Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Innlent 12. desember 2023 20:52
Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Skoðun 12. desember 2023 17:31
Fækkum rauðu rósunum Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Skoðun 12. desember 2023 12:30
Svandís gerir ráð fyrir 20 prósenta afföllum Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum. Innlent 12. desember 2023 11:47
Vopnahlé strax! Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október. Skoðun 12. desember 2023 11:45
Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Skoðun 12. desember 2023 11:31
Samkeppniseftirlitið segir aðhaldskröfur ekki standast neina skoðun Samkeppniseftirlitið er harðort í viðbótarumsögn sinni um nýtt fjárlagafrumvarp og segir eftirlit með samkeppni á Íslandi í grafalvarlegri stöðu. Framlög til eftirlitsins séu lækkuð á sama tíma og umsvif í efnahagslífinu aukist. Innlent 12. desember 2023 11:22
Strangt þak á kaupauka hefur leitt til hærri launa í fjármálakerfinu Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað, segja stjórnendur fjármálafyrirtækja. Það eykur rekstraráhættu fyrirtækjanna, einkum þeirra minni. Innherji 12. desember 2023 07:01
Fauk í Guðlaug Þór á þinginu: „Nei, nei, við segjum nei!“ Umhverfisráðherra byrsti sig í óundirbúnum fyrirspurnartíma um orkumál á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan hafði kynt undir ráðherra með gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í orkumálum áður en fyrirspurn þingmanns Pírata um rafmagnsreiðhjól fyllti mælinn. Innlent 11. desember 2023 23:21
Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. Innlent 11. desember 2023 15:39
Málstefna fyrir íslenskt táknmál Í vikunni mælti menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrir þingsályktunartillögu um málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun. Þar er gengið út frá að íslenskt táknmál sé hefðbundið minnihlutamál og fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra, sbr. lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Skoðun 11. desember 2023 12:31
Hversu margir þurfa að deyja á biðlista á meðan ríkisstjórnin sefur! Síðasta föstudag greiddum við atkvæði um fjárlögin. Eitt af málum Flokks fólksins var að fá aukið fjármagn til stofnana eins og SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krýsuvíkur svo þær gætu sinnt þeim fárveiku einstaklingum sem bíða eftir hjálp. Skoðun 11. desember 2023 12:00
Segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús. Innlent 11. desember 2023 11:59
Ofbeldi á ofbeldi ofan Í síðustu viku var vinur minn sakaður opinberlega um ofbeldi. Ég hef sjaldan séð aðra eins gengisfellingu á hugtakinu „ofbeldi“ eins og í bréfinu sem sent var á stjórn VR og fjallað um í fjölmiðlum, en látum það liggja á milli hluta í bili. Skoðun 11. desember 2023 09:31
Kristrún leggur ekki áherslu á Evrópusambandið Formaður Samfylkingarinnar segir það skipta meira máli að komast til valda í málaflokkum, sem er 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina eins og að ganga í Evrópusambandið. Innlent 9. desember 2023 14:31
Hætt að versla við Kjörís vegna tengsla við dómsmálaráðherra Signý Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, kveðst vera hætt að versla við Kjörís vegna tengsla „ísdrottningarinnar“ Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirtækið en hún er einn eigenda þess. Hún segir framkoma ráðherra gagnvart hælisleitendum vera eitthvað sem siðað fólk láti ekki bjóða sér. Innlent 8. desember 2023 10:58
Ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt Félagsmálaráðherra segist ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt en það ætti hins vegar að vera markmiðið. Þingmenn vitnuðu í nýlegar skýrslur á Alþingi í dag sem sýndu að tugir þúsunda ættu erfitt með að ná endum saman og fjöldi byggi við sárafátækt. Innlent 7. desember 2023 19:31
Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Skoðun 7. desember 2023 15:00
Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði. Innlent 7. desember 2023 13:29
Orkustofnun „brestur hæfi“ til að ráðstafa forgangsraforku, að mati SI Fyrirhugað frumvarp um breytingar á raforkulögum, sem veitir Orkustofnun heimild til að veita öðrum en stórnotendum forgang að kaupum á raforku, er gagnrýnt harðlega af Samtökum iðnaðarins sem segja að með því verði samkeppnismarkaður með raforku afnuminn og miðstýring innleidd. Þá fer SI hörðum orðum um Orkustofnun, sem að mati samtakanna brestur hæfi til að fara með þau verkefni sem henni er falin í frumvarpinu, en starfshættir stofnunarinnar eru sagðir hafa „tafið verulega alla uppbyggingu í raforkukerfinu.“ Innherji 7. desember 2023 09:42
Gamli Bjarni og nýi Bjarni Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Skoðun 7. desember 2023 08:00
Fórnarkostnaður Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Skoðun 7. desember 2023 07:45
Segir gamlan vin valda sér vonbrigðum Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir gamlan vin sinn, Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar, valda sér vonbrigðum með málflutningi sínum. Báðir hafa þeir fjallað um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gær og varðaði íslensku krónuna. Viðskipti innlent 7. desember 2023 00:21
„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“ Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. Innlent 6. desember 2023 20:07
„Ég fyrirlít þessi stjórnvöld!“ Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis. Innlent 6. desember 2023 16:01
Rannsakendur trúðu varla eigin augum Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og almennt eru lífsskilyrði þess miklu verri en launafólks samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Innlent 6. desember 2023 14:02
Aðför að lánakjörum almennings Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Skoðun 6. desember 2023 10:10
Af hverju háir skattar og rándýr framtíðarstrætó? Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Skoðun 6. desember 2023 07:30
Segja íslensk stjórnvöld „í kappi að botninum“ Íslensk félagasamtök og hagsmunaaðilar segja íslensk stjórnvöld vera „í kappi að botninum“ og að ef verði af fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á lögum um útlendinga stefni íslensk stjórnvöld að því að verða „lægsti samnefnari réttinda flóttafólks á Norðurlöndum“. Innlent 6. desember 2023 06:19
Er Barnasáttmálinn einskis virði í augum stjórnvalda? Finnst ykkur í fullri alvöru ekkert athugavert við það að brottvísa 12 og 14 ára börnum á flótta undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkis Ísraels sem nú fremur hrottalegt þjóðarmorð þar sem jafnvel hvítvoðungum er ekki þyrmt? Skoðun 5. desember 2023 18:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent