Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Ætla ekki að koma með söluræðu“

    Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar

    Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“

    Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“

    Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Finnur útskýrir fjarveru sína

    Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því

    „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara

    Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna.

    Körfubolti