
Íhugar að skipta um landslið
Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum.
Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.
Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum.
Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur.
Þýskaland fékk skell gegn Japan í dag 1-4 í æfingaleik. Þýskaland heldur Evrópumótið næsta sumar og tekur því ekki þátt í undankeppni EM.
Jafntefli var niðurstaðan í síðustu þremur leikjum kvöldsins í undankeppni EM.
Úkraína og England skildu jöfn þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. England er í efsta sæti C-riðlis með 13 stig.
Belgía vann nauman sigur á Aserbaisjan þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. Belgar eru efstir í F-riðli ásamt Austurríki.
Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag.
Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum.
Búist er við að Jordan Henderson verði í byrjunarliði Englands sem mætir Úkraínu í undankeppni EM í dag. Gareth Southgate vonast til að stuðningsmenn standi við bakið á liðinu í leiknum.
Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður inn í landsliðshóp karla í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu á mánudagskvöldið.
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór fýluferð til Lúxemborg því liðið beið lægri hlut gegn heimamönnum í undankeppni EM í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana.
Guðlaugur Victor Pálsson tók fulla ábyrgð eftir tap Íslands gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði frammistöðuna ekki hafa verið boðlega og sagði að liðið yrði af læra af mistökum sínum.
Frammistaða íslensku leikmannanna í tapinu gegn Lúxemborg ytra í undankeppni EM 2024 í kvöld var ekki upp á marga fiska. Varnarlína íslenska liðsins var hvað eftir annað grátt leikin, of mikið bil var á milli línanna hjá liðinu og ekki tókst að skapa nógu mörg færi.
Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins.
Sex leikir fóru fram í kvöld í undankeppni EM í Þýskalandi á næsta ári. Skotar unnu öruggan sigur á Kýpur og þá vann Portúgal útisigur gegn Slóvakíu í riðli Íslands.
Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði liðið hafa gert mistök á báðum endum vallarins.
Íslenskir fótboltaáhugamenn létu skoðun sína á frammistöðu íslenska karlandsliðins í leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á samfélagsmiðlinum X-inu.
Spánverjar voru í miklu stuði í kvöld þegar þeir mættu Georgíu á útivelli í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Spænska liðið vann 7-1 sigur og fer upp í annað sæti A-riðils.
Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Lúxemborg nú á eftir síðan í síðasta leik gegn Portúgal. Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson fá tækifæri í byrjunarliðinu.
Ísland mætir Lúxemborg í undankeppni EM í kvöld á Stade de Luxemborg vellinum. Leikurinn hefst klukkan 18:45. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:00.
„Þetta er mjög mikilvægur leikur, við megum ekki tapa og þurfum að sækja þrjú stig ef við ætlum að taka þátt í þessum riðli, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins en liðið mætir Lúxemborg ytra í kvöld og það í undankeppni EM.
Mikill hiti er í Lúxemborg þar sem Ísland mætir heimamönnum í undankeppni EM 2024 í fótbolta karla í kvöld.
„Við erum búnir að eiga flotta æfingaviku í Þýskalandi og núna æft einu sinni hér í Lúxemborg. Á þessum tíma höfum við náð að fara yfir fullt af hlutum, góðum hlutum sem við gerðum í síðasta glugga og svo hlutir sem við þurfum að gera á móti Lúxemborg,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands fyrir leikinn gegn Lúxemborg sem fer fram ytra klukkan 18:45 í kvöld.
„Vonandi er þetta hópur sem getur keppt á hæsta stigi fyrir Íslands hönd,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu landsliðsins í Lúxemborg í gær.
Allir leikir dagsins í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024 er nú lokið. Hinn danski Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, lagði upp þrjú mörk í 4-0 sigri Danmerkur á San Marínó. Þá skoraði Robert Lewandowski, framherji Barcelona bæði mörk Póllands í 2-0 sigri á Færeyjum.
Jóhann Berg Guðmundsson, starfandi landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einar Gunnarssonar, hefur tröllatrú á því að íslenska landsliðinu takist að tryggja sig inn á annað stórmót.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti.
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, lagði það til við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands í morgun að Ísland þyrfti á þjóðarleikvangi, líkt og liðið spilar á í Lúxemborg á morgun, að halda hér heima.