Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2026 09:50 Innflytjendur af afrískum uppruna í Badalona í Katalóníu. Hundruð þúsunda manna sem dvelja ólöglega á Spáni gætu fengið dvalarleyfi á næstunni. AP/Emilio Morenatti Allt að hálf milljón manna sem dvelja og starfa á Spáni án dvalar- eða atvinnuleyfis gætu fengið tímabundið leyfi ef áform ríkisstjórnar landsins ganga eftir. Aðgerðasinnar og samtök kaþólikka fagna en stjórnarandstaðan fordæmir áformin. Erlendir ríkisborgrar sem komu til Spánar fyrir 31. desember árið 2025 og geta sýnt fram á að þeir hafi dvalið í landinu í að minnsta kosti fimm mánuði geta sótt um dvalar- og atvinnuleyfi til allt að eins árs. Þeir þurfa einnig að sýna fram á að þeir séu með hreint sakarvottorð, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Elma Saiz, innflytjendamálaráðherra, segir að allt að fimm hundruð þúsund manns gætu verið gjaldgengir. Aðrar stofnanir segja að talan gæti verið nær 800.000 manns. Stór hluti þessa fólks eru innflytjendur frá Rómönsku Ameríku og Afríku sem vinna í landbúnaði, ferðaþjónustu eða öðrum þjónustustörfum. Ráðherrann sagði að ríkisstjórnin ætlaði á þennan hátt að viðurkenna og sýna virðingu fólki sem býr nú þegar í landinu. Sakaður um að „hata Spánverja“ Mannréttindasamtök og félagasamtök kaþólikka höfðu safnað um 700.000 undirskriftum fyrir sambærilegum aðgerðum í þágu innflytjenda sem dvelja ólöglega á Spáni. Þau fögnuðu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Spænska biskuparáðið sagði áformin félagslegt réttlæti og viðurkenningu á störfum innflytjenda í þágu Spánar. Bæði Lýðflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn Vox fordæmdu aftur á móti aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Elma Saiz, ráðherra innflytjendamála í spænsku ríkisstjórninni, segir Spán ætla að standa gegn fjarhægristraumnum í málefnum innflytjenda.Vísir/EPA Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra, um að reyna að draga athygli kjósenda frá hrinu mannskæðra lestarslysa í þessum mánuði. Santiago Abascal, leiðtogi Vox, gekk mun lengra og fullyrti að Sánchez „hataði“ Spánverja og að hann „herti á innrás“. Vísaði hann þar til öfgahægrisamsæriskenningar um meint hrun vestrænnar siðmenningar vegna innflutnings fólks af öðrum uppruna en evrópskum. Núllstilling fyrir herta innflytjendastefnu ESB Þetta verður í sjöunda skipti sem spænsk stjórnvöld veita fólki sem dvelur ólöglega í landinu sakaruppgjöf á þennan hátt. Það var gert sex sinnum frá 1986 til 2005. Sérfræðingur í innflytjendamálum segir að aðgerðirnar nú geri ríkisstjórninni kleift að „núllstilla“ stöðuna áður en ný tilskipun Evrópusambandsins um innflytjenda- og hælismál tekur gildi í sumar. Í henni sé gert ráð fyrir að brottvísanir séu helsta tól stjórnvalda til að bregðast við ólöglegri dvöl fólks. Saiz, innflytjendamálaráðherra, segir ríkisstjórn sósíalista ætla að vera í fararbroddi gegn innflytjendaandúð sem fjarhægriflokkar víða um vestræna heiminn boða um þessar mundir. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stoppa það. Ég tel að þetta sé frábær dagur fyrir landið okkar,“ sagði ráðherrann þegar hann kynnti aðgerðirnar. Spánn Innflytjendamál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Erlendir ríkisborgrar sem komu til Spánar fyrir 31. desember árið 2025 og geta sýnt fram á að þeir hafi dvalið í landinu í að minnsta kosti fimm mánuði geta sótt um dvalar- og atvinnuleyfi til allt að eins árs. Þeir þurfa einnig að sýna fram á að þeir séu með hreint sakarvottorð, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Elma Saiz, innflytjendamálaráðherra, segir að allt að fimm hundruð þúsund manns gætu verið gjaldgengir. Aðrar stofnanir segja að talan gæti verið nær 800.000 manns. Stór hluti þessa fólks eru innflytjendur frá Rómönsku Ameríku og Afríku sem vinna í landbúnaði, ferðaþjónustu eða öðrum þjónustustörfum. Ráðherrann sagði að ríkisstjórnin ætlaði á þennan hátt að viðurkenna og sýna virðingu fólki sem býr nú þegar í landinu. Sakaður um að „hata Spánverja“ Mannréttindasamtök og félagasamtök kaþólikka höfðu safnað um 700.000 undirskriftum fyrir sambærilegum aðgerðum í þágu innflytjenda sem dvelja ólöglega á Spáni. Þau fögnuðu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Spænska biskuparáðið sagði áformin félagslegt réttlæti og viðurkenningu á störfum innflytjenda í þágu Spánar. Bæði Lýðflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn Vox fordæmdu aftur á móti aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Elma Saiz, ráðherra innflytjendamála í spænsku ríkisstjórninni, segir Spán ætla að standa gegn fjarhægristraumnum í málefnum innflytjenda.Vísir/EPA Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra, um að reyna að draga athygli kjósenda frá hrinu mannskæðra lestarslysa í þessum mánuði. Santiago Abascal, leiðtogi Vox, gekk mun lengra og fullyrti að Sánchez „hataði“ Spánverja og að hann „herti á innrás“. Vísaði hann þar til öfgahægrisamsæriskenningar um meint hrun vestrænnar siðmenningar vegna innflutnings fólks af öðrum uppruna en evrópskum. Núllstilling fyrir herta innflytjendastefnu ESB Þetta verður í sjöunda skipti sem spænsk stjórnvöld veita fólki sem dvelur ólöglega í landinu sakaruppgjöf á þennan hátt. Það var gert sex sinnum frá 1986 til 2005. Sérfræðingur í innflytjendamálum segir að aðgerðirnar nú geri ríkisstjórninni kleift að „núllstilla“ stöðuna áður en ný tilskipun Evrópusambandsins um innflytjenda- og hælismál tekur gildi í sumar. Í henni sé gert ráð fyrir að brottvísanir séu helsta tól stjórnvalda til að bregðast við ólöglegri dvöl fólks. Saiz, innflytjendamálaráðherra, segir ríkisstjórn sósíalista ætla að vera í fararbroddi gegn innflytjendaandúð sem fjarhægriflokkar víða um vestræna heiminn boða um þessar mundir. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stoppa það. Ég tel að þetta sé frábær dagur fyrir landið okkar,“ sagði ráðherrann þegar hann kynnti aðgerðirnar.
Spánn Innflytjendamál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira