Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Hjálpaði manni að opna á sam­ræður og „fleira“ á stefnu­móti

Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda.

Lífið
Fréttamynd

Allt til að fegra og skreyta heimilið að innan og utan fyrir jólin

Það er óhætt að segja að það sé afar blómleg verslun þessa dagana í Blómaheildsölunni Samasem sem staðsett er á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Eflaust hafa margir vegfarendur sem leið eiga framhjá þessum gatnamótum tekið eftir hinum stóru og glæsilegu jólakrönsum sem skreyta blómaheildsöluna með miklum myndarbrag.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins

Jólin nálgast óðfluga og er ekki seinna vænna en að hefja leitina að hinu fullkomna hátíðardressi. Glimmer, glamúr og pallíettur einkenna hátíðina sem endurspeglast í fjölbreyttu úrvali fatnaðar og fylgihluta.

Jól
Fréttamynd

Vinnur þú 500.000 kr. gjafa­bréf út í heim?

Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Segir engin jól án sörubaksturs

Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Skag­firðingum boðið upp á ó­keypis jóla­hlað­borð á Sauð­ár­króki

„Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

„Það er saga á bak­við þetta lag“

Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg.

Lífið
Fréttamynd

Passaðu púlsinn í desem­ber

Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Bjartir tilboðsdagar í BYKO á svörtum föstu­degi

„Við viljum lýsa upp skammdegið og hjá okkur eru því Bjartir dagar í BYKO í kringum svartan föstudag. Við gerðum þetta fyrst í fyrra og vakti mikla lukku,“ segir Sigurjón Ólafsson, verslunarstjóri BYKO Breidd. Fjölbreyttar vörur eru á afslætti út mánudag í verslunum BYKO.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hver vill ekki eiga eitt kósí­kvöld í desem­ber?

„Ég myndi segja að þetta sé akkúrat lagið sem kemur þér í jólaskap og jafnvel út á dansgólfið,” segir Gunnar Ingi Guðmundsson lagahöfundur. Lagið Kósíkvöld í des kom nýverið á streymisveitur en þau Rakel Pálsdóttir og Kjalar Martini Kollmar sjá um flutninginn.

Lífið
Fréttamynd

Vöru­úr­val sem virkar á vesenispésa

Sumir eiga allt, aðrir vilja ekki hvað sem og enn öðrum er nánast ekki hægt að gera til hæfis. Það getur verið snúið að finna réttu jólagjafirnar fyrir alla, eða hvað? Stærsta vefverslun Norðurlandanna kemur til bjargar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Höfundar lesa í beinni: Bókakonfekt For­lagsins

Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kalkúnn sem er ekki hægt að klúðra

Þakkargjörðarhátíð er á morgun fimmtudag. Þessi skemmtilega ameríska hefð hefur náð fótfestu á Íslandi og sífellt fleiri íslenskar fjölskyldur og vinahópar elda kalkún í kringum hátíðina. Það eru ekki allir sem leggja í að elda heilan kalkún enda er það flóknari knúst eða eru mögulega að elda fyrir fáa - þá er tilvalið að elda Ali Sous vide kalkúnabringur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Myrkur veru­leiki ópíóðafaraldurs í Reykja­vík sögu­svið nýrrar bókar

„Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans.

Lífið samstarf