
Breiðablik heldur áfram að sækja leikmenn
Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún kemur frá Haukum en var í láni hjá Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð.
Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún kemur frá Haukum en var í láni hjá Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð.
Gulu spjöldin og refsingar vegna þeirra voru til umræðu á Formanna- og framkvæmdastjórarfundi Knattspyrnusambands Íslands.
Keflavík hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn sem báðar fylgja nýjum þjálfara liðsins úr Eyjum.
Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.
FH leikur í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð og hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. Í dag tilkynnti liðið að tveir ungir og efnilegir leikmenn hefðu samið við FH.
Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara.
Sænska úrvalsdeildarliðið Örebro verður ekki Íslendingalaust á næsta tímabili því Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur samið við það til tveggja ára.
Shaina Ashouri mun spila með FH-ingum á nýjan leik á næstu leiktíð, að þessu sinni í Bestu deildinni eftir að liðið vann sig upp úr Lengjudeild í sumar.
Íslenskur Toppfótbolti gerði upp fyrstu Bestu deildina með nýjum verðlaunum og þau voru afhent á dögunum.
„Ég er mjög ánægð og spennt fyrir þessu verkefni. Búið að hafa sinn aðdraganda en ég er mjög spennt og hlakka til,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, nýjasti leikmaður Breiðabliks, viðtali við Stöð 2 og Vísi.
Sóknarmaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika meið liðinu næstu tvö tímabil í Bestu deild kvenna. Katrín kemur frá Stjörnunni, silfurliði Bestur deildarinnar í sumar.
KR hefur samið við Perry Mclachlan um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í KR en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. KR segir frá þessu á heimasíðu sinni.
Búlgarinn Todor Hristov er nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hristov er vel kunnugur starfinu í Vestmannaeyjum.
Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val og kærasta hans, landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir, kannar nú möguleika sína á að spila sem atvinnumaður erlendis.
Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún var samningsbundin Íslandsmeisturum Vals.
Nýkrýndir Noregsmeistarar Brann tilkynntu í dag um að félagið hafi samið við íslenska miðvörðinn Natöshu Anasi.
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er gengin í raðir Vals frá Aftureldingu. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistarana.
Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði.
Kvennalið FH hefur gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni en liðið vann sér sæti í deild þeirra bestu í sumar.
Knattspyrnukonan Andrea Mist Pálsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna frá Þór/KA og mun spila með liðinu næstu árin.
Þrátt fyrir að hafa lagt takkaskóna á hilluna verður Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, eða Adda eins og hún er kölluð, áfram starfandi hjá Val næstu misserin.
Danielle Marcano spilaði einkar vel með Þrótti Reykjavik í Bestu deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Hún hefur nú söðlað um og samið við tyrkneska liðið Fenerbahçe en það er staðsett í Istanbúl.
Karlalið Breiðabliks tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn þegar liðið fær Víking í heimsókn í lokaumferð deildarinnar. Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar að Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum.
Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, segir að félagið muni bregðast við því ef markahrókarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir kveðji félagið í vetur.
Markadrottningin og nýja landsliðskonan Jasmín Erla Ingadóttir hefur rift samningi sínum við Stjörnuna og stefnir á atvinnumennsku. Katrín Ásbjörnsdóttir, sem varð þriðja markahæst í Bestu deildinni, hefur einnig nýtt ákvæði til að rifta samningi við félagið.
Knattspyrnuráð ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ráðið hafnar alfarið ásökunum um að aðbúnaði kvennaliðs félagsins hafi með ýmsum hætti verið ábótavant á nýafstaðinni leiktíð.
„Þau gerðu þetta í gegnum tölvupóst fyrir 3-4 dögum,“ segir Jonathan Glenn sem þrátt fyrir frábæran árangur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV í fótbolta í sumar hefur nú verið rekinn úr starfi.
Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. ÍBV er harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum fyrir ákvörðunina, meðal annars frá leikmönnum íslenska landsliðsins.
Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð.
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Nike. Það þýðir að lið Breiðabliks í Bestu deild karla mun klæðast búningum frá Nike þegar liðið hefur titilvörn sína vorið 2023.