Geta hlaðið bíla sína frítt N1 hefur opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins. Innlent 10. febrúar 2024 13:29
Rafmagnssportjeppinn Volvo EX30 frumsýndur - nettur, snjall og 100% rafmagn Volvo frumsýnir rafmagnssportjeppann Volvo EX30 í Brimborg í Reykjavík og á Akureyri. Frumsýningin hefst á morgun laugardag og stendur út febrúar. Allir sem reynsluaka Volvo EX30 í febrúar fara í reynsluaksturslukkupott þar sem hægt er að vinna frí afnot af Volvo rafbíl í marsmánuði. Samstarf 9. febrúar 2024 12:04
Frumsýning á Opel Corsa hefst í dag hjá Brimborg Nýr Opel Corsa Electric verður frumsýndur dagana 8.-17. febrúar í Brimborg Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Samstarf 8. febrúar 2024 08:42
Eiga á fjórða hundrað bíla í Hveragerði Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum. Lífið 5. febrúar 2024 20:30
Bílastæðagjald fyrir jepplinga hækkað í 2.700 krónur fyrir klukkustund Eigendur jepplinga þurfa nú að greiða átján evrur fyrir að leggja bifreið sinni í klukkustund í miðborg Parísar. Gjaldið var áður sex evrur en 54,55 prósent íbúa í miðborginni greiddu atkvæði með tillögu um að þrefalda það. Erlent 5. febrúar 2024 07:52
Bifreiðaverkstæði styrkjast með tilkomu Motor Partner Undanfarinn rúmlega áratug hefur samkeppni á bifreiðaverkstæðamarkaði aukist mikið um allan heim en ný tækni í bílum krefst nýrrar nálgunar og tækni til viðgerða. Því hefur aldrei verið nauðsynlegra en í dag að styrkja rekstur bifreiðaverkstæða, meðal annars með aukinni þekkingu, þjálfun og réttri markaðssetningu. Samstarf 26. janúar 2024 08:46
Bruni í bílskúr í Suðurhvammi í nótt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 26. janúar 2024 08:36
Varanlega hreyfihömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vottorði Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð. Innlent 24. janúar 2024 18:55
Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð. Neytendur 24. janúar 2024 09:50
Sigurður G. vafði rafmagnsbíl sínum um ljósastaur Mikil ofankoma með hálku á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur sett strik í reikninginn. Einn þeirra sem lenti í umferðaróhappi var Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. Innlent 18. janúar 2024 11:23
Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. Neytendur 17. janúar 2024 10:44
Bíl ekið ofan í Elliðaár Bíll hafnaði út í Elliðaám í dag en engan sakaði. Þetta staðfestir Loftur Þór Einarsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Innlent 14. janúar 2024 15:31
Tryllt Teslu ljósasýning í skítaveðri Íslenskir Teslueigendur létu sitt ekki eftir liggja þegar ljósasýning með dynjandi jólatónlist undir fór fram í 35 löndum heimsins. Fólkið lét ömurlegt veður ekki koma í veg fyrir stuð og stemmningu. Lífið 12. janúar 2024 22:00
Kílómetragjald á landsbyggðina? Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Skoðun 12. janúar 2024 07:00
Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. Neytendur 11. janúar 2024 08:00
Tekur við forstjórastólnum af eigandanum Um nýliðin áramót tók Brynjar Elefsen Óskarsson við sem forstjóri bílaumboðsins BL ehf.. Hann tekur við af Ernu Gísladóttur, eiganda BL, sem hefur verið forstjóri félagsins síðastliðin 11 ár. Viðskipti innlent 10. janúar 2024 12:11
Stórsýning hjá Toyota á laugardaginn Nýtt ár byrjar að venju með krafti hjá Toyota. Laugardaginn 6. janúar verður risastór þrettándasýning hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Samstarf 5. janúar 2024 08:47
