

Besta deild karla
Leikirnir

Sjáðu stiklu úr þætti Baldurs um Bestu deild karla: „Það má nú alveg hætta að snjóa núna“
Annar þátturinn í þáttarröðinni Lengsta undirbúningstímabil í heimi fer í lofti á Stöð 2 Sport á sunnudaginn kemur.

Besta deildin: Leikmenn sem þurfa að gera betur
Tæpur mánuður er þar til keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst á ný. En hvaða leikmenn þurfa að gera betur í sumar en í fyrra? Vísir fer yfir tíu leikmenn sem þurfa að bæta sig frá því á síðasta tímabili.

Albert hættur: Eftir síðasta bakslag er nokkuð ljóst að fótboltinn er búinn
Albert Brynjar Ingason hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum en hann tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta.

Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn
Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins.

Keflvíkingar fá gamla Liverpool strákinn aftur
Marley Blair ætlar að taka slaginn með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Tvíhöfði í beinni frá Kópavognum: Sjáðu geggjað mark Birtu í síðasta leik
Breiðablik og ÍBV mætast tvívegis í Lengjubikarnum í fótbolta í dag og báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Myndbrot frá heimsókn Baldurs til Blika
Fyrsti þáttur af Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld en þar heimsækir Baldur Sigurðsson lið Breiðabliks.

Sjáðu stiklu úr glænýjum þáttum Baldurs um Bestu deild karla
Þættirnir Lengsta undirbúningstímabil í heimi fara í loftið á Stöð 2 Sport í kvöld en í þáttunum heimsækir knattspyrnusérfræðingurinn Baldur Sigurðsson sex félög í Bestu deild karla.

Morten Beck telur sig eiga inni fjórtán milljónir hjá FH
Danski framherjinn Morten Beck hefur ákveðið að fara í mál við knattspyrnudeild FH þar sem hann telur sig eiga inni 14 milljónir íslenskra króna hjá félaginu.

Rúnar: Er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið stefnan að yngja KR-liðið töluvert upp fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta sem hefst eftir mánuð.

„Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir jákvæða möguleika fólgna í því að liðið hafi misst fyrirliða sinn Júlíus Magnússon. Matthías Vilhjálmsson hafi þá komið sterkur inn.

Riðillinn endar á fjórum Eyjaleikjum á aðeins níu dögum
Eyjamenn spiluðu ekki einn leik fyrsta mánuðinn af Lengjubikarnum en spila svo alls fjóra leiki á níu dögum.

„Maður er hræddur og fer að hugsa um framtíðarafleiðingar“
Óttar Bjarni Guðmundsson er hættur knattspyrnuiðkun vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Hann kveðst velja fjölskylduna og heilsuna fram yfir fótboltann.

Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras
Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar.

Nýliðarnir fá sýrlenskan varnarmann frá Svíþjóð
HK-ingar, nýliðar í Bestu-deild karla í fótbolta, hafa fengið sýrlenska varnarmanninn Ahmad Faqa á láni frá sænska félaginu AIK.

Ferskir vindar í Vesturbæ: „Jákvætt í alla staði“
Ferskir vindar blása í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir komandi fótboltasumar. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR, sem er töluvert unglegri álits en í fyrra, auk þess sem stór breyting varð á hliðarlínunni.

Samþykkt ársþings KSÍ kosti sveitarfélög hundruði milljóna
Skiptar skoðanir eru um flóðlýsingarskyldu á heimvöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kostnaður af því að uppfylla kröfurnar getur numið um 100 milljónum króna á hvern völl.

Nýi norski þjálfari KR-inga nær í markvörð sem hann þekkir vel
KR-ingar eru búnir að finna markvörð til að fylla í skarðið sem Beitir Ólafsson skilur eftir sig en nú styttist óðum í að Besta deild karla í fótbolta fari af stað.

Tekur því ekki lengur sem sjálfsögðum hlut að spila fótbolta
Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla tekur Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson því að spila fótbolta ekki lengur sem sjálfgefnum hlut.

Grótta býður Pétur Theodór velkominn aftur á Nesið
Pétur Theodór Árnason er genginn í raðir Gróttu á nýjan leik. Hann kemur til liðsins á láni frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Hallur farinn frá KR
Færeyski landsliðsmaðurinn Hallur Hansson er á förum frá KR. Hann og félagið komust að samkomulagi um samningslok.

„Sama hvar þú ert í þjóðfélaginu þarftu spark í rassgatið öðru hverju“
Víkingar þurftu spark í rassgatið eftir misgóða frammistöðu á Reykjavíkurmótinu í vetur segir þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson. Liðið hefur tekið við sér síðan og vann Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir að þjálfarinn hafi verið uppi í stúku.

Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tímabær skref
Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni.

Lettneskt lið vill bikarmeistarann Loga
Víkingurinn Logi Tómasson er eftirsóttur maður en Riga frá Lettlandi gerði á dögunum tilboð í drenginn. Bikarmeistarar Víkings afþökkuðu pent.

Flóðljós og ljósleiðari verði skylda á Íslandi
Heimavellir allra liða í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta á Íslandi verða vel flóðlýstir og með ljósleiðaratengingu innan 1-3 ára samkvæmt tillögum sem kosið verður um á ársþingi KSÍ á Ísafirði um helgina.

Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“
Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi.

Óvæntur sigur í Breiðholtinu og sex marka jafntefli á Nesinu
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld þar sem Leiknir vann óvæntan 2-0 sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í riðli 2 og Grótta og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í riðli 3.

Meistararnir fá Oliver
Íslandmeistarar Breiðabliks í fótbolta hafa fengið til sín Skagamanninn Oliver Stefánsson frá Norrköping í Svíþjóð. Hann skrifaði undir samning við Blika sem gildir næstu þrjár leiktíðir eða út árið 2025.

Besta deildin hækkar sig um fjögur sæti á fyrsta ári
Íslenska úrvalsdeildin í fótbolta, betur þekkt sem Besta deildin, er komin upp í 48. sæti á nýjum styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu.

Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið
Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið.