Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af öryggi skóla­barna í Laugar­dal

Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvar börnin lenda í haust

Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. 

Innlent
Fréttamynd

Nýtt ís­lenskt hundaleikfang slær í gegn

Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar.

Lífið
Fréttamynd

„Hún er al­besti vinur minn“

Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur.

Innlent
Fréttamynd

Metnaður eða metnaðar­leysi?

Á langri starfsævi, í meira en 40 ár starfaði ég sem kennari í íslensku skólasamfélagi. Ég tel mig, í ljósi þess, hafa rétt til og vit á að skrifa þau orð sem fylgja þessum inngangsorðum mínum.

Skoðun
Fréttamynd

Verzló vann MORFÍs

Lið Verzlunarskóla Íslands var hlutskarpast í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í ár. Úrslitin fóru fram á Hilton Nordica-hótelinu á miðvikudag, þar sem Verzló mætti Menntaskólanum við Sund.

Lífið
Fréttamynd

„Ég meina, hann er að missa fyrir­tækið sitt“

Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin.

Innlent
Fréttamynd

Birgir Guð­jóns­son er látinn

Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki á­heyrn vegna stympinga kennara og nemanda

Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi.

Innlent
Fréttamynd

Konur og menntun

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um menntun kvenna og karla út frá gögnum Hagstofu Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur

Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til heil­brigðis­ráð­herra: Iðjuþjálfar – mikil­vægur mann­auður í geð­heil­brigðis­þjónustu fram­tíðarinnar

Kæri heilbrigðisráðherra. Við stöndum frammi fyrir alvarlegri og vaxandi áskorun í geðheilbrigðismálum. Mikilvægum úrræðum er lokað, biðlistar lengjast, fólk fær í mörgum tilfellum ekki þjónustu fyrr en það er komið í mikinn vanda og heilbrigðisstarfsfólk vinnur við sífelldan niðurskurð og auknar kröfur.

Skoðun