Ten Hag: Við áttum tvö bestu færin Erik Ten Hag var stoltur af frammistöðu síns liðs í jafnteflinu gegn Liverpool í dag. hann sagði að hans menn hefðu getað ógnað liði Liverpool enn frekar. Enski boltinn 17. desember 2023 21:01
Kane skoraði tvö í öruggum sigri Bayern Munchen heldur sig í námunda við topplið Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern vann í kvöld öruggan sigur á heimavelli gegn Stuttgart. Fótbolti 17. desember 2023 20:23
Mikilvæg stig í súginn hjá Bayern Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu mikilvægum stigum gegn næst neðsta liði þýsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 17. desember 2023 19:29
Klopp sagði yfirburðina hafa verið meiri en í 7-0 sigrinum Jurgen Klopp segir að Liverpool hafi sýnt meiri yfirburði í leik liðsins gegn Manchester United í dag en í 7-0 sigrinum í fyrra. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield í dag. Enski boltinn 17. desember 2023 19:04
Markalaust í stórveldaslagnum á Anfield Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn en bæði lið fengu færi til að skora. Enski boltinn 17. desember 2023 18:28
Kristian spilaði þegar Ajax missti niður forystu Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á í hálfleik þegar Ajax mætti Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 17. desember 2023 17:42
14 spjöld á loft í leik Brentford og Aston Villa Aston Villa héldu titilvonum sínum á lífi í dag með sannkölluðum baráttusigri á Brentford en alls fóru 14 spjöld á loft í leiknum, þar af tvö rauð. Fótbolti 17. desember 2023 16:36
Arsenal kreistu fram sigur í seinni hálfleik Arsenal komst aftur á beinu brautina í dag þegar liðið tók á móti Brighton en mörkin létu þó standa á sér. Enski boltinn 17. desember 2023 16:00
Forráðamenn Luton biðja um fjölmiðlafrið Mikið hefur verið rætt um atvikið sem kom upp í leik Luton Town og Bournemouth í gær þar sem fyrirliði Luton, Tom Lockyer, hneig niður eftir hjartastopp. Forráðamenn Luton hafa nú gefið út yfirlýsingu um málið. Fótbolti 17. desember 2023 15:25
Leikur Bournemouth og Luton líklega spilaður aftur frá byrjun Leikur Bournemouth og Luton, sem blásinn var af á 65. mínútu í gær, verður að öllum líkindum endurtekinn frá byrjun um leið og færi gefst. Fótbolti 17. desember 2023 15:00
Liverpool fór illa með Manchester United í stórslagnum Liverpool og Manchester United mætast tvisvar í dag í tveimur stórleikjum í ensku úrvalsdeildum karla og kvenna. Liverpool fór vel af stað með sigri 1-2 sigri á í Manchester. Fótbolti 17. desember 2023 14:22
AC Milan aftur á sigurbraut AC Milan heldur pressunni á liðin fyrir ofan sig í Seríu A en liðið lagði Monza nokkuð auðveldlega, 3-0, í hádegisleiknum á Ítalíu. Fótbolti 17. desember 2023 13:30
Tuttugu kílóum léttari eftir 26 daga í dái en stefnir á endurkomu Sergio Rico, varamarkvörður PSG, segist stefna ótrauður á endurkomu en Rico var 26 daga í dái og 36 daga á gjörgæslu í vor eftir að hafa lent í alvarlegu slysi á hestbaki. Fótbolti 17. desember 2023 12:57
Sóknarleikur Barcelona í molum Barcelona lék sinn þriðja deildarleik í röð án sigurs í gær þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á útivelli. Framherjar Barcelona virðast heillum horfnir þessa dagana. Fótbolti 17. desember 2023 12:04
Victor Osimhen töfraði fram sannkallaðar sirkuskúnstir Victor Osimhen, framherji Napólí, lagði upp mark í gær með hreint ótrúlegum hætti þegar lið hans lagði Cagliari 2-1. Fótbolti 17. desember 2023 11:30
Rekinn eftir aðeins 67 daga í starfi Sevilla er í þjálfaraleit á ný eftir að Diego Alonso var sagt upp störfum í gær í kjölfarið á 0-3 tapi liðsins gegn Granada. Fótbolti 17. desember 2023 10:16
„Eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni“ Jurgen Klopp segir að hann sé ekki hrifinn af því þegar lið Manchester United sé talað niður fyrir leiki þess gegn lærisveinum hans í Liverpool. Liðin mætast á heimavelli Liverpool í dag. Enski boltinn 17. desember 2023 08:01
„Veit ekki hvaðan skapið kemur“ Margt hefur verið sagt og ritað um Kjartan Henry Finnbogason á knattspyrnuferli hans og oft ekkert rosalega jákvætt. Kjartan lagði skóna á hilluna í vikunni og var spurður út í skapofsann og keppnisskapið. Fótbolti 16. desember 2023 23:30
„Við köstuðum frá okkur tveimur stigum“ Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ekki ánægður eftir að hans menn misstu niður tveggja marka forystu gegn Crystal Palace í dag. City hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum sínum. Enski boltinn 16. desember 2023 22:30
Þriðji leikur Barca í röð án sigurs Barcelona lék í kvöld þriðja leik sinn í röð án sigurs þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Valencia á útivelli. Fótbolti 16. desember 2023 21:58
Fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Willum Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles gerðu í kvöld 1-1 jafntefli gegn Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 16. desember 2023 19:50
Fjórði sigurinn í röð hjá lærisveinum Dyche Everton vann í kvöld sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Burnley á Turf Moore. Enski boltinn 16. desember 2023 19:30
Lærisveinar Simeone töpuðu dýrmætum stigum Athletic Club Bilbao vann í dag góðan sigur á Atletico Madrid þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Atletico Madrid tapaði þar dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Fótbolti 16. desember 2023 17:50
Newcastle aftur á sigurbraut Newcastle fór létt með Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en Fulham léku megnið af leiknum einum færri eftir að framherjinn Raul Jimenez var rekinn af velli á 20. mínútu. Fótbolti 16. desember 2023 17:22
Meistararnir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma Crystal Palace og Manchester City skildu jöfn þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark Palace kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Enski boltinn 16. desember 2023 17:20
Jón Dagur og Stefán Ingi á skotskónum í Belgíu Boðið var upp á þrjú íslensk mörk í belgíska boltanum í dag. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði mark OH Leuven snemma leiks en liðið þurfti að lokum að sætta sig við töpuð stig. Fótbolti 16. desember 2023 17:04
Chelsea kláraði botnliðið í síðari hálfleik Chelsea vann 2-0 sigur á botnliði Sheffield United þegar liðin mættust á Stamford Bridge í dag. Bæði mörk Chelsea komu í síðari hálfleik. Enski boltinn 16. desember 2023 17:03
Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. Enski boltinn 16. desember 2023 16:55
Þórður Ingason leggur hanskana á hilluna Þórður Ingason markvörður hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Víkingar tilkynntu þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær. Fótbolti 16. desember 2023 15:46
Thomas afgreiddi Arsenal Arsenl mistókst hrapalega að fylgja eftir góðum sigri á meisturum Chelsea í ensku úrvalsdeild kvenna í dag þegar liðið tapaði 1-0 gegn Tottenham. Fótbolti 16. desember 2023 14:02