Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ís­lands­banki lokaði skortstöðu sinni á Kviku

Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka.

Innherji
Fréttamynd

Flug­vél til Akur­eyrar snúið við á miðri leið

Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar var snúið við á miðri leið. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair segir að þeim hafi borist melding um tæknilegt atriði sem þurfti að skoða samkvæmt verklagi.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar ó­á­nægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun

Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri far­þegar og betri nýting

Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvik­a stendur vel að vígi sam­an­bor­ið við hina bank­an­a þeg­ar krepp­ir að

Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda

Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 millj­arða ís­lenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvers vegna kaupir Sýn ekki eigin bréf?

Stjórn Sýnar fékk heimild hluthafafundar til kaupa á allt að tíu prósent eigin bréfa í apríl síðastliðnum. „Ég tel að stjórnendur hljóti að vera sammála hluthöfum í því að virði undirliggjandi eigna endurspegli ekki markaðsvirði fyrirtækisins,“ segir einn af hluthöfum félagsins í aðsendri grein.

Umræðan
Fréttamynd

Fjár­festa fyrir þrjá milljarða í Reykja­nes­bæ og Hafnar­firði

Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja virði Kalda­lóns ekki njóta sann­mælis á markaði og flýta endur­kaupum

Kaldalón hefur óskað eftir því við hluthafa að boðuðum áformum um að hefja kaup á eigin bréfum verði flýtt enda endurspegli markaðsverðmæti félagsins, að mati stjórnarinnar, ekki undirliggjandi virði eigna þess. Bókfært eigið fé Kaldalóns er umtalsvert meira en markaðsvirði fasteignafélagsins sem er niður um nærri átta prósent frá áramótum.

Innherji
Fréttamynd

Ein og hálf milljón far­þega á fyrstu fimm mánuðum ársins

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrír nýir stjórn­endur hjá Festi

Festi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á fjármála- og rekstrarsvið félagsins. Andri Kristinsson tók við starfi forstöðumanns innheimtu- og fjárstýringar, Gísli Heiðar Bjarnason tók við starfi forstöðumanns viðskiptagreindar og greininga, og Sandra Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einka­fjár­festarnir

Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsti líf­eyris­sjóður landsins byggir upp stöðu í Kalda­lón

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Icelandair misþyrmi ís­lenskri tungu

Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hefur flug til Hali­fax á nýjan leik

Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt verð­mat Mar­els nokkr­u lægr­a en yf­ir­tök­u­til­boð JBT

Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum.

Innherji
Fréttamynd

Teyg­ist að­eins á að yf­ir­tök­u­til­boð JBT í Mar­el ber­ist

Gengið hefur verið út frá því að John Bean Technologies (JBT) leggi fram yfirtökutilboð í Marel í lok maí. Það er að teygjast á þeim tímaramma, síðasti dagur maímánaðar er runninn upp, en áfram er miðað við að viðskiptin verði um garð gengin fyrir árslok, samkvæmt uppfærðri fjárfestakynningu frá bandaríska tæknifyrirtækinu. Nú er gert ráð fyrir því að yfirtökutilboð berist hluthöfum Marels í júní.

Innherji
Fréttamynd

Gæti hall­­að und­­an fæti hjá Ari­­on á næst­­a ári því við­v­ör­­un­­ar­­ljós blikk­­a

Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.

Innherji