Erna Björk getur spilað með Blikum í sumar - krossbandið ekki slitið Erna Björk Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, getur eftir allt saman spilað með Breiðabliki í sumar en Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Breiðabliks staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Erna Björk sé ekki með slitið krossband eins og haldið var. Íslenski boltinn 15. maí 2010 14:00
Úrslit dagsins í Pepsi-deild kvenna Fyrstu leikirnir i Pepsi-deild kvenna fóru fram í dag og lokaleikur umferðarinnar, Grindavík-Þór/KA, hófst klukkan 16.00. Íslenski boltinn 13. maí 2010 16:27
Pepsi-deild kvenna: Breiðablik lagði Fylki Breiðablik vann afar sanngjarnan sigur á Fylki, 3-1, er liðin mættust á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íslenski boltinn 13. maí 2010 15:42
Valur vann Meistarakeppni kvenna fjórða árið í röð Valskonur eru Meistarar meistaranna fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum eftir 4-0 sigur á Breiðablik í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Valur komst í 1-0 í upphafi leiks og bætti síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 7. maí 2010 22:00
Valsstúlkur deildabikarmeistarar Valur varð deildabikarmeistari kvenna í dag eftir sigur á Fylki í úrslitaleik í Kórnum 2-0. Fótbolti 2. maí 2010 16:45
FH-konur unnu b-deild Lengjubikars kvenna Nýliðar FH í Pepsi-deild kvenna eru b-deildarmeistarar í Lengjubikar kvenna eftir að Haukum mistókst að vinna ÍBV í gær í lokaleik b-deildarinnar. Íslenski boltinn 2. maí 2010 07:00
Byrjunarlið kvennalandsliðsins gegn Serbíu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gærkvöldi byrjunarliðið fyrir mikilvægan leik gegn Serbíu í undankeppni fyrir HM 2011. Íslenski boltinn 27. mars 2010 11:45
Kristín Ýr með tvö í 5-0 sigri Vals á Blikum Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val þegar liðið vann 5-0 sigur á Breiðabliki á gervigrasvellinum að Hlíðarenda í kvöld en leikurinn var í A-deild Lengjubikarsins. Íslenski boltinn 22. mars 2010 22:55
Þorkell Máni hættur að þjálfa Stjörnuna Kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu missti þjálfarann sinn í kvöld þegar Þorkell Máni Pétursson fór fram á að verða leystur undan samningi. Stjórn knattspyrnudeildar varð við þeirri beiðni. Íslenski boltinn 17. mars 2010 22:03
Sigurður Ragnar: Erfiðara og erfiðara að velja Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. Íslenski boltinn 16. mars 2010 18:15
Hópur kvennalandsliðsins gegn Serbíu og Króatíu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, kynnti í hádeginu leikmannahóp sinn sem mætir Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Íslenski boltinn 16. mars 2010 13:23
Bikarúrslit karla og kvenna um sömu helgi Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að bikarúrslitaleikur kvenna skildi fara fram sömu helgi og karlaleikurinn. Úrslitaleikurinn hjá konunum verður því sunnudaginn 15. ágúst. Íslenski boltinn 12. mars 2010 16:00
Stelpurnar unnu Portúgal örugglega Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í níunda sæti á Algarve Cup. Liðið vann Portúgal 3-0 í leik um þetta sæti mótsins. Íslenski boltinn 3. mars 2010 14:53
Stelpurnar mæta Portúgal á miðvikudag Ljóst er að Portúgal verður mótherji íslenska kvennalandsliðsins á Algarve Cup á miðvikudag. Liðin leika þá um níunda sætið á mótinu. Fótbolti 1. mars 2010 21:15
Aftur tap hjá stelpunum okkar - Nú fyrir Noregi Íslenska kvennalandsliðið lék í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve-bikarsins. Leikið var gegn Noregi og tapaði Ísland 2-3. Íslenski boltinn 1. mars 2010 17:27
Sigurður Ragnar: Dýrt að klúðra vítum Það var smá ryð í okkur í upphafi leiksins en við unnum okkur svo vel inn í leikinn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 2-0 tap gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup í dag. Íslenski boltinn 24. febrúar 2010 18:04
