Ætlar að pakka inn yfir milljón birkifræjum Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hyggst senda sjálfboðaliðum sínum yfir þúsund þakkarkort og lætur fylgja með birkifræ í hverju einasta korti. Hún er búin að pakka inn fjögur hundruð kortum en á rúm sexhundruð eftir. Lífið 24. júní 2024 16:20
„Við hættum nú eiginlega ekkert saman“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson eru enn saman. Ásdís segir að um misskilning hafi verið að ræða. Lífið 18. júní 2024 15:24
Tökum Viktor á þetta og enn lengra Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. Skoðun 17. júní 2024 10:30
Kjósendur Jóns Gnarr líklegastir til að vera ósáttir með Höllu Almenn sátt virðist ríkja meðal landsmann aum kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup. Ríflega helmingur svarenda sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör hennar í embættið. Innlent 15. júní 2024 13:48
Forsetapróf Þakkir til Heimis og samstarfsfólks hans á Stöð tvö fyrir kappræðuþátt í aðdraganda forsetakosninga. Hann var gagnlegur fyrir mig, svo mjög að ég skipti yfir í annan frambjóðanda en ég hafði hugsað mér að styðja. Skoðun 14. júní 2024 18:00
Úr buffi í klút Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Skoðun 14. júní 2024 13:01
Enginn vinningshafi gefið sig fram í happdrætti Ástþórs Ástþór Magnússon segist ekkert vita um hvort einhver hafi hreppt stærsta vinninginn í happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs. Vinningurinn var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3 en ásamt honum var fjöldinn allur af smærri vinningum. Innlent 13. júní 2024 10:04
Einn af hverjum fjórum tók ákvörðun á kjördegi Einn af hverjum fjórum tóku ákvörðun um það á kjördegi hvern þau ætluðu að kjósa í forsetakosningunum 1. júní síðastliðinn. Þetta kom fram í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 6. til 12. júní. Innlent 12. júní 2024 16:34
Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. Innlent 12. júní 2024 13:59
Framleiða meiri varning „vegna fjölda áskorana“ Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor og forsetaframbjóðandi, er hvergi nærri hættur að selja varning með andlitsmyndum af honum og Felix eiginmanni sínum, þrátt fyrir að kosningabaráttunni sé lokið. Lífið 11. júní 2024 23:54
Ólafur Ragnar segir deilur um forsetaembættið endanlega afgreiddar Fyrrverandi forseti Íslands segir ágreining um verksvið forseta Íslands hafa verið leystan í nýafstöðnum forsetakosningum, þar sem allir helstu frambjóðendur hefðu í fyrsta skipti verið sammála um meginvaldsvið og verkefni embættisins. Stjórnarskráin hafi reynst embættinu vel. Innlent 11. júní 2024 13:36
Siðanefnd sýknar Halldór og Vísi af kæru Arnars Þórs Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur sýknað Halldór Baldursson teiknara og Vísi af kæru Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Innlent 11. júní 2024 11:35
Gleðilegt 2007! Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Skoðun 7. júní 2024 17:01
Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. Innlent 7. júní 2024 07:30
Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. Skoðun 7. júní 2024 07:01
Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. Innlent 6. júní 2024 22:45
Friðjón svarar Steinunni fullum hálsi Friðjón R. Friðjónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hluti af kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur til forseta, segir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur fara með „trumpískan óhróðrur“ í sinn garð. Hann segir margt ósatt í málflutningi Steinunnar og að hann minni helst á samsæriskenningar vestanhafs sem kenndar eru við QAnon. Innlent 5. júní 2024 20:11
Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. Lífið 5. júní 2024 10:59
Forsetakosningar greindar í tætlur á flugvellinum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar var staddur á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar hitti hann Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur sjónvarpskonu. Lífið 5. júní 2024 09:40
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Innlent 5. júní 2024 09:35
Kínaforseti óskar Höllu til hamingju með sigurinn Xi Jinping, forseti Kína, óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta Íslands, til hamingju með sigur hennar í nýafstöðnum kosningum. Innlent 4. júní 2024 21:30
Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Innlent 4. júní 2024 20:41
Fulltrúi fólksins kjörinn forseti - enn á ný „Afhverju ert þú á móti Höllu Tómasdóttur?“ er spurning sem ég fékk senda í skilaboðum á Facebook laugardaginn 4. maí sl. Skoðun 4. júní 2024 17:00
Af vængjum fram: Bestu augnablikin Kjarnorkusprengjur og búlgarska mafían eru meðal þess sem kemur við sögu í klippu þar sem bestu augnablik forsetaframbjóðenda í skemmtiþættinum Af vængjum fram eru tekin saman. Lífið 4. júní 2024 14:01
Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. Innlent 4. júní 2024 11:53
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 4. júní 2024 10:46
Stóru fjölmiðlarnir töpuðu kosningunum Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Skoðun 4. júní 2024 10:31
Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Menning 4. júní 2024 09:48
Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti. Tónlist 4. júní 2024 09:01
Dregið úr happdrætti Ástþórs Dregið var í dag úr happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en Ástþór segist ekki vita hvort nokkur hafi hreppt stærsta vinninginn, sem var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3. Innlent 3. júní 2024 20:30