UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. Fótbolti 3. júní 2022 19:30
Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Fótbolti 3. júní 2022 15:00
Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. Fótbolti 3. júní 2022 13:32
Salah myndi fórna verðlaunum tímabilsins til að fá að endurtaka úrslitaleikinn Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, segir að hann myndi fórna öllum þeim verðlaunum sem hann vann á nýliðnu tímabili til að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Fótbolti 2. júní 2022 22:45
Messi skilur baulið og ætlar að gera betur Lionel Messi segist skilja baulið sem hann og aðrir leikmenn PSG urðu fyrir af stuðningsmönnum liðsins eftir að félagið datt úr Meistaradeild Evrópu fyrr á tímabilinu. Hann segist staðráðinn í að gera betur á næsta tímabili. Fótbolti 2. júní 2022 07:30
Erfiðara að passa tveggja ára son minn en Andy Robertson Federico Valverde, leikmaður Real Madrid, tók sér tíma til að strá salt í sár bakvarðar Liverpool, Andy Robertson, í viðtali eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðustu helgi. Fótbolti 1. júní 2022 23:01
Átta sem léku úrslitaleikinn í liði tímabilsins Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sett saman lið tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Átta af ellefu leikmönnum liðsins léku til úrslita, fjórir leikmenn Liverpool og fjórir leikmenn Real Madrid. Fótbolti 31. maí 2022 22:16
Benzema valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeildinni Franski framherjinn Karim Benzema hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 31. maí 2022 18:01
Messi gat ekki hlaupið í margar vikur eftir smit Lionel Messi var lengi að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni í byrjun árs og kveðst enn hafa verið að jafna sig þegar hann féll úr leik í Meistaradeild Evrópu með liði sínu PSG. Fótbolti 31. maí 2022 17:30
Ancelotti segir það hafa verið auðveldara að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liverpool Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópumeistara Real Madríd, segir það hafa verið auðveldara fyrir sig að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool heldur en önnur lið. Fótbolti 31. maí 2022 10:30
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. Fótbolti 30. maí 2022 21:31
Thibaut Courtois, Edwin van der Sar og Oliver Kahn Thibaut Courtois reyndist hetja Real Madríd er liðið vann sinn fjórtánda Evróputitil um helgina. Courtois lék óaðfinnanlega og var í kjölfarið kosinn maður leiksins af UEFA sem þýðir að hann er nú kominn á einkar fámennan lista. Fótbolti 30. maí 2022 07:31
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. Fótbolti 29. maí 2022 22:31
Marcelo kveður með viðeigandi hætti Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo sem leikið með nýkrýndum sigurvegurum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla, Real Madrid í 15 ár, mun róa á önnur mið í sumar. Fótbolti 29. maí 2022 12:33
Klopp hvatti stuðningsmenn til að bóka hótel í Istanbúl Jürgen Klopp var upplitsdjarfur og spenntur fyrir framtíðinni þrátt fyrir svekkjandi tap Liverpool gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í gærkvöldi. Sport 29. maí 2022 09:53
Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. Fótbolti 29. maí 2022 08:01
Ancelotti: Ég er metamaður Carlo Ancelotti varð í kvöld fyrsti þjálfarinn í sögunni til að vinna Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Hann vann hana í tvígang með AC Milan og hefur nú unnið hana tvisvar með Real Madrid. Fótbolti 28. maí 2022 23:16
„Þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir“ Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var ótvíræður maður leiksins í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool í París í kvöld. Hann var eðlilega í skýjunum að leik loknum. Fótbolti 28. maí 2022 22:31
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. Fótbolti 28. maí 2022 21:34
Finna til mikillar ábyrgðar Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Fótbolti 28. maí 2022 20:09
Fæddist í flóttamannabúðum en leikur nú til úrslita í Meistaradeild Evrópu Eduardo Camavinga mun að öllum líkindum koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar Real Madríd mætir Liverpool. Það er með hreinum ólíkindum ef horft er til þess að hann fæddist í flóttamannabúðum í Angóla síðla árs 2002. Fótbolti 28. maí 2022 11:31
Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum. Fótbolti 28. maí 2022 09:01
Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld. Fótbolti 27. maí 2022 23:15
Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Enski boltinn 27. maí 2022 22:00
Klopp flutti góðar fréttir fyrir Liverpool-menn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir útlitið gott varðandi miðjumennina Fabinho og Thiago fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fótbolti 27. maí 2022 17:15
Tilbúinn að fórna öllu fyrir sigur, jafnvel eiginkonunni Federico Valverde, miðjumaður Real Madrid, er afar spenntur fyrir komandi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool. Hann segist reiðubúinn að fórna miklu fyrir Meistaradeildartitil. Fótbolti 27. maí 2022 15:31
Metin sem gætu fallið á morgun Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Fótbolti 27. maí 2022 13:31
„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fótbolti 27. maí 2022 07:01
Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun. Fótbolti 26. maí 2022 15:00
Ancelotti ekki reiður út í Kylian Mbappe Carlo Ancelotti er ekki í hópi þeirra sem úthúða ákvörðun franska knattspyrnumannsins Kylian Mbappe um að hafna samningi við Real Madrid og semja frekar aftur við Paris Saint-Germain. Fótbolti 24. maí 2022 16:31