Þurfa að stórauka framlög til endurnýjanlegrar orku og aðlögunar Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 13:01 Vind- og sólarorkuframleiðsla losar ekki gróðurhúsalofttegundir en hún fer einnig mun betur með vatn en önnur orkuframleiðsla. Orkugjafarnir hjálpa þannig ekki aðeins gegn hnattrænni hlýnun heldur einnig vatnsskorti af völdum hennar. Vísir/EPA Þjóðir heims þurfa að þrefalda framlög sín til uppbyggingar endurnýjanlegrar orkugjafar og tvöfalda framleiðslu á hreinni orku á næstu átta árum til þess að hægt verði að ná loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma ógna loftslagsbreytingar orkuinnviðum heimsins. Um þrír fjórðu hlutar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun hlýst af orkuframleiðslu. Því þarf mannkynið að færa sig hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólar-, vind- og vatnsorku í stað jarðefnaeldsneytis eins og kola, olíu og gass. Í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og fleiri alþjóðastofnana kemur fram að ef menn tvöfalda ekki framleiðslu á grænni orku á næstu árum sé hætta á að veðuröfgar og vatnsskortu vegna loftslagsbreytinga ógni orkuöryggi heimsins og stefni jafnvel núverandi framleiðslu á grænni orku í hættu. Þrefalda þarf fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum fyrir árið 2050 svo að heimurinn eigi möguleika á að ná kolefnishlutleysi. Eins og sakir standa er mest fjárfest í þeim í Austur-Asíu, fyrst og fremst Kína og Japan, en þar á eftir í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Þróun endurnýjanlegra orkugjafa er skammt á veg komin í þróunarríkjum en alþjóðleg fjárframlög þeim til aðstoðar drógust saman árið 2019, annað árið í röð. Þá námu þau rétt tæpum ellefu milljörðum Bandaríkjadollara en til samanburðar voru þau 24,7 milljarða dollara þegar þau voru hæst árið 2017. Í Afríku eru sögð gríðarleg tækifæri til að byggja upp endurnýjanlega orkuinnviði Aðeins um tvö prósent af því fé sem hefur verið varið í þá í heiminum undanfarna tvo áratugi hefur runnið til álfunnar. Til þess að allri Afríkubúar fái aðgang að nútímaorku þarf að fjárfesta um 25 milljarða dollara á ári þar, um eitt prósent af árlegri orkufjárfestingu á heimsvísu. Vatn í Mead-uppistöðulóninu við Hoover-stífluna í Nevada í Bandaríkjunum stóð sögulega lágt í júlí. Það hafði aldrei staðið eins lágt frá því að stíflan var byggð árið 1937.Vísir/EPA Núverandi innviðir í hættu Lýst er verulegum áhyggjum af áhrifum loftslagsbreytinga á núverandi orkuinnviði heimsbyggðarinnar í skýrslunni. Þær eru sagðar hafa bein áhrif á framboð og framleiðslu á orku og á innviðina sjálfa. Þannig hafi hitabylgjur og þurrkar aukið álag á orkuframleiðslu sem geri það enn brýnna en ella að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti. Rakin eru nokkur dæmi um áhrif veðuröfga á orkuframleiðslu í heiminum. Um 700.000 manns voru án rafmagns í sögulegri hitabylgju í Buenos Aires í Argentínu í janúar. Hundruð þúsunda heimila í austasta hluta rússneska sambandsríkisins voru án rafmagns í fleiri daga þegar frostrigning hjúpaði rafmagnslínur í nóvember árið 2020. Um 87% af orkuframleiðslu heimsins var háð aðgangi að vatni árið 2020, hvort sem það var varmaorka framleidd með bruna á jarðefnaeldsneyti, kjarnorka eða vatnsafl. Af jarðefnaeldsneytisorkuverum sem reiða sig á vatn til kælingar var þriðjungur þeirra á svæðum þar sem mikið álag er á vatnsforða. Sömu sögu var að segja af fimmtán prósent kjarnorkuvera en búist er við því að fjórðungur þeirra verði á slíkum svæðum innan