Fólk að stelast að gosinu í glórulausum aðstæðum Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir margvíslegar ástæður fyrir því að gosstöðvunum hafi verið lokað í morgun. Sumir reyni að stelast til að komast að þeim, fram hjá lögreglunni. Innlent 13. júlí 2023 16:51
„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. Innlent 13. júlí 2023 15:14
Hemjum hamfarahamingjuna Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Skoðun 13. júlí 2023 15:01
Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. Innlent 13. júlí 2023 14:28
Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Innlent 13. júlí 2023 13:12
Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. Innlent 13. júlí 2023 10:54
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. Innlent 13. júlí 2023 10:19
Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. Innlent 13. júlí 2023 07:54
Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. Innlent 13. júlí 2023 06:52
„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. Innlent 13. júlí 2023 06:45
„Það er enginn að fara að koma þér til bjargar“ Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir dæmi um að fólk fari ekki að tilmælum björgunarsveitarfólks og sé „óvenju fífldjarft“ við eldgosið. Sumir hafi gengið inn á nýrunnið hraun og jafnvel upp á gígbarma. Lítið sé hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraun með skelfilegum afleiðingum. Innlent 12. júlí 2023 23:55
Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. Innlent 12. júlí 2023 23:35
Varla komin aftur eftir að hafa flúið gosið fyrir tveimur árum Eigendur Ísólfsskála, sem flúðu með allt lauslegt verðmæti af jörðinni vegna yfirvofandi hraunflóðs úr Geldingadölum fyrir tveimur árum, voru varla byrjaðir að koma sér fyrir aftur núna í sumar þegar enn eitt eldgosið brast á. Þeir vonast þó til að jörðinni stafi ekki ógn af nýjasta gosinu. Innlent 12. júlí 2023 22:24
Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. Innlent 12. júlí 2023 20:34
Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. Innlent 12. júlí 2023 19:22
Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. Innlent 12. júlí 2023 17:30
Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. Innlent 12. júlí 2023 15:17
Gjaldskylda hafin á bílastæðunum við gossvæðið Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið. Innlent 12. júlí 2023 14:30
Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Innlent 12. júlí 2023 12:19
Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. Innlent 12. júlí 2023 11:44
Kvikan ólgar og iðar í sumarnæturrökkrinu Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega. Innlent 12. júlí 2023 09:39
Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Innlent 12. júlí 2023 08:34
Vaktin: Allt sem þú þarft að vita á þriðja degi eldgoss Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Litla-Hrút í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingur segir „malla“ í gígnum sem hefur verið að myndast og hraun dreifist út frá honum. Innlent 12. júlí 2023 06:48
Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. Innlent 11. júlí 2023 23:28
Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Innlent 11. júlí 2023 21:35
Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. Innlent 11. júlí 2023 21:14
Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. Innlent 11. júlí 2023 17:57
Igor og Wojciech fyrstu ferðamennirnir að gosinu Það má segja að Pólverjarnir Igor og Wojciech séu lukkunnar pamfílar. Þeir eru fyrstu ferðamennirnir sem hleypt var inn á svæðið við gosstöðvarnar á Reykjanesi. Innlent 11. júlí 2023 16:50
„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Innlent 11. júlí 2023 16:42
Opnað inn á gossvæðið frá Suðurstrandarvegi Opnað hefur verið inn á gossvæðið við Litla-Hrút frá Suðurstrandarvegi en ekki frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 11. júlí 2023 15:03