Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Innlent 5. október 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. Innlent 5. október 2016 06:30
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar: „Nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni“ Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Innlent 4. október 2016 21:33
Þingfundi frestað í von um að flokksformenn nái samkomulagi um þinglok Formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar eftir hádegi til að reyna að ná samkomulagi um þinglok. Forseti Alþingis telur líklegt að þingstörfum ljúki í vikunni. Innlent 4. október 2016 13:13
Framsóknarflokkurinn vill koma á 25 prósenta tekjuskatti upp að 970 þúsund krónum Vilja fara eftir umbótatillögum á skattkerfinu frá verkefnisstjórn. Innlent 4. október 2016 11:20
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. Innlent 4. október 2016 10:15
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. Innlent 4. október 2016 06:00
„Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. Innlent 3. október 2016 23:37
Flokkur fólksins birtir lista Suðurkjördæmis Halldór Gunnarsson, fyrrverandi prestur, skipar efsta sæti listans. Innlent 3. október 2016 18:41
Björt framtíð og Vinstri græn bæta við sig fylgi Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um tvö prósentustig og mælist um 36% samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Innlent 3. október 2016 14:52
Björt framtíð birtir fullskipaðan framboðslista í Reykjavík suður Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri leiðir listann. Innlent 3. október 2016 13:09
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. Innlent 3. október 2016 08:00
Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. Innlent 2. október 2016 22:41
Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag. Innlent 2. október 2016 20:25
Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. Innlent 2. október 2016 19:23
Tístarar tjá sig: "Vonandi mun Sigmundur núna geta einbeitt sér að snappinu“ Dagurinn hefur verið viðburðaríkur hjá Framsóknarmönnum. Lífið 2. október 2016 19:11
Eygló óskar nýrri stjórn velfarnaðar Eygló birti mynd af nýrri stjórn Framsóknarflokksins á Twitter í dag. Innlent 2. október 2016 18:28
Skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna niðurstöðunnar í formannskjörinu. Innlent 2. október 2016 17:45
Gunnar Bragi dró framboð sitt til ritara til baka Hefur verið eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Innlent 2. október 2016 17:09
Eygló Harðardóttir dregur framboð sitt til baka Eygló vill að flokkurinn leiti sátta og nái að sameinast á ný. Innlent 2. október 2016 15:55
Tafir vegna aukinnar aðstoðar við fatlað fólk: „Ríkið hefur ekki klárað málið.“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja verði að fjármagn fylgi frá ríkinu til að innleiða svokallaða NPA-samninga. Innlent 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. Innlent 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. Innlent 2. október 2016 15:07
Tæknimönnum Háskólabíós sagt að streyma einungis ræðu Sigmundar Davíðs Ekki komu upp nein vandræði varðandi beina útsendingu frá flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Innlent 2. október 2016 12:35
Lilja býður sig fram til varaformanns Framsóknar Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Innlent 2. október 2016 11:04
Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. Innlent 2. október 2016 10:29
Þórarinn Snorri nýr formaður Ungra jafnaðarmanna Þórarinn Snorri Sigurgeirsson tekur við embættinu af Evu Indriðadóttur. Innlent 1. október 2016 21:55
Ræða Ásmundar Einars olli Sigmundi Davíð vonbrigðum Sigmundur Davíð segir lýsingar Ásmundar Einars af fundi framkvæmdastjórnar flokksins vera ósannar. Innlent 1. október 2016 17:33
Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. Innlent 1. október 2016 13:30