Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Elvar Már með tvöfalda tvennu í sigri

Elvar Már Friðriksson skoraði ellefu stig og gaf sömuleiðis ellefu stoðsendingar í 94-88 sigri Siauliai á Neptunas í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta. Elvar leikur með fyrrnefnda liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikmenn smeykir við leikjaálagið framundan

Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals í Domino's deild kvenna í körfubolta, segir leikmenn þurfa að vera vel undirbúna fyrir það mikla leikjaálag sem verður í deildinni er hún hefst á ný í næstu viku.

Körfubolti
Fréttamynd

Curry og LeBron í bana­stuði | Mynd­bönd

Stórskytturnar LeBron James og Steph Curry voru í miklu stuði í NBA körfuboltanum í nótt. LeBron var stigahæstur í sigri Lakers gegn Chicago og Curry skoraði flest stig Golden State í sigri á Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu

Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji.

Körfubolti
Fréttamynd

Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví

Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa.

Körfubolti
Fréttamynd

Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda

Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik.

Sport