Segir skrokkinn í góðum málum og leikina gegn Njarðvík alltaf með þeim erfiðari Dominykas Milka fór mikinn er Keflavík vann nágranna sína í Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta á föstudagskvöld, lokatölur 90-77. Milka skoraði 32 stig og tók 17 fráköst. Hann var því eðlilega kampakátur er hann ræddi við Dominos Körfuboltakvöld að leik loknum. Körfubolti 23. janúar 2021 23:01
Tryggvi spilaði vel í stórsigri | Elvar og Jón Axel áttu góða leiki þrátt fyrir töp Þrír íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru í eldlínunni í dag. Tryggvi Snær Hlinason lék vel í sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig og Jón Axel Guðmundsson gerði 15 stig en báðir máttu þola tap. Körfubolti 23. janúar 2021 21:44
Keflavík með fullt hús stiga eftir sigur á Val Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Val í Dominos-deild kvenna í kvöld, 87-83. Keflavík er á toppi deildarinnar með fimm sigra í fimm leikjum. Körfubolti 23. janúar 2021 20:15
Enn tapar KR, ótrúleg endurkoma Fjölnis og Snæfell lagði Breiðablik Þremur leikjum í Dominos-deild kvenna í körfubolta er nú lokið. Ekkert gengur hjá KR sem hefur tapað sex leikjum í röð. Fjölnir lagði bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi og Snæfell vann mikilvægan sigur á heimavelli gegn Breiðabliki Körfubolti 23. janúar 2021 18:30
NBA: Brooklyn tapaði fyrir Cleveland annan leikinn í röð | Denver vann í framlengingu Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt, alls voru spilaðir ellefu leikir. Körfubolti 23. janúar 2021 09:30
Dagskráin í dag: Kevin Durant, Zlatan, Olís og Dominos-deildir kvenna og FA-ikarinn Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni í golfi, enska FA-bikarnum, ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, Olís-deild kvenna í handbolta, Dominos-deild kvenna sem og NBA-deildinni í körfubolta. Sport 23. janúar 2021 06:01
Hörður Axel: Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur átti fínan leik í kvöld þegar Keflvíkingar unnu baráttuna um Reykjanesbæ gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni er liðin mættust í Dominos-deildinni, lokatölur 77-90. Körfubolti 22. janúar 2021 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. Körfubolti 22. janúar 2021 22:00
Ragnar Örn: Vinnur engan leik á hálfum hraða Ragnar Örn Bragason var frábær í óvæntum 11 stiga sigri Þórs Þorlákshafnar á Stjörnunni er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld að Ásgarði í Garðabæ, lokatölur 111-100. Körfubolti 22. janúar 2021 21:06
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 100-111 | Þórsarar með óvæntan sigur í Garðabæ Þór Þorlákshöfn vann óvæntan 11 stiga sigur á Stjörnunni í Garðabænum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 100-111 í mögnuðum leik. Var þetta fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu. Körfubolti 22. janúar 2021 19:55
Ljót skilaboð frá tippara biðu Þorsteins Þorsteinn Finnbogason hefur eflaust verið svekktur eftir naumt tap með Álftanesi gegn Fjölni í 1. deildinni í körfubolta. Eftir leik biðu hans svo ljót skilaboð í símanum. Körfubolti 22. janúar 2021 17:01
NBA dagsins: Flautuþristur og troðsla LeBrons bæði meðal fimm flottustu tilþrifa næturinnar Það voru kannski bara þrír leikir á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði ekki tilþrifin og þeir LeBron James, Donovan Mitchell og RJ Barrett hafa allir ekki skorað meira í einum leik í vetur. Körfubolti 22. janúar 2021 14:45
81 stigs leikur Kobe Bryant sýndur í heild sinni í kvöld Í dag 22. janúar eru liðin fimmtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 22. janúar 2021 14:00
LeBron James sjóheitur þegar Lakers byrjaði langt útileikjaferðlag á sigri LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann Golden State og sigurganga Utah Jazz hélt áfram. Körfubolti 22. janúar 2021 07:31
Dagskrá dagsins: Suðurnesjaslagur, tekst Chorley hið ómögulega í annað sinn og nóg af körfubolta Það má með sanni segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöð 2 Sport á þessum líka fína föstudegi. Við sýnum beint frá golfi, körfubolta og fótbolta í dag. Sport 22. janúar 2021 06:00
