Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Virki­lega skemmti­legur leikur til að enda á“

Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Loftus-Che­ek einnig farinn frá Chelsea

Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að taka til í herbúðum sínum. Ruben Loftus-Cheek er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu. Enski miðjumaðurinn kostar Mílanó-liðið um 15 milljónir punda [2,6 milljarða íslenskra króna].

Fótbolti
Fréttamynd

Búið að úti­loka um að brot sé að ræða

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Knattspyrnustjóri PSG handtekinn

Christophe Galtier, knattspyrnustjóri franska stórliðsins Paris Saint-Germain, hefur verið handtekinn vegna ásakana um kynþáttafordóma og mismunum frá tíma hans sem stjóri OGN Nice.

Fótbolti