Bændur eru líka neytendur Allnokkur stormur hefur verið í fjölmiðlum um þessa lagasetningu og margir sjálfskipaðir sérfræðingar um málefni landbúnaðar tjáð sig um málið. Í umræðum um málið á Alþingi er athyglisvert að sjá afstöðumun einstakra þingmanna til málsins milli annarra og þriðju umræðu. Skoðun 17. apríl 2024 13:01
Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. Innlent 17. apríl 2024 12:12
„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Innlent 16. apríl 2024 23:14
„Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. Innlent 16. apríl 2024 23:06
Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. Innlent 16. apríl 2024 19:29
Steldu stíl nýja ráðherrans Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hún mætti skelegg til leiks og setti tóninn með djörfum fatastíl á fyrsta degi sem ráðherra. Vísir rýndi nánar í fatastíl þingmannsins úr Norðausturkjördæmi. Lífið 16. apríl 2024 17:36
Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 16. apríl 2024 14:04
Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Innlent 16. apríl 2024 11:46
„Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Innlent 16. apríl 2024 11:40
Píratar og Flokkur fólksins leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Vantrauststillagan gengur út að hér verði þingrof og nýjar kosningar. Innlent 16. apríl 2024 10:54
Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Innlent 16. apríl 2024 09:08
Nýr Kjalvegur - Hraðbraut í gegnum hálendið Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Skoðun 16. apríl 2024 08:01
Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. Innlent 15. apríl 2024 17:38
Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 13:30
Fordæmi Katrínar Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Skoðun 15. apríl 2024 08:31
Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. Innlent 14. apríl 2024 13:40
Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Innlent 13. apríl 2024 20:05
Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Innlent 13. apríl 2024 18:30
Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Innlent 12. apríl 2024 19:57
Hafa sterkar skoðanir á hrókeringum og nýrri ríkisstjórn Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Bjarna Benediktssonar fór fram í morgun. Þjóðin hefur eitt og annað við breytingarnar að athuga og flestir sem fréttastofa ræddi við voru ófeimnir við að segja sína skoðun á málunum. Innlent 12. apríl 2024 19:45
Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. Innlent 12. apríl 2024 13:56
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. Innlent 12. apríl 2024 11:54
Góðar aðgerðir skila árangri, en meira þarf til Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Skoðun 12. apríl 2024 11:01
Örvæntingaróp frá sautján ára dreng í felum Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir sautján ára dreng í gær en það fylgdi ekki sögunni að líklega stendur til að vísa honum af landi brott. Hann er í felum. Innlent 12. apríl 2024 10:23
Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Skoðun 12. apríl 2024 08:01
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11. apríl 2024 19:10
Kveðjugjöf Katrínar Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Skoðun 11. apríl 2024 17:01
Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. Innlent 11. apríl 2024 12:49
Valfrelsi í eigin sparnaði Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Skoðun 11. apríl 2024 12:31
Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. Innlent 11. apríl 2024 12:25