaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn og nefndum Hveragerðisbæjar hafa unnið statt og stöðugt að því að tryggja íbúum framúrskarandi þjónustu og lífsgæði í bæjarfélaginu. Rík áhersla hefur verið á fjölskylduvænt samfélag sem mótar að mörgu leyti meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Unniðhefur verið markvisst að því að gera þessar áherslur að veruleika á kjörtímabilinu með margvíslegum stuðningi við fjölskyldur, börn og ungmenni. Okkar Hveragerði leggur áherslu á að tekið verði betur utan um ungmennin okkar. Á kjörtímabilinu var loks komið á fót virku ungmennaráði sem er bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Hveragerði. Frístundamiðstöðin Bungubrekka fer með stuðning og utanumhald ráðsins og er þeim til halds og trausts. Seta í ungmennaráði er launuð, líkt og önnur nefndarseta á vegum bæjarfélagsins, ólíkt því sem verið hefur við fyrri árangurslausar tilraunir til starfrækslu virks ungmennaráðs á vegum bæjarfélagsins. Það er afar mikilvægt að unga fólkið okkar hafi tækifæri til að láta rödd sína heyrast um þau málefni sem þau varða, og hafi tækifæri til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeim er veitt og umhverfi sitt að öðru leyti. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá hversu öflugt starf er nú farið af stað hjá nýju ungmennaráði Hveragerðisbæjar og það verður spennandi að vinna með þeim að bættum hag barna og unglinga í bæjarfélaginu. Hveragerðisbær státar af afar metnaðarfullu starfi Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku. Innan Bungubrekku er starfrækt öflug félagsmiðstöð þar sem ungmenni á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Þar fer fram faglegt starf með áherslu á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Félagsmiðstöðvar eru einkar mikilvægur stuðningur við ungmenni á þessum aldri og hafa það hlutverk að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Engin félagsmiðstöð er þó starfrækt fyrir ungmenni eldri en 16 ára, þó að þörfin fyrir sambærilegan stuðning sé ekki síður mikilvægur á þeim mikilvægu mótunarárum þegar einstaklingar ganga í gegnum miklar breytingar með tilfærslum á milli skólastiga, oft breyttrar búsetu og umtalsverðra breytinga á félagslegu umhverfi. Í þessu ljósi hefur ákall verið um úrræði til að taka betur utan um ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Það ákall var sérstaklega áréttað á fundi ungmennaráðs nýverið þar sem ræddir voru möguleikar á opnun ungmennahúss á yfirstandandi vetri. Var þar ákveðið að halda opið ungmennahússkvöld í samráði við Bungubrekku. Í ljósi framangreinds hefur meirihluti bæjarstjórnar haft til skoðunar að koma á fót með formlegum hætti ungmennahúsi fyrir einstaklinga á aldrinum 16-20 ára í Hveragerði þar sem hægt verður að veita áframhaldandi stuðning við ungmenni eftir 16 ára aldur og félagslegan vettvang fyrir samkomur og samveru ungmenna á þessum aldri. Okkar Hveragerði leggur ríka áherslu á að slíkt ungmennahús verði opnað á yfirstandandi vetri í góðri samvinnu og samtali við Bungubrekku og ungmennaráð. Okkar Hveragerði heldur áfram að leita leiða til að styðja enn betur við barnafjölskyldur í Hveragerði og hvetur ungmenni til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í samtali um leiðir til að skapa gæðaríkari þjónustu og umhverfi ungmenna í bæjarfélaginu. Við hlökkum til samtalsins og samvinnunnar! Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis og varaformaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun