Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fastan og fótboltinn fari vel saman

    Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Ætlar hann að skjóta úr þessu?“

    „Hvað er í gangi þarna, eigum við að ræða þetta eitthvað? Ég ætla að gera ráð fyrir því að hann sé á æfingasvæðinu og sé að setja boltann af þessu færi í samskeytin mjög reglulega. Annars getur ekki verið að hann fái að skjóta boltanum þaðan. Hvaða vitleysa er þetta?“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Bestu deildar Stúkunnar sem var vægast sagt hissa á tilraun Sveins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vindurinn stendur undir nafni

    Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Fannst þeir fara miklu oftar upp bak­við Kenni­e“

    Lárus Orri Sigurðsson leikgreindi viðureign KA og KR í 1. umferð Bestu deildar karla í Stúkunni að leik loknum. Farið var yfir sóknarleik heimamanna í leiknum en þær fóru flestar upp vinstri vænginn, í svæðið sem Kennie Chopart – hægri bakvörður KR – hafði skilið eftir á bakvið sig.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Leikur KR og Keflavíkur færður

    Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hemmi Hreiðars: „Við erum hundfúlir“

    Hermann Hreiðarsson var svekktur eftir að lærisveinar hans í ÍBV töpuðu gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. ÍBV var betra liðið í fyrri hálfleik en náði ekki að halda út gegn sterku liði Vals sem tók stigin þrjú í endurkomusigri, 2-1 lokatölur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag"

    „Þetta var vinnusigur en um leið og við misstum smá einbeitingu sáum við að Stjarnan er gott lið og gátu refsað okkur. Fyrst og fremst ógeðslega sáttur með liðs frammistöðuna og að halda hreinu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, miðjumaður Víkinga, eftir sigur á móti Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valur - ÍBV 2-1 | Góð endurkoma Valsmanna

    Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“

    „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Fylkir - Keflavík 1-2 | Gríðarleg dramatík í Lautinni

    Nýliðar Fylkis töpuðu 1-2 gegn Keflavík í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa komist yfir með fyrsta marki Bestu deildarinnar árið 2023. Markið skoraði Benedikt Daríus Garðarsson. Sami Kamel Jafnaði metinn á 74. mínútu og sigurmarkið skoraði svo Dagur Ingi Valsson í uppbótartíma leiksins.

    Fótbolti