Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 26-31 Valur | Valur enn með fullt hús eftir sigur í Eyjum
ÍBV tók á móti Val í fjórðu umferð Olís deild kvenna i handbolta í kvöld en leikurinn var færður vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Valskonur höfðu ekki tapað stigi í deildinni í vetur og áfram hélt sigurgangan með góðum sigri, 26-31.