tveggja áratuga. Ellefu prósent vatnsaflsvirkjana eru einnig á svæðum þar sem vatn getur orðið af skornum skammti. Rúmur fjórðungur núverandi vatnsaflsvirkjana og 23 prósent stíflna sem stendur til að byggja eru á vatnasviðum áa þar sem miðlungs eða mikil hætta er á vatnsskorti. Þá telja skýrsluhöfundar að kjarnorkuverum á strandsvæðum kunni einnig að stafa hætta af hækkandi yfirborði sjávar og flóðum. Nefna þeir til dæmis Turkey Point-kjarnorkuverið á Flórída í Bandaríkjunum sem er við sjávarmál og gæti verið í hættu á allra næstu áratugum. Kjarnorkuver nota bæði vatn til þess að kæla ofna sína en einnig til að framleiða gufu sem knýr túrbínur.Vísir/EPA Sólar- og vindorka dregur úr losun og vatnsnotkun Þrátt fyrir að orkuinnviðum sem eru þegar til staðar sé ógnað er lítil áhersla lögð á aðlögun þeirra að loftslagsbreytingum í aðgerðaáætlunum ríkisstjórna heims og lítið fjármagn er veitt til hennar. Slík aðlögun er aðeins nefnd sem forgangsmál í 40% þeirra landsáætlana sem ríki hafa sent inn til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Til þess að létta álaginu af orkuvinnviðum þarf mannkynið að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Það verður aðeins gert með því að tvöfalda framleiðslu á grænni orku fyrir árið 2030. Sólar- og vindorka krefst mun minna vatns en aðrir orkugjafar og því geta skipti yfir þá hjálpað til við að draga úr vatnsskorti. Núverandi skuldbindingar ríkja um fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum hrökkva þó ekki til. Þau fyrirheit eru aðeins um helmingur þess sem til þarf. Losunarmarkmið þjóðanna duga heldur ekki til þess að ná þeim samdrátti sem stefnt er að fyrir lok áratugsins og munar um 70% á loforðunum og markmiðunum. Loftslagsmál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Tengdar fréttir Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. 11. september 2022 11:25 Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. 19. júlí 2022 22:45 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Um þrír fjórðu hlutar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun hlýst af orkuframleiðslu. Því þarf mannkynið að færa sig hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólar-, vind- og vatnsorku í stað jarðefnaeldsneytis eins og kola, olíu og gass. Í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og fleiri alþjóðastofnana kemur fram að ef menn tvöfalda ekki framleiðslu á grænni orku á næstu árum sé hætta á að veðuröfgar og vatnsskortu vegna loftslagsbreytinga ógni orkuöryggi heimsins og stefni jafnvel núverandi framleiðslu á grænni orku í hættu. Þrefalda þarf fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum fyrir árið 2050 svo að heimurinn eigi möguleika á að ná kolefnishlutleysi. Eins og sakir standa er mest fjárfest í þeim í Austur-Asíu, fyrst og fremst Kína og Japan, en þar á eftir í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Þróun endurnýjanlegra orkugjafa er skammt á veg komin í þróunarríkjum en alþjóðleg fjárframlög þeim til aðstoðar drógust saman árið 2019, annað árið í röð. Þá námu þau rétt tæpum ellefu milljörðum Bandaríkjadollara en til samanburðar voru þau 24,7 milljarða dollara þegar þau voru hæst árið 2017. Í Afríku eru sögð gríðarleg tækifæri til að byggja upp endurnýjanlega orkuinnviði Aðeins um tvö prósent af því fé sem hefur verið varið í þá í heiminum undanfarna tvo áratugi hefur runnið til álfunnar. Til þess að allri Afríkubúar fái aðgang að nútímaorku þarf að fjárfesta um 25 milljarða dollara á ári þar, um eitt prósent af