Umfjöllun: Tindastóll - Valur 71-77 | Valur sóttu tvö stig á Krókinn Valur er komið aftur á sigurbraut eftir sex stiga sigur á Tindastól á Sauðárkrók í kvöld. Körfubolti 21. janúar 2021 22:25
Nýi maðurinn í vélinni og Helgi upptekinn í vinnu Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, segist hafa búist við erfiðum leik gegn Hetti í kvöld. Sú varð líka raunin en KR-ingar unnu fimm stiga sigur, 113-108, í hörkuleik. Körfubolti 21. janúar 2021 21:57
Umfjöllun og viðtöl: KR - Höttur 113-108 | Naumur sigur meistaranna á nýliðunum KR vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Hött að velli, 113-108, í DHL-höllinni í 4. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Hattarmenn hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 21. janúar 2021 21:45
„Vorum ekki að hlaupa kerfin af krafti“ Emil Barja fyrirliði Hauka var ósáttur eftir tap hans manna gegn Grindavík í HS Orku höllinni í kvöld. Haukar eru með þrjú töp á bakinu eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Domino´s deildinni. Körfubolti 21. janúar 2021 21:41
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 82-75 | Grindavík enn með fullt hús stiga Grindavík er enn með fullt hús stiga í Dominos deild karla þegar fjórum umferðum er lokið. Liðið vann sjö stiga sigur á Haukum í kvöld, lokatölur 82-75. Körfubolti 21. janúar 2021 21:25
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Ak. 105-90 | ÍR keyrði yfir Þór í þriðja leikhlutanum Sigurlausir Þórsarar mættu í Seljaskóla og mættu ÍR. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik þá keyrðu ÍR-ingar yfir gestina í síðari hálfleik. Körfubolti 21. janúar 2021 19:50
Stórleikur Danielu á Ásvöllum og Keflavíkurstelpur eru áfram taplausar Guðjón Guðmundsson fór yfir umferðina í kvennakörfunni í gærkvöldi en þar fögnuðu Breiðablik, Valur, Keflavík og Fjölnir sigri í sínum leikjum. Körfubolti 21. janúar 2021 16:40
NBA dagsins: Afgreiddi ofurþríeykið í Brooklyn með skotsýningu í lokin Collin Sexton var óvænt stjarna kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar allir voru að velta fyrir sér hvað nýja ofurþríeyki Brooklyn Nets myndi gera í sínum fyrsta leik saman. Körfubolti 21. janúar 2021 15:30
Mál Kristófers gegn KR fyrir héraðsdóm Mál Kristófers Acox, landsliðsmanns í körfubolta, gegn Knattspyrnufélagi Reykjavíkur verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Körfubolti 21. janúar 2021 14:01
Helena með 30 framlagsstig tæpum sjö vikum eftir að hún eignaðist barn Helena Sverrisdóttir átti stórleik í gær þegar Valskonur unnu Snæfell í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 21. janúar 2021 13:31
Hætti hjá Fjölni eftir að þjálfarinn sagði henni að halda kjafti Leiðir skildi með Fjölni og bandarísku körfuknattleikskonunni Ariönu Moorer á dögunum eftir deilur sem náðu hámarki þegar að þjálfari Fjölnis, Halldór Karl Þórsson, sagði henni að „halda kjafti“ í fyrsta leik liðsins á árinu. Körfubolti 21. janúar 2021 12:00
Harden leikmannaskiptin björguðu mögulega lífi NBA leikmanns Caris LeVert var einn af leikmönnunum sem fór í nýtt NBA-lið þegar Brooklyn Nets fékk til sín James Harden á dögunum. Við nákvæma læknisskoðun vegna skiptanna uppgötvaðist hins vegar blettur á nýranu hans. Körfubolti 21. janúar 2021 11:31
Harden, Durant og Irving töpuðu á móti Cleveland í fyrsta leiknum saman Þeir sem biðu spenntir eftir að sjá nýjasta ofurþríeyki NBA deildarinnar í körfubolta spila saman varð að ósk sinni í nótt. Úrslitin voru þó ekki í takt við væntingarnar. Körfubolti 21. janúar 2021 07:30
Dagskráin í dag: Domino’s leikir og uppgjör sem og toppliðið á Spáni Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tíu beinar útsendingar eru á þessum næst síðasta fimmtudegi janúar mánaðar; frá golfi, fótbolta, rafíþróttum og körfubolta. Sport 21. janúar 2021 06:01
Daniela: Þær treysta mér og ég treysti þeim Daniella Morillo átt stórleik í 57-67 sigri gegn Haukum á Ásvöllum í Dominos deild kvenna í kvöld. Daniella skoraði alls 31 stig ásamt því að taka 23 fráköst á 38 mínútum. Körfubolti 21. janúar 2021 00:14