Minnst 29 látnir eftir að herflugvél brotlenti Minnst 29 manns létust þegar herflugvél brotlenti á filippseysku eyjuna Jolo rétt fyrir hádegi að staðartíma, eða á fjórða tímanum í nótt að íslenskum tíma. Erlent 4. júlí 2021 10:12
„Fjólubláa hjartað er svo sannarlega orðið rautt“ Hildur Hilmarsdóttir er þrjátíu ára gömul flugfreyja sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur meðal annars starfað hjá lúxusflugfélaginu Emirates. Hildur starfaði þó lengst af hjá WOW air og lýsir falli þess eins og að missa ástvin. Eftir nokkurra ára pásu heldur Hildur af stað upp á háloftin á ný - nú með flugfélaginu Play. Lífið 4. júlí 2021 09:00
Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. Viðskipti innlent 2. júlí 2021 14:49
Loftrýmisgæsla hefst í næstu viku Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Innlent 2. júlí 2021 13:33
Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. Erlent 1. júlí 2021 23:10
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. Viðskipti innlent 1. júlí 2021 10:11
200 hlauparar munu valsa um flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt. Innlent 30. júní 2021 22:34
Gerðu ítrekaðar tilraunir til að ræða við Hrauneigendur en var aldrei svarað Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að þyrlufyrirtækið hafi ítrekað gert tilraunir til að ná í landeigendur Hrauns á Reykjanesi þegar eldgosið í Geldingadölum var nýbyrjað en aldrei borið erindi sem erfiði. Innlent 30. júní 2021 22:01
Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Innlent 30. júní 2021 21:01
United Airlines pantar 270 þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti nýlega að það hefði gengið frá stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins. Viðskipti erlent 30. júní 2021 12:44
Hlaupa á flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Isavia mun opna Reykjavíkurflugvöll fyrir hlaupurum sem þátt taka í Miðnæturhlaupi Isavia í kvöld. Er það gert í tilefni af áttatíu ára afmæli flugvallarins. Lífið 30. júní 2021 12:18
Landeigendur vilja fá 20 þúsund krónur fyrir hverja lendingu Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Norðurflugs segir komna glýju í augu landeigenda og lögbann á þyrlur fyrirtækisins sé spennandi lögfræðilegt álitaefni. Ferðaþjónustan er harðorð vegna áformanna. Innlent 30. júní 2021 10:16
Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. Innlent 30. júní 2021 07:01
John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. Lífið 29. júní 2021 12:20
Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Viðskipti innlent 28. júní 2021 14:43
Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. Innlent 26. júní 2021 12:23
Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. Viðskipti innlent 25. júní 2021 17:21
Sýnatöku verður hætt hjá bólusettum ferðamönnum Enn verða nokkrar aðgerðir á landamærunum þrátt fyrir að öllum samkomutakmörkunum verði aflétt innanlands. Þó munu 90 prósent Íslendinga geta ferðast óhindrað um landamærin. Innlent 25. júní 2021 11:28
Forstjóri Play spilaði með Bubba Morthens í dalnum á Þjóðhátíð Play fór í jómfrúarflug sitt í dag og var flogið til London. Birgir Jónsson forstjóri Play mætti í yfirheyrslu í Brennsluna á FM957. Lífið 24. júní 2021 21:46
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Viðskipti innlent 24. júní 2021 20:29
„Alger tilviljun“ að stórtíðindi berist frá Icelandair á ögurstundu fyrir Play Forstjóri Icelandair segir það jákvætt fyrir innlenda hluthafa félagsins að stór erlendur fjárfestir sýni trú á félaginu með stórri fjárfestingu í því. Það er að hans sögn tilviljun að tilkynnt sé um þetta daginn fyrir hlutafjárútboð og jómfrúarflug nýs samkeppnisaðila. Viðskipti innlent 24. júní 2021 12:08
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. Viðskipti innlent 24. júní 2021 11:42
Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 23. júní 2021 23:33
Icelandair segist ekki eiga persónugreinanlegar upptökur úr vélum sínum Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir að hafa tekið of langan tíma í að afgreiða beiðni einstaklinga um aðgang að öllum gögnum fyrirtækisins sem kynnu að geyma persónuupplýsingar um þá. Innlent 23. júní 2021 23:17
Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. Innlent 23. júní 2021 21:28
Play flýgur til Kanarí Flugfélagið Play ætlar að fljúga til Gran Canaria á Spáni, betur þekktar sem Kanaríeyjar, frá 22. desember 2021 til 20. apríl 2022. Flogið verður í hverri viku á miðvikudögum. Viðskipti innlent 23. júní 2021 11:11
Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. Viðskipti innlent 23. júní 2021 06:44
Vildi hætta strax og fá laun í eitt og hálft ár Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að láta Jacob Schram, forstjóra fyrirtækisins, vinna út allan uppsagnarfrest sinn en honum var sagt upp í gærmorgun eftir aðeins eitt og hálft ár í starfi. Viðskipti erlent 22. júní 2021 23:21
Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. Viðskipti innlent 22. júní 2021 13:29
Forstjóri Play og stjórnarmenn til rannsóknar Forstjóri Play og einn stjórnarmanna félagsins hafa verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum og þá er annar stjórnarmeðlimur til rannsóknar hjá ákæruvaldinu í tengslum við söluna á Skeljungi. Viðskipti innlent 22. júní 2021 11:36