Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. Innlent 10. maí 2021 15:53
Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. Innlent 10. maí 2021 13:35
Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. Innlent 9. maí 2021 10:25
Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. Innlent 8. maí 2021 14:09
Gosfólkið hámar í sig pylsurnar í stórum stíl Slysavarnadeildin Þórkatla hefur komið upp sölugámi, sem kallast Ellubúð, við göngustíginn, sem liggur að gosstöðvunum við Fagradalsfjall og hefur algerlega slegið í gegn. Innlent 7. maí 2021 13:20
Aðgengið bætt að gosstöðvunum með nýjum stíg Þeir sem lögðu leið sína á gosstöðvarnar í gærkvöldi voru þeir fyrstu sem fengu að ganga nýlagðan stíg á A-leiðinni svokölluðu sem auðveldar aðgengið til muna. Innlent 7. maí 2021 11:25
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. Innlent 6. maí 2021 21:41
Flutt slösuð frá gosstöðvunum í gærkvöldi Kona var flutt frá gosstöðvunum í Geldingadölum á Reykjanesskaga í gærkvöldi en óttast var að hún hefði fótbrotnað. Innlent 6. maí 2021 07:12
Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. Innlent 5. maí 2021 21:41
Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu. Innlent 5. maí 2021 12:04
Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. Innlent 5. maí 2021 11:24
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. Innlent 4. maí 2021 23:04
Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. Innlent 4. maí 2021 12:05
Tóku upp dansmyndband við Eurovision lag Daða Freys á gossvæðinu Eurovision mánuðurinn er hafinn og aðdáendur gera hvað sem þeir geta til að halda stemningunni uppi og styðja sitt fólk með allskonar leiðum. Vegna sóttvarnarreglna er því miður nánast hægt að afskrifa fyrir aðdáendur að ferðast til Rotterdam. Lífið 4. maí 2021 07:00
Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. Lífið 3. maí 2021 13:47
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. Innlent 3. maí 2021 12:05
Tveir snarpir skjálftar vestur af Kleifarvatni í nótt Tveir snarpir jarðskjálftar sem fundust vel á höfuðborgarsvæðinu riðu yfir vestur af Kleifarvatni í nótt. Innlent 3. maí 2021 07:16
Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. Innlent 2. maí 2021 21:08
Rýma svæðið næst gosstöðvunum vegna gasmengunar og gjóskufalls Björgunarsveitir sem standa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum hafa hafist handa við að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum, bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Innlent 2. maí 2021 16:20
Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. Innlent 2. maí 2021 14:24
Endurmeta stærð hættusvæðis: Óvíst hvað veldur auknum hita og gróðurbruna Gríðarlegur hiti er nú við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu en óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Í ljósi breyttrar virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Innlent 2. maí 2021 13:18
Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kvikustrókum Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Innlent 2. maí 2021 10:13
Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum. Innlent 1. maí 2021 23:35
Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. Lífið 30. apríl 2021 13:07
Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Lífið 28. apríl 2021 07:54
Bein útsending: Drónar fljúga yfir gosinu í alla nótt Hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi úr drónum frá gosstöðvum við Fagradalsfjall í allt kvöld og nótt. Innlent 27. apríl 2021 16:35
Tófa blandar sér í hóp hinna meintu fávita Mannfólkið er sannarlega ekki það eina sem hefur áhuga á gosinu í Geldingadölum. Innlent 27. apríl 2021 10:20
Eldgosið áberandi frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld Stór og rauðbjartur gufustrókur frá eldgosinu við Fagradalsfjall sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld líkt og sjá má á þessari mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók í kvöld. Innlent 26. apríl 2021 23:13
Viðbúið að gas berist yfir byggð á Reykjanesskaga í dag Viðbúið er að gasmengun frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall muni leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga í dag. Í nótt snýst vindur fyrst til suðvesturs og síðan norðvesturs og dreifist gasmengun þá til austurs í fyrstu og gæti náð til höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið. Innlent 24. apríl 2021 09:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent