„Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Valur vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Bónusdeild karla þetta tímabilið þegar þeir lögðu nýliða Ármann að velli með níu stiga mun 94-83. Frank Aron Booker var að vonum ánægður með sigurinn sem Valsmenn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir. Sport 16. október 2025 21:28
Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Njarðvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir mættu á Akranes og lögðu Skagamenn með ellefu stigum eftir framlengdan leik, 130-119. Körfubolti 16. október 2025 21:22
Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram KR bar sigurorð af Þór Þorlákshöfn þegar liðin leiddu sama fáka sína í þriðju umferð Bónus-deildar karla á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 95-75 KR-ingnum í vil sem fara vel af stað í deildinni á þessari leiktíð. Körfubolti 16. október 2025 20:54
Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust. Körfubolti 16. október 2025 14:16
„Nánast ómögulegt að sigra“ Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson var ánægður með frammistöðu sína á HM ungmenna og segir að hún hefði dugað til sigurs gegn flestum á mótinu, en ekki Luke Littler. Sport 16. október 2025 10:01
Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Stjörnur WNBA-deildarinnar í körfubolta nota margar hverjar frítíma sinn eftir tímabilið til að spila í Evrópu til að auka tekjurnar en ein sú öflugasta er aftur á móti upptekin við fyrirsætustörf. Körfubolti 15. október 2025 23:31
„Ég elska að vera í Njarðvík“ Njarðvík vann öruggan sigur á Tindastól í lokaleik þriðju umferðar Bónus deild kvenna í kvöld 92-70. Danielle Rodriguez var að að vonum ánægð með sigurinn í kvöld. Sport 15. október 2025 21:39
Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Njarðvíkurkonur héldu áfram góðri byrjun sinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi heimasigur á Tindastólskonum í kvöld. Körfubolti 15. október 2025 20:49
Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Russell Westbrook verður áfram í NBA-deildinni í körfubolta á komandi tímabili en hann hefur gert samning við Sacramento Kings. Körfubolti 15. október 2025 20:31
Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Íslenski landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar í pólska liðinu Anwil Wloclawek misstu frá sér sigurinn í Evrópubikarnum í kvöld. Körfubolti 15. október 2025 18:51
Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fögnuðu í kvöld sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni í vetur og það í Aserbaídsjan. Körfubolti 15. október 2025 18:00
Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skorað grimmt. Körfubolti 15. október 2025 14:17
Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Victor Wembanyama, leikmaður San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta, er gríðarlega hávaxinn. Þó eru líklega nokkrir sentímetrar vantaldir hjá honum. Körfubolti 15. október 2025 12:45
Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sylvía Rún Hálfdánardóttir varð að hætta í körfubolta í fimm ár eftir langvarandi andleg veikindi. Hún glímir við þrjáhyggjuröskun en er nú mætt aftur í boltann og spilar með Ármanni í efstu deild. Körfubolti 15. október 2025 08:02
„Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Grindavík eru taplausar á toppi deildarinnar eftir öflugan sautján stiga sigur gegn Haukum í kvöld 68-85. Isabella Ósk Sigurðardóttir kom virkilega öflug inn af bekknum í liði Grindavíkur og skoraði 19 stig. Sport 14. október 2025 21:35
Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Valskonur höndluðu spennuna í lokin á leiknum við Hamar/Þór í Hveragerði í kvöld, í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og unnu 88-83 sigur. Nýliðar Ármanns stríddu Keflavík til að byrja með en Keflavíkurkonur enduðu á að vinna afar öruggan sigur, 101-79. Körfubolti 14. október 2025 21:32
Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Tindastóll vann stórsigur á norska liðinu Gimle í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í ENB-deildinni í körfubolta. Körfubolti 14. október 2025 21:06
Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Haukar og Grindavík voru bæði með fullt hús stiga í Bónus deild kvenna í körfubolta fyrir leik liðana í kvöld. Eftir mikla baráttu í Ólafssal er það Grindavík sem er áfram með fullt hús eftir þrjár umferðir. Lokatölur 68-85 Grindavík í vil. Körfubolti 14. október 2025 20:57
Annar sigur KR kom í Garðabæ KR-ingar eru komnir með tvo sigra í fyrstu þremur leikjum sínum í Bónus-deild kvenna í körfubolta, eftir öruggan sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, 77-60. Körfubolti 14. október 2025 20:05
Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Khalil Shabazz gerði 40 stig og gaf sjö stoðsendingar í síðasta leik Grindavíkinga gegn Skagamönnum í Bónus-deild karla. Sport 14. október 2025 11:00
Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Hvernig ætli Andra Má Eggertssyni, Nablanum, og Tómasi Steindórssyni gengi í langstökki? Svarið við þeirri spurningu fékkst í Bónus Körfuboltakvöldi extra í gær. Körfubolti 14. október 2025 10:02
Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Venju samkvæmt voru valin tilþrif eftir aðra umferð Bónus deildar karla í körfubolta sem fram fór fyrir og um helgina. Nú var nóg af tilþrifum þannig að topp 10 leit dagsins ljós. Körfubolti 13. október 2025 15:01
Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Grindvíkingurinn Alexander Veigar Þorvaldsson er í riðli með heimsmeistaranum Luke Littler á HM ungmenna í pílukasti. Þeir mætast í dag. Sport 13. október 2025 11:24
Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti og innlendur körfubolti einkennir dagskrá sjónvarpsstöðvar SÝN Sport í dag. Fótbolti 13. október 2025 06:01
Hilmar skoraði 11 stig í sigri Hilmar Smári Henningsson spilaði rúmar 16 mínútur fyrir BC Jonava í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Litháen í dag. Liðið sigraði Nevėžis-Loan Club 86-82 og skoraði Hilmar Smári 11 stig. Körfubolti 12. október 2025 21:45
Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sérfræðingar Körfuboltakvölds skildu ekki ákvarðanir Njarðvíkinga undir lok leiksins gegn ÍR á laugardagskvöld. Njarðvík tapaði leiknum 100-102 og fóru illa að ráði sínu í lok framlengingarinnar þegar þeir hefðu getað tekið forskotið. Körfubolti 12. október 2025 19:48
Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Valsmenn segja að háttvísin og körfuboltinn hafi tapað í gærkvöldi þegar Pablo Bertone spilaði með Stjörnunni gegn sínu gamla félagi. Þar er vísað í þá staðreynd að Bertone hafi verið dæmdur í fimm leikja bann en tekið það út með tveimur mismunandi liðum og þar með einungis misst af tveimur leikjum með Stjörnunni. Körfubolti 12. október 2025 19:03
Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Tryggvi Hlinason skilaði góðu framlagi í dag þegar lið hans Bilbao Basket lagði lið Jóns Axels Guðmundssonar 95-85 í ACB deildinni í á Spáni. Sigurinn var öruggari en lokatölur gefa til en Bilbao leiddi með 15 stigum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Sport 12. október 2025 18:32
Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Framkvæmdastjórar NBA-deildarinnar í körfubolta ættu að vera manna mest inni í málum í deildinni og þeir hafa nú skilað atkvæðum sínum í árlegri könnun heimssíðu NBA-deildarinnar meðal framkvæmdastjóra allra þrjátíu liða deildarinnar. Körfubolti 12. október 2025 15:31
Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Margir voru örugglega hissa á að sjá Pablo Cesar Bertone í Stjörnubúningnum í Garðabænum í gærkvöldi þegar Stjarnan vann sigur á Val í æsispennandi leik í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfuboltakvöld ræddi aðeins óvænta innkomu leikmanns sem átti að vera í löngu leikbanni. Körfubolti 12. október 2025 09:31