Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 12:30
Lán í óláni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 11:31
Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 09:30
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 08:00
Pedersen kominn á ról: „Fyrsti leikurinn í sumar þar sem ég fann ekkert til“ Eftir þrennu Patricks Pedersen í 6-1 sigri Vals á Stjörnunni í fyrrakvöld er hann kominn með 86 mörk í efstu deild á Íslandi og er kominn á lista þeirra tíu markahæstu í sögu deildarinnar. Hann segir leikinn hafa verið sinn fyrsta í sumar þar sem vann var verkjalaus. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 07:00
Sigurður Heiðar: „Skorti hugrekki og trú þegar á hólminn var komið" Sigurður Heiðar Höskuldsson var missáttur við frammistöðu lærisveina sinna hjá Leikni Reykjavík þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Fram í Bestu deild karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Fótbolti 15. ágúst 2022 23:01
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:22
Jón Þórir: „Sáttur við jákvæð áhrif þeirra sem komu inná" Jón Þórir Sveinsson var vitanlega ánægður með leik sinna manna þegar Fram vann sannfærandi sigur gegn Leikni í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fótbolti 15. ágúst 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:20
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:07
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Leiknir R. 4-1 | Fram forðast fallsvæðið enn frekar Fram hafði betur með fjórum mörkum gegn einu þegar liðið fékk Leikni Reykjavík í heimsókn í Úlfarsárdal í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram er nú að gæla sterklega við að komast á efra skiltið á töflunni en Leiknir er enn í kjallaranum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 21:04
Umfjöllun: Keflavík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 19:50
Besta upphitun fyrir 13. umferð: Labbaði inn á slysó en kom út í gifsi og hjólastól Guðlaug Jónsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir þrettándu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 15:30
„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 14:01
Búinn að eiga beinan þátt í tólf mörkum KA-liðsins í röð Nökkvi Þeyr Þórisson var maðurinn á bak við öll þrjú mörk KA-manna í sigrinum á Skagamönnum í Bestu deildinni í gær og nú eru liðnir fimm heilir leikir og fjórar vikur síðan að KA-menn skoruðu án þátttöku hans. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 13:30
Stórleikur sem bæði lið verða að vinna Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 13:01
Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 11:04
Valsmenn í sjötta himni, Nökkvi Þeyr allt í öllu hjá KA og ÍBV sökkti FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær, sunnudag. Alls litu 15 mörk dagsins ljós í þremur stórsigrum en mörkin má öll sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur-Stjarnan 6-1 | Mörkunum rigndi á Hlíðarenda Valur vann sannfærandi 6-1 sigur þegar Stjarnan kom í heimsókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 22:47
Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. Sport 14. ágúst 2022 21:40
Þór stöðvaði sigurgöngu HK Þór Akureyri bar 2-0 sigur úr býtum þegar liðið fékk topplið Lengjudeildar karla í fótbolta, HK, í heimsókn í Þorpið í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:54
Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:33
Hallgrímur: Við erum bara í þessari toppbaráttu Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Arnar Grétarsson, aðalþjálfari liðsins, tók út sinn annan leik af fimm leikja banni sem hann hefur verið dæmdur í. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:05
Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. Fótbolti 14. ágúst 2022 19:06
Umfjöllun: KA-ÍA 3-0 | Nökkvi Þeyr í stuði þegar KA vann ÍA Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö mörk og Hallgrímur Mar Steingrímsson eitt þegar KA vann sannfærandi 3-0 sigur gegn ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á KA-vellinum í dag. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 18:04
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-FH 4-1 | Stórsigur Eyjamanna á líflitlum Hafnfirðingum Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda þegar ÍBV tók á móti FH í fallslag. Eyjamenn höfðu betur og unnu sannfærandi 4-1 sigur á slökum FH-ingum. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 17:54
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 16:52
„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 16:23
Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 10:00
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 22:20