Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Grímuskyldu komið á í fjölförnum svæðum Parísar

Frá og með mánudeginum verður Parísarbúum skylt að klæðast andlitsgrímum á meðan þeir ferðast í gegnum ákveðin fjölfarin svæði höfuðborgarinnar. Líkt og hér á landi hefur faraldur kórónuveirunnar sótt í sig veðrið á undanförnum vikum í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Danir fresta því að slaka á að­gerðum

Til stóð að opna fyrir starfsemi í tónleikasölum og næturklúbbum á ný í ágústmánuði, en nú er ljóst að það verður að bíða betri tíma í ljósi þróunar síðustu vikna.

Erlent
Fréttamynd

Í upp­hafi krefjandi vetrar

Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni

Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar.

Innlent