Vonbrigði ef seðlabankastjóri vill „losna við lífeyrissjóði“ af lánamarkaði Þótt það kunni að vera kostir og gallar við þátttöku lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði þá eru það „ákveðin vonbrigði“ að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki undir þann málflutning forsvarsmanna bankanna sem getur leitt til þess að þátttakendum á samkeppnismarkaði fækki verulega. Innherji 5. apríl 2022 17:43
Húsnæðisloforð ríkisstjórnarinnar: Ekkert að marka Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: Skoðun 5. apríl 2022 17:31
Vextirnir sem hleyptu húsnæðisverði af stað Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% í febrúar sem er um þrefalt meiri hækkun en í meðalmánuði undanfarin 7 ár. Þessi hækkun þýðir að árshækkunartakturinn er kominn upp í 22,5%. Skoðun 4. apríl 2022 08:00
Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Innlent 1. apríl 2022 22:02
Vill húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin. Innlent 1. apríl 2022 19:06
Tvöfalt fleiri lóðir næstu fimm árin Reykjavíkurborg mun tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig næstu fimm árin hið minnsta. Borgarstjóri segir stærsta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar gengið í garð. Viðskipti innlent 1. apríl 2022 11:57
Bein útsending: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Fundur um húsnæðismál í Reykjavík fer fram í dag þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun fara yfir nýjar áherslur og aukinn kraft í uppbyggingu íbúða. Innlent 1. apríl 2022 09:05
Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni. Innlent 1. apríl 2022 07:01
Stefna á tvö þúsund nýjar íbúðir á ári í Reykjavík „Því stefnir í að allt að 2.000 íbúðir verði byggðar árlega á næstu árum í Reykjavík einni,“ segir í nýrri tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgin hyggist hraða uppbyggingu og muni úthluta lóðum fyrir um þúsund íbúðir á ári. Þá hyggist einkaaðilar byggja annað eins árlega. Innlent 30. mars 2022 18:06
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. Innlent 30. mars 2022 15:35
Seðlabankastjóri óttast mögulega endurkomu verðtryggingar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Innherji 30. mars 2022 13:01
Greiddi 620 milljónir fyrir íbúðina Félagið Dreisam ehf., sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar fjárfestis, greiddi 620 milljónir króna fyrir 353,7 fermetra þakíbúð við Austurhöfn nærri Hörpu. Viðskipti innlent 29. mars 2022 19:11
Sögðu Alþingi að huga að fyrstu kaupendum frekar en íbúðareigendum Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa áhyggjur af því að skortur á fasteignum og miklar hækkanir fasteignaverðs geri það að verkum að ómögulegt verði fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn. Að þeirra mati eiga aðgerðir stjórnvalda frekar að beinast að fyrstu kaupendum heldur en þeim sem hafa nú þegar keypt sér fasteign. Innherji 29. mars 2022 15:01
Festi kaup á einni dýrustu íbúð sem selst hefur á Íslandi Félagið Dreisam ehf., sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar fjárfestis, hefur keypt 353,7 fermetra þakíbúð við Austurhöfn nærri Hörpu. Um er að ræða stærstu lúxusíbúðina við Austurhöfn og fullyrt að þetta sé dýrasta íbúð sem seld hefur verið á Íslandi. Gengið var frá kaupunum fyrr í þessum mánuði. Viðskipti innlent 28. mars 2022 14:17
Fasteignamartröð sem endaði farsællega Hjón í fasteignaleit voru við það að leggja upp laupana og fara til Tenerife þegar tilboð þeirra var samþykkt eftir nítján mánaða þrautagöngu. Þau segja flestallt vinna á móti fyrstu kaupendum og ekkert útlit fyrir að staðan á fasteignamarkaði komi til með að skána á næstunni. Þegar séreignaúrræði stjórnvalda brást tóku þau yfirdrátt til að brúa bilið á lokametrunum. Viðskipti innlent 27. mars 2022 10:01
Aðfangaverð flækist fyrir uppbyggingu húsnæðis, stálvirki upp um 65 prósent Miklar hækkanir á aðfangaverði munu hækka byggingarkostnað almennt, þar með talið á íbúðahúsnæði, og líklega leiða af sér tafir í uppbyggingu. Jafnframt gætu þær fælt verktaka frá þátttöku í útboðum. Þetta segir Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi og forstjóri ÞG Verks. Innherji 25. mars 2022 12:45
Leggja til að greiðslumat leigjenda taki mið af greiddri húsaleigu Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjármála- og efnahagsráðherra geri breytingar á reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat til að auðvelda fólki á leigumarkaði að kaupa sér íbúðarhúsnæði til eigin nota. Neytendur 24. mars 2022 10:15
Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt. Innherji 24. mars 2022 06:50
Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Skoðun 22. mars 2022 10:30
Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. Innherji 21. mars 2022 14:01
Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. Innlent 20. mars 2022 12:31
Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. Viðskipti innlent 17. mars 2022 08:52
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. Viðskipti innlent 16. mars 2022 08:47
Úthverfin ekki útundan Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Skoðun 13. mars 2022 20:02
Verkin tala Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Skoðun 12. mars 2022 17:01
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. Innlent 10. mars 2022 20:32
Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum. Innherji 9. mars 2022 17:27
Lækkum fasteignagjöld tafarlaust Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Skoðun 9. mars 2022 15:30
Sex milljóna króna hækkun á innan við viku Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina. Viðskipti innlent 9. mars 2022 07:00
Samþykktar íbúðir ekki endilega öruggari en ósamþykktar Góðar brunavarnir skiptu sköpum í eldsvoða í Auðbrekku í gær, þar sem eldur braust út í ósamþykktu húsnæði. Talið er að allt að sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi. Innlent 4. mars 2022 23:53