
Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skaftafelli
Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi.