Birta nýr framkvæmdastjóri hjá Arctic Adventures Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra sölu-, markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Arctic Adventures. Hún hefur þegar hafið störf og tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 16. janúar 2024 10:31
Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. Viðskipti innlent 14. janúar 2024 22:02
Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. Innlent 13. janúar 2024 20:31
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 12. janúar 2024 13:48
Skilaboð til ferðabransans að vera ekki með minnimáttarkennd Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir umfjöllun bandaríska fréttablaðsins New York Times um Vestmannaeyjar skýrt merki til ferðabransans að hann eigi að hætta að „klína bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti“. Innlent 12. janúar 2024 06:50
Dreymdi um líf á Íslandi en þoldi aðeins ársdvöl Annabel Fenwick Elliott átti sér draum eftir þriggja daga heimsókn til Íslands að búa hér á landi. Draumurinn rættist en lífið á Íslandi var ekki jafnánægjulegt og hún hafði séð fyrir sér. Glöggt er gests augað segir máltækið og spurning hvort Annabel hafi eitthvað til síns máls varðandi gagnrýni sína á landið. Lífið 8. janúar 2024 17:37
Enn af Bláa lóninu Undanfarið hef ég skrifað nokkrar greinar um það sem ég tel að sé vanmat á hættu af völdum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Ég hef bent á að óvissa sé mikil og að best sé að fara varlega þegar ákvarðanir eru teknar varðandi það hvað er leyft og hvað ekki á svæðinu þar sem jarðhræringar eiga sér nú stað á Reykjanesskaga. Skoðun 8. janúar 2024 14:00
Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. Viðskipti innlent 3. janúar 2024 21:36
Langþreytt á ferðamönnum sem fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli Dæmi eru um að sorptunnur miðborgarbúa séu ekki tæmdar vegna þess að AirBnb-gestir í nágrenninu fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli. Samskiptastjóri Sorpu segir nýja flokkunarkerfið mögulega of flókið fyrir ferðamenn - en ábyrgðin liggi hjá leigusölunum. Innlent 3. janúar 2024 20:00
Tekur við sem framkvæmdastjóri Mývatnsstofu Úlla Árdal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 2. janúar 2024 09:49
Ferjuðu ferðamenn í bæinn eftir vandræði í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út eftir að tvær rútur með ferðamenn innanborðs lentu í vandræðum í mikilli hálku í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Innlent 2. janúar 2024 08:58
Lokun Bláa lónsins framlengd Lokun Bláa lónsins sem tók gildi í kjölfar eldgossins við Sundhnúkagíga þann 18. desember síðastliðinn hefur verið framlengd til 3. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins. Viðskipti innlent 30. desember 2023 20:08
Kæra ferðaþjónusta, gerum betur Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Skoðun 30. desember 2023 14:01
Strætó hagnast stórlega á því að brjóta lög Á sex árum, frá 2010 til 2015, sparaði Strætó bs sér 1.100 milljónir króna, framreiknað til verðlags í dag, með því að taka ólögmætu tilboði í strætóakstur. Skoðun 28. desember 2023 15:00
Engin kátína innan ferðaþjónustu með hærri gistináttaskatt Eftir helgi, þegar nýtt ár gengur í garð þarf að rukka ferðamenn um svokallaðan gistináttaskatt. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við hátt í hundrað prósent hækkun með svo litlum fyrirvara og segir greinina eiga í vanda með að útfæra innheimtuna því mikið af sölunni fyrir næsta ár hefur þegar átt sér stað. Viðskipti innlent 28. desember 2023 11:52
Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. Viðskipti innlent 28. desember 2023 10:54
Framlengja lokun til 29. desember Bláa lónið hefur framlengt lokun sína um tvo daga hið minnsta. Í tilkynningu segir að staðan verði endurmetin að þeirri framlengingu lokinni. Viðskipti innlent 27. desember 2023 19:06
Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag. Innlent 23. desember 2023 23:42
Spá fjölgun farþega og ferðamanna á næsta ári Tæplega 8,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll á næsta ári samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið 2024. Frá því er greint í tilkynningu. Farþegar hafa aðeins tvisvar verið fleiri. Þá er einnig gert ráð fyrir fjölgun ferðamanna og að fjöldinn verði meiri en þegar hann var mestur árið 2018. Viðskipti innlent 20. desember 2023 14:49
Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. Innlent 20. desember 2023 08:05
Svakalegur tími í að snúa ferðamönnum við Björgunarsveitarkona sem sinnti gosgæslu í kvöld segir svakalegan tíma hafa farið í að spjalla við ferðamenn og snúa þeim við sem hyggjast ætla að gosi. Þá sé töluverður fjöldi sem stöðvi bíl sinn á Reykjanesbrautinni. Innlent 19. desember 2023 22:31
Þau komu til Íslands 2023 Hópur svokallaðra Íslandsvina stækkaði umtalsvert á árinu sem er að líða. Vegna fjölda funda sem fóru fram hér á landi bættust erlendir stjórnmálaleiðtogar í umræddan hóp. Þá tróð heimsfrægt tónlistarfólk upp á Íslandi á árinu. Aðrir voru komnir á klakann í öðrum erindagjörðum, sumir voru einfaldlega í fríi. Lífið 19. desember 2023 17:29
Bláa lónið lokað til 28. desember Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið ákvörðun um að það verði lokað til 28. desember hið minnsta vegna eldgossins sem hófst við Sundhnúksgíga í gærkvöldi. Viðskipti innlent 19. desember 2023 13:29
Túristar grétu og hoppuðu af einskærri gleði Páll Viggósson leiðsögumaður var með hóp af túristum í norðurljósaferð og sá þegar gosið hófst. Níu manna fjölskylda frá Bretlandi fékk sannarlega sitthvað fyrir peninginn. Innlent 19. desember 2023 01:47
Bláa lónið mannlaust þegar gosið hófst Engir gestir eða starfsmenn voru í Bláa lóninu þegar eldgos hófst, norðan Sundhnúks á Sundhnúkagígaröðinni, á ellefta tímanum í kvöld. Innlent 18. desember 2023 23:52
„Við erum í villta vestrinu“ Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Innlent 17. desember 2023 21:31
Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð. Viðskipti innlent 17. desember 2023 14:12
Flugumferðarstjórar bjóði upp á gula viðvörun Forstjóri Icelandair líkir verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra við óveður sem olli félaginu um eins milljarðs króna tjóni fyrir sléttu ári. Aðgerðirnar valdi félaginu miklu tjóni en bitni fyrst og fremst á fólki sem stefnir á ferðalög í kringum hátíðirnar. Innlent 17. desember 2023 08:50
Vann á Íslandi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferðalagi Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi. Lífið 16. desember 2023 20:00
Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. Innlent 16. desember 2023 17:36