Mætum á Austurvöll á morgun Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Skoðun 4. apríl 2024 07:31
Kröfur ríkisins til þinglýstra eigna Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármála- og efnahagsráðherra í allar eyjar og sker umhverfis landið sem eru ofan sjávar á stórstraumsfjöru hafi vakið gríðarlega mikil viðbrögð almennings. Sveitarstjórnarfólk víða um land hefur verulegar áhyggjur af málinu og segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Skoðun 2. apríl 2024 16:00
Alvarlegur stjórnunarvandi við umsýslu ríkiseigna Enn horfum við upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nú í tengslum við kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Skoðun 2. apríl 2024 10:15
Aukinn kraftur með hækkandi sól Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól. Skoðun 28. mars 2024 14:30
Má þjóðin ráða? Hvert sem ég fer er fólk að ræða við mig um stöðu heimilisbókhaldsins. Efnahagsástandið er farið að rífa verulega í hjá fólkinu okkar. Fólki sem hefur gert allt samkvæmt bókinni en finnur samt fyrir því að róðurinn þyngist og erfiðara er að láta reikningsdæmið ganga almennilega upp. Skoðun 27. mars 2024 14:00
Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. Skoðun 27. mars 2024 11:01
Varanlegt vopnahlé og sjálfstæð Palestína Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Skoðun 26. mars 2024 09:31
Framsókn stendur með bændum og neytendum Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, framleiðendafélög. Þær miklu umræður sem fylgt hafa í kjölfarið hafa væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni enda hafa stór orð verið látin falla sem eiga ekki öll rétt á sér. Skoðun 25. mars 2024 12:31
Viltu finna milljarð? Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Skoðun 25. mars 2024 07:30
Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Skoðun 25. mars 2024 06:00
Einokunarkjöt og ríkistryggingar Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Skoðun 23. mars 2024 09:00
Mikilvægt framfaraskref fyrir bændur og neytendur Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Skoðun 21. mars 2024 15:00
Kynfærin skorin af konum Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Skoðun 21. mars 2024 07:31
Samfylkingin slær ryki í augu almennings Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum.Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Skoðun 20. mars 2024 19:00
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. Skoðun 20. mars 2024 11:30
Fíknisjúkdómar Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Skoðun 20. mars 2024 10:15
Íslenska: lykill eða lás? Hver ætli sé hin raunverulega ástæða þess að nokkrir þingmenn leggi til að að gerð verði krafa um íslenskukunnáttu hjá leigubílstjórum? Hvort ætli það sé a) umhyggja fyrir gæðum þjónustunnar eða b) tilraun til að hindra útlendinga frá því að öðlast réttindin? Já, hvort ætli? Skoðun 20. mars 2024 08:00
70% færri kvartanir vegna vetrarþjónustu í kjölfar úrbóta Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Skoðun 19. mars 2024 17:31
Ríkisvæðing og ríkisstjórnarmenning Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Skoðun 19. mars 2024 13:00
Ráðherra sem fer þvert á vilja Alþingis Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Skoðun 18. mars 2024 07:01
Jarðakaup í nýjum tilgangi Við sjáum dæmi dæmi um erlend jarðakaup til útflutnings á jarðefnum í undirbúningi á Mýrdalssandi. Lögin í kringum nýtingu jarðefna voru m.a. hönnuð til að bændur og Vegagerðin hefðu auðvelt aðgengi að möl og sandi til að byggja fjárhús og vegi. Lögin voru ekki hönnuð til að flytja út fjöll og fell. Skoðun 17. mars 2024 12:31
Frelsi og fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Skoðun 16. mars 2024 08:00
Ef sænska krónan er of lítil hvað er þá sú íslenska? Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Skoðun 15. mars 2024 08:30
Engin svör Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Skoðun 15. mars 2024 08:02
Satt um skatta Sjallana Það er vel skiljanlegt að það þyki ekki góð leið fyrir stjórnarandstöðuflokka til að auka fylgi sitt að viðurkenna fúslega að leiðir Sjálfstæðisflokksins hafi reynst heilladrýgsta leiðin fyrir venjulegt launafólk og samfélagið allt til að bæta kjör og lífsgæði. Skoðun 14. mars 2024 08:31
Gulleyjan okkar Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið. Skoðun 14. mars 2024 06:00
Samstaða um aukna velsæld Skrifað hefur verið undir langtíma kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og SGS, Eflingar og Samiðnar – breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Skoðun 13. mars 2024 09:45
Þjóðarskömmin mikla Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Skoðun 12. mars 2024 08:01
Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni „Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár. Skoðun 11. mars 2024 13:00
Er endilega sælla að þiggja? Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Skoðun 11. mars 2024 09:01
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun