Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „KR verður með í úrslitakeppninni“

    KR tapaði fyrir Keflavík í framlengdum leik í gærkvöldi, 110-106. KR er í flókinni stöðu þar sem liðið er í níunda sæti með 16 stig en á þó leik til góða á Breiðablik sem er í áttunda sæti með sama stigafjölda.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega

    Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt

    Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Baldur Þór: Við höfum trú á þessu

    Tindastóll vann mikilvægan heimasigur á Stjörnunni. Lokatölur 94-88 og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, segir að hann og leikmenn liðsins hafi trú á verkefninu sem framundan er.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistararnir felldu nafna sína

    Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan sjö stiga sigur, 95-88, er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Tap Akureyringa þýðir að liðið er fallið úr efstu deild.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Njarð­vík  116-120 | Njarð­víkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik

    Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur

    Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór tekur við Grinda­vík

    Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

    Körfubolti