Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Álaborg í úrslit eftir sigur gegn frönsku risunum

Álaborg vann í dag frækinn tveggja marka sigur gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Lokatölur 35-33 og Álaborg mætir annað hvort Nantes eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel

„Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV áminnt vegna andstyggilegra hrópa

„Það er ólíðandi að leikmenn og fjölskyldur þurfi að sitja undir svona á leikjum. Það getur ekki gengið upp til lengdar,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um hegðun stuðningsmannahóps ÍBV á leikjum við FH.

Handbolti
Fréttamynd

Grínið sem varð að veruleika

Síðustu dagar hafa verið ansi góðir fyrir Bjarka Má Elísson og félaga í þýska handboltaliðinu Lemgo. Á fimmtudaginn unnu þeir ævintýralegan sigur á Kiel í undanúrslitum bikarkeppninnar og á föstudaginn varð Lemgo svo bikarmeistari í fyrsta sinn síðan 2002 eftir sigur á Melsungen.

Handbolti
Fréttamynd

Átján ára ísköld á ögurstundu

Hin átján ára Rakel Sara Elvarsdóttir átti stóran þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli KA/Þórs og sýndi oft stáltaugar þegar mest var undir í úrslitakeppninni.

Handbolti