Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt

Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir sýni heimilunum svigrúm

Forsætisrráðherra og fjármálaráðherra segja góða stöðu banka í eigu ríkisins koma sér vel með miklum argreiðslum í ríkissjóð sem nýtist til fjármögnunar félagslegra verkefna. Fjármálaráðherra segir heimilin þó standa vel og vanskil þeirra séu í algeru lágmarki.

Innlent
Fréttamynd

Hvar á fólk að búa?

Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið.

Skoðun
Fréttamynd

Grey litli okrarinn

Það hefur verið kostulegt að fylgjast með viðbrögðum braskara og okrara við reiknivél Samtaka leigjenda sem sýnir viðmiðunarverð húsaleigu miðað við heilbrigðar forsendur eðlilegs markaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar?

Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega?

Skoðun
Fréttamynd

Raun­hæfar að­gerðir til handa heimilum

Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna

Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfsmark!

Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Heimili í hættu

Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin á villi­götum

Verðtrygging er mannanna verk, ekki náttúrleg þótt hún virðist haga sér þannig. Þegar henni var komið á hér á landi var um neyðarástand um að ræða. Það átti að tryggja sparifé landsmanna, lánsfé og laun. Vextir voru ekki frjálsir og vandinn óx, en núna erum við á öðrum stað á öðrum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um tafar­lausar að­gerðir í hús­næðis­málum

Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg nú í upphafi árs 2022. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og fjöldi fólks býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, bæði á leigu- og eignamarkaði. Hækkandi verðbólga er því eins og olía á eldinn, enda hækkar húsnæðiskostnaður bæði leigjenda og eigenda.

Skoðun
Fréttamynd

Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst

Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 

Neytendur
Fréttamynd

Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum

Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga í hæstu hæðum

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands.  Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.

Viðskipti innlent