Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2026 08:58 Chrystia Freeland varð fyrst kvenna fjármálaráðherra Kanada árið 2020 og þurfti þannig að stýra efnahagsmálum á tímum kórónuveirufaraldursins. Hún er af úkraínskum ættum og hefur verið ötull stuðningsmaður Úkraínu frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst árið 2022. AP/Spencer Colby/The Canadian Press Chrystia Freeland, fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra Kanada, hefur ráðið sig sem ólaunaðan efnahagsráðgjafa Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu. Hún tilkynnti í gær að hún ætlaði að segja af sér þingmennsku til þess að sinna ráðgjafastarfinu. Selenskí greindi frá því að Freeland hefði fallist á að gerast ráðgjafi hans í efnahagsmálum í gær. Vísaði hann til reynslu hennar af því að laða að fjárfesta og innleiða efnahagslegar umbætur. Freeland, sem er af úkraínskum ættum, hefur verið sérstakur sendifulltrúi Kanada vegna enduruppbyggingar Úkraínu frá því í september. Hún tilkynnti þá að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur í þingkosningum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Úkraína er á framlínunni í baráttunni fyrir lýðræði í heiminum og ég fagna þessu tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum launalaust sem efnahagsráðgjafi,“ sagði Freeland þegar hún sagði frá vistaskiptunum í gær. Ráðning Freeland er liður í uppstokkun Selenskí í ráðgjafaliði sínu. Hann skipti út yfirmanni öryggisþjónustunnar SBU í gær og réð yfirmenn leyniþjónustu hersins sem nýjan skrifstofustjóra sinn. Sinnaðist við Trudeau Freeland hefur setið á kanadíska þinginu frá 2013. Hún var lykilmanneskja í ríkisstjórnum Justins Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra, og gegndi meðal annars embættum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og ráðherra alþjóðaviðskipta. Hún átti stóran þátt í falli Trudeau þegar hún sagði af sér sem ráðherra síðla árs 2024 og sakaði hann um að taka hótanir þá verðandi stjórnvalda í Bandaríkjunum um verndartolla á kanadískar vörur ekki alvarlega. Kanada Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Selenskí greindi frá því að Freeland hefði fallist á að gerast ráðgjafi hans í efnahagsmálum í gær. Vísaði hann til reynslu hennar af því að laða að fjárfesta og innleiða efnahagslegar umbætur. Freeland, sem er af úkraínskum ættum, hefur verið sérstakur sendifulltrúi Kanada vegna enduruppbyggingar Úkraínu frá því í september. Hún tilkynnti þá að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur í þingkosningum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Úkraína er á framlínunni í baráttunni fyrir lýðræði í heiminum og ég fagna þessu tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum launalaust sem efnahagsráðgjafi,“ sagði Freeland þegar hún sagði frá vistaskiptunum í gær. Ráðning Freeland er liður í uppstokkun Selenskí í ráðgjafaliði sínu. Hann skipti út yfirmanni öryggisþjónustunnar SBU í gær og réð yfirmenn leyniþjónustu hersins sem nýjan skrifstofustjóra sinn. Sinnaðist við Trudeau Freeland hefur setið á kanadíska þinginu frá 2013. Hún var lykilmanneskja í ríkisstjórnum Justins Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra, og gegndi meðal annars embættum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og ráðherra alþjóðaviðskipta. Hún átti stóran þátt í falli Trudeau þegar hún sagði af sér sem ráðherra síðla árs 2024 og sakaði hann um að taka hótanir þá verðandi stjórnvalda í Bandaríkjunum um verndartolla á kanadískar vörur ekki alvarlega.
Kanada Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira