Íslandsmeistararnir sækja argentínskan liðsstyrk Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn hafa samið við Luciano Massarelli, argentínskan leikstjórnanda, fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 5. september 2021 11:00
Kári Jónsson gengur til liðs við Valsmenn Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við íslenska landsliðsmanninn Kára Jónsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Körfubolti 28. ágúst 2021 19:12
Lið Stjörnunnar fullskipað en ekki með NBA-leikmanni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tryggt sér krafta Bandaríkjamannsins Roberts Turner sem mun leika með liðinu í vetur. Turner tekur við af Ægi Þór Steinarssyni sem leikstjórnandi Stjörnunnar en Ægir leikur á Spáni í vetur. Körfubolti 27. ágúst 2021 16:00
„Fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu“ Útlit er fyrir að einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar í körfubolta síðustu ár, hinn 26 ára gamli KR-ingur Matthías Orri Sigurðarson, dragi sig í hlé. Hann segir ástríðuna fyrir körfuboltanum einfaldlega hafa minnkað. Körfubolti 27. ágúst 2021 07:31
Þór Akureyri fær írskan liðsstyrk Þórsarar frá Akureyri hafa samið við írska landsliðsmanninn Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Blount kemur frá Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni. Körfubolti 24. ágúst 2021 22:00
Fyrrverandi NBA-leikmaður sagður á leið til Stjörnunnar Bandaríkjamaðurinn Josh Selby er sagður vera á leið til karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann á að baki leiki með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni vestanhafs. Körfubolti 23. ágúst 2021 19:34
Sinisa Bilic til liðs við nýliða Breiðabliks Slóveninn Sinisa Bilic mun leika með nýliðum Breiðabliks á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá Val, en hann hefur einnig leikið með Tindastól í efstu deild á Íslandi. Körfubolti 19. ágúst 2021 23:31
Stjörnumenn fá slóvenskan liðsstyrk Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við Slóvenann David Gabrovsek um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla. Körfubolti 17. ágúst 2021 23:30
Ty Sabin yfirgefur KR Bandaríski körfuboltamaðurinn Tyler Sabin hefur yfirgefið herbúðir KR og heldur nú til Ítalíu þar sem hann mun spila með San Sevro. Körfubolti 13. ágúst 2021 22:31
Nat-vélin samdi við Stjörnuna Íslenski landsliðsmiðherjinn Ragnar Nathanaelsson mun spila áfram í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi tímabili. Körfubolti 9. ágúst 2021 13:45
Helgi gat ekki sagt nei: „Hafði hugsað mér að taka pásu frá körfuboltanum“ Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils. Körfubolti 6. ágúst 2021 19:00
Helgi Már tekur við KR Helgi Már Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við KR og Jakob eins árs samning. Körfubolti 6. ágúst 2021 10:21
Grindavík berst mikill liðsstyrkur bæði karla- og kvennamegin Grindavík hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta. Liðið hefur fengið bæði karlkyns og kvenkyns leikmann frá Bandaríkjunum auk þess sem Spánverjinn Ivan Aurrecoechea kemur til liðsins frá Þór á Akureyri. Körfubolti 4. ágúst 2021 19:00
Keflavík fær Ítala sem lék ekki í tæp þrjú ár vegna hjartavandamála Keflavík hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta í haust. Liðið samdi í dag við framherjann David Okeke frá Ítalíu. Körfubolti 3. ágúst 2021 22:00
CJ Burks búinn að semja í Úkraínu Körfuknattleiksmaðurinn CJ Burks mun ekki leika með Keflavík í Dominos deildinni í körfubolta á komandi leiktíð. Körfubolti 1. ágúst 2021 08:00
Pablo Bertone semur við Val Ítalski Argentínumaðurinn Pablo Bertone hefur samið við Val um að leika með liðinu í Dominos deildinni á komandi leiktíð. Körfubolti 30. júlí 2021 22:01
Ungu Stjörnustrákarnir yfirgefa félagið í körfuboltanum Karlakörfuboltalið Stjörnunnar hefur misst tvo unglingalandsliðsmenn í önnur félög á síðustu dögum og áður höfðu tvíburarnir af vestan einnig snúið til sín heima. Körfubolti 30. júlí 2021 18:01
Larry Thomas yfirgefur Íslandsmeistarana Larry Thomas, bakvörður Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn, hefur samið við lettneska félagið BK Ventspils um að leika með félaginu á komandi tímabili. Körfubolti 24. júlí 2021 21:00
Hilmar frá Valencia til Stjörnunnar Hilmar Smári Henningsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá spænska liðinu Valencia og mun leika með Garðbæingum í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur. Körfubolti 21. júlí 2021 20:16
Deane Williams kveður Domino's deildina Deane Williams mun ekki leika með deildarmeisturum Keflvíkingum á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann hefur samið við Saint Quentin sem leika í næst efstu deild í Frakklandi. Körfubolti 20. júlí 2021 21:30
Ægir Þór aftur út í atvinnumennsku Ægir Þór Steinarsson hefur samið við spænska liðið Gipuzkoa Basket á Spáni um að leika með félaginu á næsta tímabili. Körfubolti 20. júlí 2021 18:45
Keflavík fær liðsstyrk frá Íslandsmeisturunum Körfuboltamaðurinn Halldór Garðar Hermannsson er genginn í raðir Keflavíkur frá Íslandsmeisturum Þórs Þ. Körfubolti 14. júlí 2021 07:31
Stólarnir halda áfram að safna liði: Hafa samið við sænskan landsliðsmann Tindastóll heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil og hefur nú samið við reynslumikinn sænskan landsliðsmann. Körfubolti 12. júlí 2021 11:27
„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. Körfubolti 2. júlí 2021 13:01
KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. Körfubolti 1. júlí 2021 17:00
Tindastóll fær verðlaunavarnarmann sem tók þátt í nýliðavali NBA Tindastóll heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir næstu körfuboltaleiktíð eftir vonbrigðaniðurstöðu á síðustu leiktíð þar sem liðinu var sópað út af Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 1. júlí 2021 13:00
Írskur landsliðsmaður fylgdi Arnari á Krókinn Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að semja við leikmenn og hefur tryggt sér krafta Taiwo Badmus á næstu leiktíð. Körfubolti 30. júní 2021 12:22
„Ekki verðlaunin sem ég var að sækjast eftir“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valinn besti leikmaður tímabilsins í Domino's deild karla en hann hefði viljað skipta verðlaununum út fyrir Íslandsmeistaratitil. Körfubolti 29. júní 2021 19:31
Sara og Hörður best en Styrmir og Elísabeth efnilegust Leikmenn ársins í Dominos-deildunum í körfubolta koma ekki úr Íslandsmeistaraliðunum heldur úr karlaliði Keflavíkur og kvennaliði Hauka. Körfubolti 29. júní 2021 13:00
Slökktu fyrst á deildarmeisturum Keflavíkur og svo í gosinu Keflvíkingar voru ekki búnir að tapa leik síðan í febrúar þegar þeir mættu Þórsurum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta. Þór vann þrjá af fjórum leikjum og tyggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Körfubolti 29. júní 2021 11:30