„Þetta er ekki síðasta ár“ Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans. Körfubolti 21. október 2021 07:31
„Þetta var svolítið skrítinn leikur“ Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var ánægð með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í leik sem henni fannst annars vera mjög sveiflukenndur. Lokatölur 105-85. Sport 20. október 2021 23:50
„Ánægð með liðið eftir þessa skíta byrjun“ Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals, var heldur betur létt í leikslok eftir nauman sigur á Njarðvík í kvöld. Sport 20. október 2021 23:10
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 60-63 | Naumur sigur Íslandsmeistaranna í háspennuleik Fyrir kvöldið voru bæði Njarðvík og Valur með fullt hús stiga í Subway-deild kvenna í körfubolta. Íslandsmeistararnir eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar eftir nauman þriggja stiga sigur í Njarðvík í kvöld, lokatölur 60-63. Körfubolti 20. október 2021 23:00
Sóknarleikurinn allsráðandi er Keflavík lagði Grindavík | Breiðablik sótti sigur í Borgarnes Keflavík lagði Grindavík með 20 stiga mun er liðin mættust í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur 105-85. Þá vann Breiðablik 30 stiga sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Körfubolti 20. október 2021 22:00
Umfjöllun: Tarbes - Haukar 66-53 | Haukar máttu þola tap í Frakklandi Haukar töpuðu með 13 stiga mun er liðið sótti Tarbes GB heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 66-53 heimaliðinu í vil. Körfubolti 20. október 2021 19:45
Elvar Már öflugur í sigri | Naumur sigur hjá Tryggva Snæ í Grikklandi Tveir íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru í eldlínunni í Evrópubikarnum í kvöld. Evar Már Friðriksson átti góðan leik með Antwerp Giants sem vann góðan sigur á Ionikos BC á meðan Tryggvi Snær Hlinason spilaði vel með Zaragoza í leik sem þurfti að framlengja. Körfubolti 20. október 2021 18:00
Mættu bæði með bikarinn og brotna hurð á sigurhátíðina sína Chicago Sky varð WNBA-meistari í körfubolta á sunnudagskvöldið eftir sigur á Phoenix Mercury en liðsmenn Chicago liðsins héldu áfram að stríða tapsárum andstæðingum sínum þegar þær héldu sigurhátíð sína í gær. Körfubolti 20. október 2021 15:30
Embiid um Ben Simmons: Fæ ekki borgað fyrir að vera í barnapössun Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í fyrsta leik liðsins á NBA tímabilinu sem er á móti New Orleans Pelicans í nótt. Félagið setti Simmons í eins leiks bann eftir að hann var rekinn af æfingu í gær fyrir að meðal annars neita að gera það sem þjálfarinn bað hann um. Körfubolti 20. október 2021 14:31
Steph Curry byrjaði NBA tímabilið á þrennu í sigri á Lakers Golden State Warriors og Milwaukee Bucks fögnuðu sigri þegar tveir fyrstu leikirnir á nýju NBA-tímabili fór fram í nótt. Meistaraefnin í Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers þurftu á móti að sætta sig við tap. Körfubolti 20. október 2021 07:30
Simmons settur í bann af eigin félagi Ben Simmons, leikmaður Philadelphia 76ers, hefur verið settur í eins leiks keppnisbann af sínu eigin félagi eftir að hafa verið rekinn heim af æfingu í gær. Hann mun því ekki taka þátt í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni í kvöld. Körfubolti 20. október 2021 07:01
Martin og félagar hófu Euro Cup á sigri Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia tóku á móti gríska liðinu Promitheas í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Euro Cup. Martin skoraði 13 stig fyrir Valencia þegar liðið vann tíu stiga sigur, 92-82. Körfubolti 19. október 2021 20:16
Sögulegur samningur fyrir kvennaþjálfara Dawn Staley gerði á dögum mjög merkilegan samning um að halda áfram að þjálfa lið University of South Carolina í bandaríska körfuboltanum. Körfubolti 19. október 2021 14:31
