EM-ævintýrið í Pallborðinu: „Handbolti er og verður þjóðaríþróttin“ Það dettur engum í hug að boða til fundar á milli klukkan 14 og 16 í dag. Ástæðan er einföld. Ísland mætir Króatíu á EM í handbolta klukkan 14:30 og stígur risaskref í átt að undanúrslitum með sigri. Handbolti 24. janúar 2022 11:32
Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. Innlent 18. janúar 2022 20:31
Læknar með gjörólíka sýn á faraldurinn takast á í Pallborðinu Gamlir vinir og samstarfsmenn á Landspítala mætast í Pallborðinu klukkan 14:30 í beinni hér á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag til að ræða heimsfaraldurinn og leiðir út úr honum. Fylgst er með gangi mála í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Innlent 18. janúar 2022 12:09
„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 12. janúar 2022 15:59
Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði. Innlent 12. janúar 2022 12:59
„Við veljum alltaf að bólusetja börnin til þess að verja þau“ Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm. Innlent 7. janúar 2022 18:17
Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga. Innlent 7. janúar 2022 12:59
Ekki fleiri nefndir um þjóðarleikvanga: „Sannfærður um að við löndum þessu“ „Við þurfum bara að ýta á Enter,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, um nýja þjóðarleikvanga fyrir boltaíþróttir og frjálsíþróttir sem lengi hefur verið beðið eftir. Sport 10. desember 2021 14:00
Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Körfubolti 10. desember 2021 12:30
Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. Sport 10. desember 2021 09:00
Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. Sport 9. desember 2021 22:07
Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Sport 9. desember 2021 15:32
Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. Innlent 2. desember 2021 19:20
Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Innlent 2. desember 2021 13:00
Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. Innlent 2. desember 2021 06:21
Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. Innlent 30. nóvember 2021 12:05
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. Innlent 26. nóvember 2021 17:09
Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. Innlent 26. nóvember 2021 12:36
Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA takast á í Pallborðinu Seðlabankastjóri varpaði sprengju inn í stöðuna á vinnumarkaði í gær þegar hann sagði óheppilegt að launafólk fengi greiddan hagvaxtarauka ofan á laun sín næsta vor. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi í dag til að ræða vaxandi óróa í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Innlent 18. nóvember 2021 11:48
Bein útsending: Helga Vala og Sigurbjörg ræða kynferðisofbeldi í Pallborðinu Hávært ákall hefur verið um gagngerar breytingar í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisofbeldi. Innlent 16. nóvember 2021 13:11
Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. Innlent 4. nóvember 2021 14:10
Bein útsending: Fulltrúar stríðandi fylkinga í Eflingu mæta í Pallborðið Lagt verður til á stjórnarfundi Eflingar í dag að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins verði sett í embætti formanns til bráðabirgða í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér formannsembættinu á sunnudagskvöld. Innlent 4. nóvember 2021 11:30
Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. Innlent 1. nóvember 2021 22:21
Bein útsending: Formannsefni kennara skiptast á skoðunum í Pallborðinu Fjögur gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Formannsefnin mæta í Pallborðið í dag og ræða stöðuna í menntamálum hér heima og hvernig þau sjá fyrir sér að leiða kennara næstu árin. Innlent 1. nóvember 2021 11:38
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Innlent 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Innlent 21. október 2021 14:51
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. Innlent 21. október 2021 11:41
„Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur“ Þrír af helstu sérfræðingum í James Bond á Íslandi kunnu vel að meta No Time to Die, nýjustu myndina um einkaspjæjara hinnar hátignar. Einn hefur hitt Daniel Craig, sem lék Bond í fimmta og síðasta skiptið í myndinni, og ber honum ekki vel söguna. Bíó og sjónvarp 14. október 2021 18:30
Pallborðið: Er James Bond orðinn of mjúkur? Nýjasta James Bond-myndin hefur verið í sýningum í kvikmyndahúsum landsins í tæpa viku. Bíó og sjónvarp 14. október 2021 12:16
Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Innlent 30. september 2021 19:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent