Sjáum við hænuskref eða splitstökk á COP26? Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Skoðun 2. nóvember 2021 15:02
Fjögur hundruð einkaflugvélar til Skotlands vegna loftslagsráðstefnu Fjögur hundruð einkaflugvélar flugu til Skotlands til að ferja þangað um þúsund gesti loftslagsráðstefnunnar COP26, sem fer fram í Glasgow. Loftslagsaðgerðasinnar hafa gagnrýnt gestina harðlega vegna loftslagsáhrifanna sem ferðamátinn hefur. Erlent 2. nóvember 2021 14:29
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Innlent 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. Innlent 2. nóvember 2021 12:13
Bein útsending: Katrín ávarpar gesti á COP26 í Glasgow Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Innlent 2. nóvember 2021 12:01
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. Viðskipti innlent 2. nóvember 2021 11:42
Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. Heimsmarkmiðin 2. nóvember 2021 10:20
Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. Erlent 2. nóvember 2021 07:18
Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. Erlent 1. nóvember 2021 22:47
Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. Innlent 1. nóvember 2021 20:04
Börn flosna upp vegna loftslagsbreytinga í vaxandi mæli Samkvæmt skýrslunni lentu þrjátíu milljónir manna á hrakhólum á síðasta ári vegna breytinga á veðurfari. Heimsmarkmiðin 1. nóvember 2021 12:25
Framtíðin ræðst af aðgerðum Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Skoðun 1. nóvember 2021 12:01
Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Skoðun 1. nóvember 2021 08:31
Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. Innlent 1. nóvember 2021 07:29
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Erlent 31. október 2021 13:19
G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. Erlent 31. október 2021 12:38
Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. Erlent 30. október 2021 11:31
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Skoðun 29. október 2021 17:00
Ráðherra lagði áherslu á græna orku á ráðherrafundi um loftslagsmál Ráðherra sagði frá áherslum og aðgerðum Íslands varðandi loftslagsmál og staðfesti að Ísland styður metnaðarfullar loftslagsaðgerðir. Heimsmarkmiðin 29. október 2021 14:00
Bein útsending: Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er heiðursgestur á málþingi um loftslagskreppuna og framtíðina sem er haldið í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 29. október 2021 13:00
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. Erlent 29. október 2021 11:56
Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Innlent 29. október 2021 10:21
Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma. Erlent 29. október 2021 09:17
Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. Erlent 29. október 2021 07:01
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. Innlent 28. október 2021 22:16
Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Erlent 28. október 2021 15:07
Risaeðla varar þjóðir heims við útrýmingu Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag myndband í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin 28. október 2021 14:03
Rannsóknir samhljóða um ábyrgð manna á hlýnun Yfir 99,9% allra ritrýndra loftslagsvísindarannsókna sem hafa verið birtar frá 2012 telja menn ábyrga fyrir hnattrænni hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það er enn hærra hlutfall en í þekktri rannsókn sem vitnað hefur verið til um vísindalega vissu fyrir orsökum loftslagsbreytinga. Erlent 27. október 2021 15:32
Stefna áströlskum stjórnvöldum vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum Frumbyggjar á tveimur afskekktum eyjum hafa stefnt áströlsku ríkisstjórninni fyrir að hafa látið hjá liggja að vernda þá fyrir loftslagsbreytingum sem ógna nú heimkynum þeirra. Erlent 27. október 2021 08:42
Orkuskipti – stóra tækifærið fyrir Ísland Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Skoðun 27. október 2021 08:01