Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Hrika­lega sáttur með þetta“

Víkingur valtaði yfir KR-inga á Meistaravöllum í lokaumferð Bestu deildar karla. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik og þrjú í þeim seinni, lokatölur voru því 0-7. Með sigrinum tyllir Víkingur sér á topp deildarinnar, eða í bili allavega.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víti í blá­lokin dugði Liverpool

Mohamed Salah tryggði Liverpool óhemju sætan sigur gegn nýliðum Burnley í dag, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu stundu. Niðurstaðan 1-0 útisigur Englandsmeistaranna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mikael hraunaði yfir dómarann í hálf­leik og lagði svo upp

Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var afar óánægður með gula spjaldið sem hann fékk í grannaslag með Djurgården gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann hneykslaðist á dómaranum í viðtali í hálfleik og lagði svo upp mark í seinni hálfleiknum, í 3-3 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís ekki enn spilað á tíma­bilinu

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München, bíður enn eftir því að hefja nýtt tímabil með Bayern vegna glímu við meiðsli. Hún gat því ekki mætt Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool

Leicester, lið Hlínar Eiríksdóttur, vann 1-0 sigur gegn Liverpool í ensku ofurdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að missa mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik.

Fótbolti