Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Sam­skipti skráðra fé­laga við hlut­hafa: Vand­rataður vegur

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðra og hreinskiptinna samtala á milli stjórnar félags og hluthafa þess. Slík samtöl hafa á undanförnum árum orðið snar þáttur í eigendastefnum fjárfesta, þá sér í lagi stofnanafjárfesta sem kjósa í auknum mæli að beita sér sem virkir hluthafar, auk þess að gagnast stjórnum félaga við að draga fram og öðlast skilning á sjónarmiðum ólíkra hluthafa.

Umræðan
Fréttamynd

Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn

Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. 

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á á­kvörðun Seðla­bankans

Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýn og Ár­vakur hljóta mest

Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir „heppi­legir söku­dólgar“ en eiga ekki að stöðva lækkanir á markaði

Lífeyrissjóðir eru oft gagnrýndir fyrir framgöngu sína á hlutabréfamarkaði þegar illa árar. Stjórnendur þeirra segja að þeir séu „heppilegir sökudólgar“. Það séu hátt í 100 milljarðar í stýringu hjá verðbréfasjóðum sem ætti að „duga ágætlega“ til skoðanaskipta. Það sé ekki í verkahring lífeyrissjóða að stöðva lækkanir á markaði.

Innherji
Fréttamynd

Síminn sektaður um 76 milljónir

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað símann um 76,5 milljónir. Síminn þótti ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. Síminn mun skjóta málinu til dómstóla

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta af­komu Kviku af starf­seminni í Bret­landi

Erfiðar aðstæður á mörkuðum halda áfram að setja mark sitt á afkomu Kviku og minnkuðu tekjur af kjarnarekstri um liðlega 14 prósent á þriðja fjórðungi en framvirka bókin hjá bankanum er „miklu minni“ en áður sem hefur talsverð neikvæð áhrif á tekjumyndun, að sögn bankastjórans. Framlegðin af starfsemi Ortus í Bretlandi, sem hefur valdið vonbrigðum frá kaupunum í ársbyrjun 2022, ætti að halda áfram að batna með væntingum um hækkandi vaxtamun og verið sé að skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta fjármögnunarkostnað félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Kristján er nýr regluvörður Kviku banka

Kristján Valdimarsson hefur verið ráðinn í starf regluvarðar Kviku banka. Kristján tekur við starfinu af Ernu Heiðrúnu Jónsdóttur sem hefur tekið við sem ritari stjórnar bankans og mun starfa á lögfræðisviði. Regluvörður heyrir undir forstjóra bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­lagning margra skráðra fé­laga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“

Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“

Innherji
Fréttamynd

Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh

Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­menn á­nægja með nýju búningana

Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í gær. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019.

Lífið
Fréttamynd

Icelandair frum­sýnir nýjan einkennisfatnað

Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni.

Lífið
Fréttamynd

Marel ætti að fara í hluta­fjár­aukningu til að grynnka á miklum skuldum

Hlutabréfaverð Marels rauk upp í byrjun vikunnar eftir að greinendur ING hækkuðu talsvert verðmat sitt á félaginu en þrátt fyrir að uppgjör þriðja fjórðungs hafi verið undir væntingum telja þeir jákvæð teikn á lofti í rekstrinum sem endurspeglist meðal annars í minnkandi kostnaðargrunni. Að sögn hollenska bankans væri skynsamlegt fyrir Marel að ráðast í hlutafjáraukningu í því skyni að minnka óhóflega skuldsetningu félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Gagn­rýnir líf­eyris­sjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði

Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“

Innherji
Fréttamynd

Ingunn tekur við Olís af Frosta

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ann­markar á vörnum allra stóru bankanna gegn peninga­þvætti

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt.

Innherji
Fréttamynd

Verð­m­at Icel­­and­­a­­ir næst­­um tvö­f­alt hærr­­a en mark­aðs­verð eft­­ir geng­is­lækk­un

Markaðsvirði Icelandair hefur fallið um 35 prósent frá síðasta verðmati Jakobsson Capital og þar til nýtt var birt fyrir helgi. Nú verðmetur greinandi flugfélagið 89 prósent hærra en markaðurinn. Verð á þotueldsneyti hefur lækkað um tíu prósent frá því að Icelandair gaf út afkomuviðvörun sína um miðjan september vegna hærra verðs á olíu, segir í hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lands­banki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peninga­þvætti

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt.

Innherji
Fréttamynd

Erlend fjármálafyrirtæki ná aukinni markaðshlutdeild í gjaldeyrislánum

Uppgjör Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum greinenda. Bankastjóri bankans upplýsti að erlend fjármálafyrirtæki hafi aukið við markaðshlutdeild sína í útlánum í erlendum gjaldeyri til fyrirtækja hérlendis í ljósi hærri kostnaðar hjá íslenskum bönkum. Hann taldi að lífeyrissjóðir myndu auka við markaðshlutdeild sína í verðtryggðum húsnæðislánum. Bankinn hafi umtalsvert fé aflögu til að greiða til fjárfesta eða nýta í vöxt sem annars dragi úr arðsemi hans.

Innherji