Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. Viðskipti innlent 17. febrúar 2025 10:15
Séríslenskar kvaðir á bankakerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu. Innherji 17. febrúar 2025 07:02
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Viðskipti innlent 16. febrúar 2025 20:28
Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. Innherji 16. febrúar 2025 14:33
Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. Neytendur 16. febrúar 2025 13:18
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna. Viðskipti innlent 16. febrúar 2025 13:04
Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Viðskipti innlent 16. febrúar 2025 10:03
Betra og skilvirkara fjármálakerfi Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi. Skoðun 16. febrúar 2025 09:02
Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart. Viðskipti innlent 15. febrúar 2025 18:51
Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Viðskipti innlent 15. febrúar 2025 13:30
„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Viðskipti innlent 14. febrúar 2025 20:15
Almenningur fær forgang og lægsta verðið Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Viðskipti innlent 14. febrúar 2025 18:10
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Viðskipti innlent 14. febrúar 2025 16:45
Stækkuðu útboð Oculis um helming vegna eftirspurnar erlendra sjóða Áhugi sérhæfðra erlendra fjárfestingarsjóða á að fá úthlutað meira magni af bréfum í sinn hlut í hlutafjáraukningu Oculis þýddi að útboðið var stækkað talsvert frá því sem upphaflega var ráðgert þegar líftæknifélagið kláraði jafnvirði um fjórtán milljarða fjármögnun. Erlendir fjárfestar lögðu til rétt ríflega helminginn af þeim fjármunum sem Oculis sótti sér en andvirði þess verður meðal annars nýtt til að hraða klínískri þróun á mögulega byltingarkenndu lyfi sem fékk afar jákvæðar niðurstöður úr rannsóknum í byrjun ársins. Innherji 14. febrúar 2025 11:35
Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. Viðskipti innlent 13. febrúar 2025 16:25
Greiðslur til hluthafa Kviku munu nema um þrjátíu milljörðum eftir söluna á TM Góður gangur í rekstri TM á síðustu fjórðungum þýðir að endanlegt kaupverð Landsbankans á tryggingafélaginu verður að líkindum yfir 32 milljarðar og mun meðal annars skila sér í talsvert meiri útgreiðslum til hluthafa Kviku en áður var talið þegar viðskiptin klárast á næstu vikum. Uppgjör Kviku banka á fjórða ársfjórðungi, sem var að mestu í takt við væntingar, sýndi áframhaldandi bata á grunnrekstrinum en stjórnendur félagsins sjá tækifæri í að auka vaxtamuninn enn frekar með bættum vaxtakjörum í útgáfum á erlendum mörkuðum. Innherji 13. febrúar 2025 14:42
Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur selt allan 5,2 prósenta hlut sinn í Skel fjárfestingafélagi. Söluverðið er rúmir tveir milljarðar. Viðskipti innlent 13. febrúar 2025 11:50
Jóna Dóra til Hagkaups Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis-og birgðastjóri Hagkaups. Meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups. Vöruflæðis- og birgðastjóri starfar þvert á deildir fyrirtækisins. Hún hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 13. febrúar 2025 10:53
Kjálkanes selt yfir helminginn af stöðu sinni í Festi á skömmum tíma Fjárfestingafélagið Kjálkanes, sem er meðal annars í eigu fyrrverandi stjórnarmanns í Festi, hefur á liðlega tveimur mánuðum losað um ríflega helminginn af hlutabréfastöðu sinni í smásölurisanum samtímis þeim mikla meðbyr sem hefur verið með hlutabréfaverði fyrirtækisins. Samanlagður eignarhlutur einkafjárfesta í Festi, sem skilaði afar öflugu uppgjöri fyrr í þessum mánuði, er sem fyrr hverfandi á meðan lífeyrissjóðir eru alltumlykjandi í hluthafahópnum. Innherji 12. febrúar 2025 14:38
Alvotech vígir Frumuna Alvotech vígir mun í dag vígja Frumuna, nýja miðstöð líftækni á Íslandi. Henni er ætlað að styðja við aukna nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu vísindamanna og frumkvöðla í líftækni á Íslandi. Viðskipti innlent 12. febrúar 2025 11:36
Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 16:12
Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Heimir Már Pétursson, einhver vaskasti fréttamaður nú um stundir, hefur söðlað um og tekið að sér að verða framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Innlent 11. febrúar 2025 14:58
Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Arion banki er Menntafyrirtæki ársins og Alda hlýtur Menntasprotann 2025. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 12:58
Stór fjárfestir í Icelandair fær meiri tíma frá SKE til að selja öll bréfin sín Aðaleigenda Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, sem er jafnframt einn umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair, hefur verið veittur lengri frestur af Samkeppniseftirlitinu til að losa um allan eignarhlut sinn í flugfélaginu en að öðrum kosti hefði hann þurft að bjóða bréfin til sölu innan fárra mánaða. Þá hafa samkeppnisyfirvöld sömuleiðis samþykkt að vegna breyttra markaðsaðstæðna þá sé tilefni til að fella úr gildi öll skilyrði sem hafa gilt undanfarin ár um takmarkanir á samstarfi milli Ferðaskrifstofu Íslands og Icelandair. Innherji 11. febrúar 2025 12:02
Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Katrín Ýr Magnúsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Heilsu og hóf störf 1. febrúar. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 08:45
Umsvifamikill verktaki bætist í hóp stærstu hluthafa Reita Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins hefur verið að byggja upp stöðu í Reitum og er núna á meðal allra stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi fasteignafélagsins. Fjárfestar hafa á undanförnum mánuðum verið að sýna fasteignafélögunum aukinn áhuga en hlutabréfaverð þeirra hefur hækkað hvað mest meðal allra félaga í Kauphöllinni á tímabilinu. Innherji 10. febrúar 2025 14:59
Landsbankinn að styrkja eiginfjárstöðuna í aðdraganda kaupanna á TM Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur. Innherji 10. febrúar 2025 12:21
Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við. Innherji 9. febrúar 2025 12:40
Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum. Viðskipti innlent 7. febrúar 2025 18:15
Stjórn SKEL boðar sex milljarða arðgreiðslu til hluthafa Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018. Innherji 6. febrúar 2025 18:33