Fimm forvitnilegir sem vert er að fylgjast með í NBA-deildinni í vetur NBA-deildin í körfubolta hefst annað kvöld þegar ríkjandi meistarar Milwaukee Bucks taka á móti Brooklyn Nets. Stöð 2 Sport mun áfram sýna frá deildinni og reikna má með hörkuleiktíð með fjölda mismunandi sögulína. Körfubolti 18. október 2021 23:00
Körfuboltakvöld um hinn síunga Richardson: Svo góður mótor í honum miðað við hann er orðinn gamall Farið var yfir aðrar hliðar á hinum Everage Lee Richardson en oft áður í síðasta þætti Körfuboltakvölds, að þessu sinni voru það sendingarnar hans og hvað hann sér völlinn vel. Körfubolti 18. október 2021 22:32
Stórsigrar hjá KR og ÍR | Þór Akureyri, Vestri einnig áfram Fimm leikir fóru fram í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. KR og ÍR komust áfram eftir stórsigra. Þór Akureyri og Vestri eru einnig komin áfram. Körfubolti 18. október 2021 21:31
Skoruðu bara fjórtán stig í síðustu þremur leikhlutunum Óhætt er að segja leikmenn Skallagríms hafi ekki fundið sóknartaktinn gegn Haukum í Subway-deild kvenna í gær. Borgnesingar skoruðu aðeins 29 stig í leiknum, þar af bara eitt í 2. leikhluta. Körfubolti 18. október 2021 16:00
Eiki hljóðmaður fékk að spyrja sérfræðingana í körfuboltakvöldi í beinni Það er von á spurningu úr öllum áttum í Körfuboltakvöldi og það sást þegar önnur umferð Subway-deildar karla var gerð upp á dögunum. Körfubolti 18. október 2021 14:00
Teitur Örlygs segir að KR liðið vanti einn ljóshærðan bakvörð í viðbót Spekingarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir erfiðleika KR-liðsins í seinni hálfleik á móti Stólunum þar sem Vesturbæjarliðið missti frá sér góða stöðu. Körfubolti 18. október 2021 13:00
Chicago borg á körfuboltameistara á nýjan leik Chicago hefur ekki eignast bandaríska meistara í körfuboltanum síðan að Michael Jordan yfirgaf Chicago Bulls í lok síðustu aldar. Það breyttist í nótt. Candace Parker ólst upp sem mikill aðdáandi Jordan og Bulls liðsins og snéri aftur „heim“ og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Körfubolti 18. október 2021 11:01
Haukakonur keyrðu Skallagrím í kaf Haukar tóku á móti Skallagrím í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Óhætt er að segja að yfirburður Haukakvenna hafi verið algjörir, en lokatölur urðu 93-29. Körfubolti 17. október 2021 19:33
Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. Sport 17. október 2021 10:00
Martin og félagar aftur á sigurbraut í spænska körfuboltanum Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu í kvöld góðan fjögurra stiga sigur, 69-65, er liðið heimsótti San Pablo Burgos í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Körfubolti 16. október 2021 20:36
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 80-65 | Keflvíkingar unnu fyrsta heimaleikinn sinn Keflavík vann í kvöld 15 stiga sigur á heimavelli gegn Stjörnunni í Subway-deild karla, 80-65. Körfubolti 15. október 2021 23:16
„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“ Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld. Sport 15. október 2021 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 107-92 | Fyrsti sigur Blika í efstu deild í þrjú ár Breiðablik vann ÍR, 107-92, í Smáranum í fyrri leik dagsins í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 15. október 2021 20:50
Pétur: Vonandi verða sigrarnir fleiri en síðast Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á ÍR í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Blika í efstu deild í þrjú ár. Körfubolti 15. október 2021 20:38
Rassskelltu hvort annað í fyrra en hvað gerist í kvöld Keflavík og Stjarnan geta bæði komist upp að hlið Njarðvíkur og Tindastóls á toppi Subway-deildar karla í körfubolta þegar þau mætast í Keflavík í kvöld. Körfubolti 15. október 2021 16:00
Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. Körfubolti 15. október 2021 08:00
Helgi Már: Finnst allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. Stólarnir sóttu sigur í Vesturbæinn, 82-83. Körfubolti 14. október 2021 23:30