Ellefu þúsund bílaeigendur skráð kílómetrastöðu í nýja kerfinu Tuttugu prósent þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa skráð kílómetrastöðu ökutækja sinna í nýtt kerfi. Kílómetragjald lagðist á slíka bíla um áamót. Viðskipti innlent 4. janúar 2024 14:49
Gil de Ferran er látinn Gil de Ferran, brasilískur ökuþór og sigurvegari Indianapolis 500 kappakstursins lést úr hjartaáfalli í gær. Hann var 56 ára að aldri. Sport 30. desember 2023 23:46
Hvenær ætlum við að gera eitthvað fyrir einkabílinn? Fyrir ekki svo löngu var ég að spjalla við samstarfsfélaga minn sem hafði mikið að segja um aðförina að einkabílnum. Hún væri raunar svo slæm að hann hafði hreinlega gefist upp. Það var þrengt svo mjög að bílnum, að hann ákvað að losa sig við hann fyrir fullt og allt og taka upp bíllausan lífsstíl, eða því sem næst. Skoðun 29. desember 2023 08:01
Lögreglan leitar að grárri Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir grárri Toyotu, sem er nánar tiltekið af gerðinni C-HR Hybrid. Innlent 28. desember 2023 16:35
Úr rafhlaupahjólum og snjallryksugum í sinn fyrsta rafbíl Kínverski tæknivöruframleiðandinn Xiaomi svipti í dag hulunni af fyrsta bílnum sem fyrirtækið hyggst framleiða. Bíllinn verður rafbíll og ætlar kínverska fyrirtækið sér að verða eitt af fimm stærstu bílframleiðendum veraldar. Viðskipti erlent 28. desember 2023 14:22
„Nú kemst ég að því hvernig er að deyja“ Litlu mátti muna þegar Sigurjón Axel Guðjónsson lenti í árekstri við stóran flutningabíl á hringveginum að kvöldi til þann 22. desember í síðustu viku. Myndband úr bíl hans sýnir áreksturinn. Þar sést þegar tengivagn vörubílsins birtast skyndilega á röngum vegarhelmingi og fer utan í bíl Sigurjóns. Betur fór en á horfðist, en Sigurjón slapp með smávægileg meiðsli. Innlent 28. desember 2023 13:56
Rótarýfélagar gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga hafa tekið að sér stórt verkefni en það er að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar, sem er orðin gömul og lúin enda orðin sextíu ára gömul. Rútan er í geymslu hjá Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Innlent 26. desember 2023 20:31
Loksins rafmagns sportjeppi frá Porsche Á nýju ári verða 10 ár liðin frá því Porsche Macan kom á markað. Porsche Macan er án efa mikilvægasti hlekkurinn í sterkri keðju Porsche bíla en til að mynda tók hann aðeins þrjú ár að verða söluhæsti bíll merkisins. Lífið samstarf 25. desember 2023 11:01
Eigendur skrái kílómetrastöðu í janúar Alþingi samþykkti um helgina frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á rafmagns, vetnis-og tengiltvinnbíla í flokki fólks- og sendibíla. Fyrsta skráning eigenda á kílómetrastöðu á að fara fram fyrir 20. janúar næstkomandi. Innlent 18. desember 2023 17:48
Glæsikerran fór beint á sölu Svartur Porsche Cayanne, sem Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, gaf kærustu sinni Hafdísi Björg Kristjánsdóttur í snemmbúna jólagjöf, er kominn á sölu. Kristján segir Hafdísi einfaldlega langa í annan bíl. Lífið 18. desember 2023 15:18
Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. Viðskipti erlent 13. desember 2023 23:59
Rafbílar á einstöku tilboði á lokadögum rafbíladaga Volvo Það er komið að lokadögum rafbíladaga Volvo. Komdu og tryggðu þér rafbíl á frábæru tilboði. Lífið samstarf 7. desember 2023 11:33
Segir óvissu vegna rafbílasölu á nýju ári of mikla Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri B&L segist hafa áhyggjur af stöðu rafbílasölu í landinu og segir óljósar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða aðgerðir taki gildi um áramót. Skattspor rafbíla sé að aukast of hratt. Viðskipti innlent 6. desember 2023 09:47
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent