„Munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat verið stoltur af sínu liði þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 7. febrúar 2023 23:15
„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. Handbolti 7. febrúar 2023 22:26
Óðinn markahæstur í tapi Kadetten Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður Kadetten Schaffhausen með átta mörk er liðið heimsótti Montpellier í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Það dugði þó ekki til því liðið mátti þola fjögrra marka tap, 40-36. Handbolti 7. febrúar 2023 22:06
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. Handbolti 7. febrúar 2023 21:30
Selfoss fyrsta liðið í undanúrslit Selfoss var í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn HK í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 36-27. Handbolti 7. febrúar 2023 21:10
Lærisveinar Gumma Gumm með tvo sigra í röð eftir HM Íslendingalið Fredericia, undir stjórn landsliðsþjálfarans Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, vann öruggan fimm marka sigur er liðið heimsótti SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 22-27 og Fredericia hefur nú unnið báða deildarleiki sína eftir jóla- og HM-pásuna löngu. Handbolti 7. febrúar 2023 19:49
Þriðja Evróputapið í röð hjá Kristjáni og félögum Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið sótti Frencváros heim til Ungverjalands í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-25, en þetta var þriðja tap liðsins í keppninni í röð. Handbolti 7. febrúar 2023 19:20
„Væntanlega að biðja til allra guða sem til eru“ „Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Handbolti 7. febrúar 2023 15:31
Ók 300 kílómetra til að fá áritanir Vals fyrir stórleikinn í kvöld Valsmenn eiga fyrir höndum sannkallaðan stórleik í kvöld þegar þeir mæta Flensburg í Þýskalandi í Evrópudeildinni í handbolta. Handbolti 7. febrúar 2023 13:01
Valdi þær bestu í klefanum Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum. Handbolti 7. febrúar 2023 11:00
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Handbolti 7. febrúar 2023 10:01
Sjáðu leikhléið sem kveikti í Framliðinu í gær Framarar tóku bæði stigin með sér úr Mosfellsbænum í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi en það leit ekki út fyrir það þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Handbolti 7. febrúar 2023 10:01
„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“ „Það er þungu fargi af mér létt að ég hafi ekki bara verið að ímynda mér eitthvað, því þetta hefur angrað mig mjög lengi,“ segir Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, sem hefur komist að rót meins sem hefur plagað hana í tvö og hálft ár. Handbolti 7. febrúar 2023 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-30 | Ótrúleg endurkoma gestanna þegar allt virtist tapað Fram heimsótti Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Gestirnir virtust hafa tapað leiknum í síðari hálfleik en sneru við taflinu og unnu á endanum magnaðan eins marks sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 6. febrúar 2023 22:40
„Þetta var Íslandsmet í klúðri“ Afturelding tapaði með minnsta mun gegn Fram 29-30. Afturelding var yfir nánast allan leikinn en kastaði leiknum frá sér á lokamínútunum og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll með sína menn. Sport 6. febrúar 2023 21:45
Gauti meiddist með finnska landsliðinu og missir af leiknum í kvöld Óvissa ríkir um það hvenær Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, lykilmaður í handboltaliði Fram, getur spilað með liðinu í Olís-deildinni eftir að hann meiddist illa í ökkla. Handbolti 6. febrúar 2023 16:00
Ótrúleg mæting á langþráðar handboltaæfingar á Akranesi Akranes hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að vera mikill handboltabær. En það gæti breyst. Í gær hófust nefnilega handboltaæfingar í bænum og á fyrstu æfingunum voru 140 krakkar. Handbolti 6. febrúar 2023 14:01
Fyrst Ómar Ingi og nú annað áfall fyrir Magdeburg Þýskalandsmeistarar Magdeburg náðu að slá Kiel út út bikarkeppninni um helgina þrátt fyrir að spila án íslenska landsliðsmannsins Ómari Inga Magnússyni. Meiðsladraugurinn heldur sig hins vegar enn í Magdeburg. Handbolti 6. febrúar 2023 12:00
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Handbolti 6. febrúar 2023 10:00
„Það er allt í lagi að klikka inn á milli og ná ekki alltaf sínum markmiðum“ Snorri Steinn Guðjónsson segir nauðsynlegt að hlutirnir í kringum handknattleikslandsliðið séu krufðir með gagnrýnum augum. Hann var hissa á umræðunni fyrir mót og sér fyrir sér að taka við landsliðinu einn daginn. Þetta kemur fram í viðtali við Snorra í Handkastinu. Handbolti 6. febrúar 2023 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. Handbolti 5. febrúar 2023 22:17
Róbert: Ekki nógu margir sem hittu á daginn sinn í dag Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu var vitaskuld sár og svekktur eftir tap hans manna gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í kvöld. Stjarnan vann fjögurra marka sigur eftir jafnan leik. Handbolti 5. febrúar 2023 21:55
„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“ Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld. Handbolti 5. febrúar 2023 21:48
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Grótta 31-27 | Stjarnan í fjórða sætið eftir góðan sigur Í kvöld lék Stjarnan sinn fyrsta leik í 52 daga þegar Grótta kom í heimsókn í 14. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með nokkuð sannfærandi sigri heimamanna. Lokatölur 31-27 og Stjarnan byrjar nýja árið vel. Handbolti 5. febrúar 2023 20:58
Janus Daði og Sigvaldi í aðalhlutverkum þegar Kolstad vann stórsigur Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir góðan leik fyrir Kolstad sem vann stórsigur í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum. Handbolti 5. febrúar 2023 18:54
Gísli skoraði tvö er Magdeburg tryggði sér sæti í undaúrslitum eftir framlengingu Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Þýskalandsmeistara Magdeburg er liðið tryggði sér seinasta lausa sætið í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta með naumum eins marks sigri gegn Kiel í dag, 34-35. Handbolti 5. febrúar 2023 16:10
Leik ÍR og ÍBV frestað vegna óvissu með siglingar Leik ÍR og ÍBV í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Skógarseli í dag hefur verið frestað. Handbolti 5. febrúar 2023 13:01
Telur fjárhagsvandræði stórliðs Kielce alvarlegri en áður Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla í handbolta og fyrrum leikmaður pólska stórveldisins Kielce, var á línunni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þar fór hann meðal annars yfir ástandið hjá sínu fyrrum félagi, en framtíð Kielce er í mikilli óvissu eftir að stærsti styrktaraðili félagsins hætti að styrkja félagið í byrjun þessa árs. Handbolti 5. febrúar 2023 08:01
Karabatic skrifar undir nýjan samning og spilar fram á fimmtugsaldurinn Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic, sem er af mörgum talinn einn allra besti handboltamaður sögunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við franska stórveldið PSG. Handbolti 4. febrúar 2023 22:30
Teitur og félagar í undanúrslit eftir framlengdan leik Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í undanúrsli þýsku bikarkeppninnar í handbola eftir eins marks sigur gegn HSG Wetzlar í framlengdum leik í kvöld, 29-28. Handbolti 4. febrúar 2023 19:47