Tveggja marka tap fyrir Bandaríkjunum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Bandaríkjunum, 2-0, í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu. Íslenski boltinn 24. febrúar 2010 17:14
Valur Reykjavíkurmeistari kvenna Valsstúlkur urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í kvennaflokki í knattspyrnu en liðið lagði þá Fylki í úrslitaleik. Íslenski boltinn 14. febrúar 2010 08:00
Hrefna Huld í Þrótt Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun ekki spila í Pepsi-deild kvenna næsta sumar því hún er búin að skrifa undir eins árs samning við 1. deildarlið Þróttar. Íslenski boltinn 3. janúar 2010 17:30
Katrín og Kristín áfram hjá Val Katrín Jónsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skrifuðu í vikunni undir nýjan samning við Val og spila því með liðinu á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 9. desember 2009 20:30
Guðrún Jóna tekin við kvennaliði KR Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs KR en eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna var endalega staðfest á blaðamannafundi í KR-heimilinu nú rétt áðan. Guðrún Jóna hætti nýverið sem þjálfari Aftureldingar og Fjölnis en það lak út löngu áður að hún hefði gert samkomulag um að taka við KR af þeim Írisi Björk Eysteinsdóttur og Kristrúnu Lilju Daðadóttur. Íslenski boltinn 19. nóvember 2009 11:55
Zver áfram með Þór/KA - nokkur lið voru á eftir henni Framherjinn Mateja Zver hefur náð samkomulagi við Pepsi-deildarfélag Þór/KA um að vera áfram í herbúðum félagsins og spila með því næsta sumar. Fótbolti 13. nóvember 2009 22:30
Óvíst hvað Ásta gerir - Tyresö vill halda henni áfram Samningur landsliðskonunnar Ástu Árnadóttur við Tyresö í Svíþjóð er útrunninn en félagið vann sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í haust. Sport 13. nóvember 2009 00:01
Malmö hefur áhuga á Söru LdB FC Malmö, eitt stærsta félagið í Svíþjóð, hefur sýnt Blikanum Söru Björk Gunnarsdóttur áhuga. Dóra Stefánsdóttir hefur leikið með félaginu undanfarin ár og þá er Þóra B. Helgadóttir nýgengin í raðir félagsins frá Kolbotn í Noregi. Sport 13. nóvember 2009 00:01
Þór/KA fær liðsstyrk - Podovac komin frá Fylki Þór/KA náði sínum besta árangri í sögu félagsins í efstu deild kvenna í fótbolta í sumar þegar Norðanstúlkur enduðu í þriðja sæti í Pepsi-deildinni en Þór/KA er strax byrjað að styrkja sig fyrir átökin næsta sumar. Íslenski boltinn 20. október 2009 19:30
Guðrún Jóna samningsbundin Aftureldingu Forráðamenn Aftureldingar segja að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sé samningsbundin félaginu og hafi því ekki leyfi til að semja við KR. Íslenski boltinn 16. október 2009 13:30
Guðrún Jóna tekur við KR Samkvæmt heimildum Vísis verður Guðrún Jóna Kristjánsdóttir næsti þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Íslenski boltinn 15. október 2009 23:14
Katrín: Þetta var bara ekki okkar dagur „Þetta var mjög erfitt og við vissum að við þyrftum að eiga toppleik til þess að komast áfram en það tókst því miður ekki. Við þurftum náttúrulega að taka áhættu og færa liðið framar á völlinn eftir tapið í fyrri leiknum og það bauð hættunni heim og þær ítölsku kunnu að nýta sér það. Íslenski boltinn 7. október 2009 18:45
Freyr: Svekktur að fara ekki áfram en stoltur af liðinu „Þetta var bara eltingarleikur fyrir okkur og þá sérstaklega eftir að þær komust yfir. Það var mjög svekkjandi og gerði okkur óneitanlega erfitt fyrir. Íslenski boltinn 7. október 2009 18:30
Valur úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Torres Valur tapaði 1-2 gegn ítalska liðinu Torres í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar UEFA kvenna á Vodafonevellinum í dag en staðan í hálfleik var 0-1 fyrir gestina. Sport 7. október 2009 17:21