Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Höfundar lesa í beinni: Bókakonfekt For­lagsins

Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Öruggari með sjálfa sig en nokkru sinni fyrr

„Mér finnst ég sitja betur í sjálfri mér í dag,“ segir tónlistarkonan, Idol stjarnan og nýbakaða móðirin Saga Matthildur. Blaðamaður settist niður með henni og fékk að heyra frá viðburðaríku ári hennar.

Tónlist
Fréttamynd

The Killer: Er þetta allt og sumt?

Kvikmyndin The Killer hefur nú verið frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um leigumorðingja sem tekur að sér verkefni sem fer í vaskinn og afleiðingar þess. Á yfirborðinu er hún merkilegri en flest sem Netflix býður upp á þessa dagana og það fyrir ýmissa hluta sakir. Sérstaklega er það vegna þess að hér leiða saman hesta sína leikstjórinn David Fincher og handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker, en samstarf þeirra gat af sér eina eftirminnilegustu spennumynd tíunda áratugarins, Seven. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör og frú edrú í sjö ár

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árna­son, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann.

Lífið
Fréttamynd

GusGus kom, söng og sigraði

Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“

Gagnrýni
Fréttamynd

„Ég gat ekki hætt að gráta af gleði“

„Það er eins og við séum alvöru fjölskylda því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Hildur Kristín Kristjánsdóttir, ellefu ára leikkona. Hún ásamt hinni tíu ára gömlu Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur, skipta með sér titilhlutverki sýningarinnar Fíasól gefst aldrei upp, sem frumsýnt verður í byrjun desember.

Lífið
Fréttamynd

„Mystísk en um leið svo mann­leg“

„Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar.

Tónlist
Fréttamynd

Ástarlag til löngu strætóferðanna

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf.

Tónlist
Fréttamynd

Ó­víst með fram­tíð Iceland Noir

Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar.

Innlent
Fréttamynd

Myrkur veru­leiki ópíóðafaraldurs í Reykja­vík sögu­svið nýrrar bókar

„Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Lífið
Fréttamynd

Leikari úr Línu lang­sokk látinn

Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Gengu út af við­burði Clinton og mót­mæltu

Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 

Innlent
Fréttamynd

„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“

Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira.

Lífið