Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Innlent 24. júlí 2019 06:00
Er ráðlagt að slitastjórnarmenn séu skipaðir skiptastjórar? Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem falin er meðferð þrotabúa, njóti almenns trausts og virðingar. Skoðun 23. júlí 2019 14:51
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 19:00
Sagði lögreglu að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Innlent 19. júlí 2019 15:49
Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 12:00
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 09:54
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Innlent 18. júlí 2019 17:41
Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. Innlent 18. júlí 2019 12:22
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Viðskipti innlent 18. júlí 2019 11:04
Breyta þarf lögum ef dómar MDE eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. Innlent 17. júlí 2019 18:00
Hótaði því að drekka blóð lögreglumanns og nefbraut konu í Keiluhöllinni Landsréttur úrskurðaði í dag karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Innlent 17. júlí 2019 17:48
Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. Innlent 17. júlí 2019 08:40
Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Innlent 17. júlí 2019 06:00
Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Innlent 16. júlí 2019 12:30
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. Innlent 16. júlí 2019 09:12
Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Dómþolar hæstu sekta fara í fangelsi borgi þeir ekki, samkvæmt tillögum starfshóps. Samfélagsþjónusta verði ekki í boði fyrir þann hóp og fangapláss tryggð vegna vararefsinga. Innheimtuhlutfall hæstu sekta undir tveimur prósentum. Innlent 16. júlí 2019 06:00
Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. Innlent 15. júlí 2019 06:00
Reyndi að stinga mann með stórum eldhúshníf en fékk að kenna á hafnaboltakylfu Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Innlent 13. júlí 2019 13:25
Efast um tölurnar í dómnum Bróðir fatlaðs manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi forstöðumanns hjá Ísafjarðarbæ dregur í efa að upplýsingarnar sem koma fram í dómi héraðsdóms yfir forstöðumanninum séu réttar. Innlent 13. júlí 2019 07:00
Úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til hann verður fluttur frá landi Þriðjudaginn 9. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur úrskurð hæstaréttar í máli hælisleitanda sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald 6. júlí síðastliðinn á grundvelli laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Innlent 12. júlí 2019 11:07
Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Innlent 11. júlí 2019 12:45
Ólafur bóndi telur listrænt framlag Svenna í Plúsfilm lítið Heimilisfólkið á Þorvaldseyri telur myndefnið í Eyjafjallajökull Erupts að fullu í sinni eigu. Innlent 11. júlí 2019 12:45
MDE dæmir Exeter-mál á þriðjudaginn Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu á þriðjudag, 17. júlí. Styrmir, sem er fyrrverandi forstjóri MP banka, var árið 2013 dæmdur af Hæstarétti Íslands til eins árs fangelsis í hinu svokallaða Exeter-máli. Styrmir kvartaði til Mannréttindadómstólsins sem tók málið til meðferðar vorið 2016. Innlent 11. júlí 2019 07:15
Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu. Innlent 11. júlí 2019 07:00
Misnotaði traust aldraðrar frænku og fékk 30 milljónir í plastpoka Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Innlent 10. júlí 2019 17:00
Örkumla eftir að ekið var á hann á gangbraut 62 ára karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna af sér stórfellt gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. Innlent 10. júlí 2019 11:49
Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Innlent 9. júlí 2019 15:53
Reyndi að fá unga stúlku í nektarmyndatöku: „Hrein mey?“ Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu karlmanns sem braut barnaverndarlög með því að senda stúlku klúr skilaboð í júlí 2016. Innlent 9. júlí 2019 15:06
Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. Innlent 9. júlí 2019 14:05
Braut á minni máttar og sýndi vinkonu sinni á Skype Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Innlent 9. júlí 2019 14:04