árlegri orkufjárfestingu á heimsvísu. Vatn í Mead-uppistöðulóninu við Hoover-stífluna í Nevada í Bandaríkjunum stóð sögulega lágt í júlí. Það hafði aldrei staðið eins lágt frá því að stíflan var byggð árið 1937.Vísir/EPA Núverandi innviðir í hættu Lýst er verulegum áhyggjum af áhrifum loftslagsbreytinga á núverandi orkuinnviði heimsbyggðarinnar í skýrslunni. Þær eru sagðar hafa bein áhrif á framboð og framleiðslu á orku og á innviðina sjálfa. Þannig hafi hitabylgjur og þurrkar aukið álag á orkuframleiðslu sem geri það enn brýnna en ella að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti. Rakin eru nokkur dæmi um áhrif veðuröfga á orkuframleiðslu í heiminum. Um 700.000 manns voru án rafmagns í sögulegri hitabylgju í Buenos Aires í Argentínu í janúar. Hundruð þúsunda heimila í austasta hluta rússneska sambandsríkisins voru án rafmagns í fleiri daga þegar frostrigning hjúpaði rafmagnslínur í nóvember árið 2020. Um 87% af orkuframleiðslu heimsins var háð aðgangi að vatni árið 2020, hvort sem það var varmaorka framleidd með bruna á jarðefnaeldsneyti, kjarnorka eða vatnsafl. Af jarðefnaeldsneytisorkuverum sem reiða sig á vatn til kælingar var þriðjungur þeirra á svæðum þar sem mikið álag er á vatnsforða. Sömu sögu var að segja af fimmtán prósent kjarnorkuvera en búist er við því að fjórðungur þeirra verði á slíkum svæðum innan tveggja áratuga. Ellefu prósent vatnsaflsvirkjana eru einnig á svæðum þar sem vatn getur orðið af skornum skammti. Rúmur fjórðungur núverandi vatnsaflsvirkjana og 23 prósent stíflna sem stendur til að byggja eru á vatnasviðum áa þar sem miðlungs eða mikil hætta er á vatnsskorti. Þá telja skýrsluhöfundar að kjarnorkuverum á strandsvæðum kunni einnig að stafa hætta af hækkandi yfirborði sjávar og flóðum. Nefna þeir til dæmis Turkey Point-kjarnorkuverið á Flórída í Bandaríkjunum sem er við sjávarmál og gæti verið í hættu á allra næstu áratugum. Kjarnorkuver nota bæði vatn til þess að kæla ofna sína en einnig til að framleiða gufu sem knýr túrbínur.Vísir/EPA Sólar- og vindorka dregur úr losun og vatnsnotkun Þrátt fyrir að orkuinnviðum sem eru þegar til staðar sé ógnað er lítil áhersla lögð á aðlögun þeirra að loftslagsbreytingum í aðgerðaáætlunum ríkisstjórna heims og lítið fjármagn er veitt til hennar. Slík aðlögun er aðeins nefnd sem forgangsmál í 40% þeirra landsáætlana sem ríki hafa sent inn til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Til þess að létta álaginu af orkuvinnviðum þarf mannkynið að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Það verður aðeins gert með því að tvöfalda framleiðslu á grænni orku fyrir árið 2030. Sólar- og vindorka krefst mun minna vatns en aðrir orkugjafar og því geta skipti yfir þá hjálpað til við að draga úr vatnsskorti. Núverandi skuldbindingar ríkja um fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum hrökkva þó ekki til. Þau fyrirheit eru aðeins um helmingur þess sem til þarf. Losunarmarkmið þjóðanna duga heldur ekki til þess að ná þeim samdrátti sem stefnt er að fyrir lok áratugsins og munar um 70% á loforðunum og markmiðunum.
Loftslagsmál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Tengdar fréttir Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. 11. september 2022 11:25 Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. 19. júlí 2022 22:45 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37
Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. 11. september 2022 11:25
Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. 19. júlí 2022 22:45