Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Arteta gekk út úr við­tali

    Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Barna­legir og hefðu getað kastað leiknum frá sér

    „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Þetta fé­lag mun aldrei deyja“

    „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Opnuðum á mögu­leikann að tapa leiknum“

    Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    David Raya bjargaði stigi á Old Traf­ford

    Eftir heldur leiðinlegan fyrri hálfleik þá lifnaði heldur betur yfir leik Manchester United og Arsenal í síðari hálfleik. Lokatölur á Old Trafford 1-1 en gestirnir geta þakkað markverði sínum David Raya fyrir stigið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Son tryggði Spurs stig úr víti

    Bournemouth kastaði frá sér tveggja marka forskoti og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Tottenham Hotspur í Lundúnum í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Slakir og hægir í fyrri hálf­leik“

    Mohamed Salah skoraði deildarmörk númer 26 og 27 á leiktíðinni þegar Liverpool lagði botnlið Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Egyptinn sagði að Arne Slot, þjálfari Liverpool hafi verið allt annað en sáttur í hálfleik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta

    Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi.

    Enski boltinn